Verslunartíðindi - 01.06.1920, Síða 9

Verslunartíðindi - 01.06.1920, Síða 9
G5 VERSLtMARTÍÐINDÍ ai‘ og kaupmönnnm mun þó meðal annars vera sá, að þeir selji fæstir vísvitandi skemd- an eða svikinn varning. Að versla mcð góðan varning á að vera fyrsta boðorð kaupmanna, en „liægara er að kenna heilræðin en að halda þau“. Aðstaðan hjá kaupmönnum er mjög erfið og ber margt til þess, t. d. er það íslensk venja, að almenn- 'ogur versli helst við þá kaupmenn, sem hafa ódý ran varning, en tekur minna tillit til vöru- gæðauna. Kaupmenn eru þannig alloft knúðir td þess, að sneiða hjá því, að kaupa fyrsta flokks varning; auk þess er lega landsins óhagstæð, þegar um innkaup matvöru á keimsmarkaðinum er að ræða. Frá ríkis- ins hálfu er ekkert vörugæðaeftirlit, eins og yíða tíðkast erlendis, og loks má geta þess, að rnarga kaupmenn vora hefir til þessa skort nægilega þekkingu til þess að velja góðan varning. Hjer verður vikið nokkuð að algengustu niatvælategundum, og þá fvrst og fremst getið þeirra, er innlend framleiðsla hefur á boð- stólum. Því miður er ekki um jafn auðugan garð að gresja hjer og hjá flestum þjóðum erlendis. Þau matvæli, sem aðallega koma hjer til greina, eru: smjör, tólg, kæfa, hangikjöt °g saltkjöt, auk sjávarafurða, sem aðallega eni seldar erlendis. 8'mjör. Um íslenskt rjómabússmjör er það að segja, að yfirleitt má telja það eins góða Verslunarvöru og fyrsta flokks smjör erlend- ls> enda var verðmunurinn á dönsku og ís- lensku smjöri í Englandi orðinn örlítill, þegar ófriðurinn hófst, en síðan hefir íslenskt smjör ekki verið sent á erlendan markað svo telj- andi sje. Heimagerða smjörið er mun ver verkað en rJomabússj öri ð, þótt gera megi undantekn- 1]igu með allmörg heimili, og yfirleitt má Segja, að verkun á heimagerðu smjöri hafi íaikið batnað síðan um aldamót, og má tclja það aðallega áhrifum rjómabúanná að þakka. Kaupmenn munu hafa rekið sig á, að heima gerða smjörið þránar og súrnar fyrri en rjómabússmjör, og kemur það aðallega til af því, að áfirnar eru illa þvegnar úr smjörinu og umbúðirnar verri. Hára og annara óhrein- inda gætir nú minna í smjörinu og íblöndun framandi feitiefna, svo sem hrossafeiti og tólgar, á sjer tæplega stað. Eftir allmörgum smjör-sýnishörnum að dæma, er efnarann- sóknarstofu ríkisins hefir borist til athugun- ar, eru bændur oft hafðir fyrir rangri sök, livað hrossafeitar og tólgar íblöndun snertir, en það kemur aðallega af því, að heimagerða smjörið er oftast nær annaðhvort þvait eða of lmrt. Ilið fyrra stafar frá meðferðinni, en hið síðara á sjer stað á vetrarsmjöri frá þeim heimilum, sem kýrnar eru eingöngu fóðraðar á heyi, því heygjöfin hefir þau áhrif, að mjólkurfeitin verður tólgarkend. Smjörlíkis- íblöndunar hefir að ems orðið vart 1 tveimur sýnishornum, sem rannsóknarstofunni hafa borist, síðastliðin 10 ár. Að dæma um smjör- gæði og' íblöndun framandi feitiefna, er mjög vandasamt og tæplega annara meðfæri en þeirra, sein geta kannað það efnafræðislega. Geymslu á heimagerðu smjöri er best þannig, að kaupmenn taka sveitaumbúðirnar utan af böglunum og vefja þá vandlega innan í smjörpappír, sem áður er vættur í sterkum saltpækli. Að svo búnu eru smjörböglarnir látnir í lukt ílát, en það verður að vera rjóðað innan með þunnri kalkblöndu. ílátið er svo geymt á eins svölum stað og tök eru á. Sje um miklar smjörbirgðir að ræða, er best að drepa því niður í líkar umbúðir og rjóma- búin hafa og fóðra innan með saltvotum smjörpappír. Það er einkar áríðandi hvað haldgæði smjörsins snertir, að það sje geymt í vel luktum og samfeldum ílátum, sökum þess, að álirif andrúmsloftsins og sólarbirt- unnar breytir smjörfeitinni og veldur þráa. Sje smjörið geymt í kælirúmi. ber líka að gæta þess, að kuldinn sje ekki meiri en

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.