Verslunartíðindi - 01.06.1920, Qupperneq 15

Verslunartíðindi - 01.06.1920, Qupperneq 15
VERSLUNARTÍÐINDI 67 er erfitt að segja um, en í því sambandi má geta þess, að meðan hámarksverð var á kæfu, miðað við feiti og saltmegn hennar, athugaði efnarannsóknastofan 580 sýnishorn; at’ þeim reyndust 4% skemd, en 7% blandin ínnýflum eða menguð á annan hátt. Skemdir á kæfu, innýflaíblöndun og aðra niengun er erfitt að' afráða, einkum íblöndun °g byrjunarskemdir. Sjeu skemdirnar nokkuð a veg komnar, eru einkennin auðvitað ber- s.Vnileg, t. d. eru rauðar rákir og blettir jafnvel inn í miðja kæfubelgi. sje kæfan farin að rotna; ef skemdirnar eru lengra komnar, yerður kæfan slepjukend og myglueinkennin ^annast allir við. Síðustu árin hefir allmikið Eoi-ið á því, að kæfan sje söltuð með salti, s'-‘m áður hefir verið notað til fisksöltunar. Hvort kaupmenn eru sekir í því, að selja bændum slíkt salt til notkunar, er ekki hægt að segja um, en fremur er það ótrúlegt. Hvað geymslu snertir, þá má segja, að auðvelt sje að geyma belgjakæfu. Vitanlega ■ara haldgæðin mikið eftir því, hvernig kæf- an er verkuð. Sjeu belgirnir laugaðir úr sterk- 11 tn saltlegi, áður en heitri kæfunni cr rent 1 þá, og þeir geymdir í þurru lofthýsi, geym- kæfan betur en ella, og ráðlegt er, að kalk- r. ]oða belgina, svo að myglugróður vinni ekki il skinninu. Sje um miklar kæfubirgðir að ræða, mega belgirnir eltki vera í stórum hlaða, ,lema því að ens að lagðar sjeu fjalir á milli, ■svo loft geti leikið um þá. Hangikjöt. Ilangikjötið þjóðkunna fer versnandi með at'i hverju, eða svo er það að minsta kosti sunnanlands. Þetta stafar aðallega frá því, <lÓ alment er farið að reykja Ijelegra kjöt en aður var, og það, sem verra er, að meiri lln« af því hangikjöti, sem síðastliðna vetur lu'fii' verið selt í Reykjavík, er gert úr gömlu s, |bkjöti. Þetta kom greinilega í ljós, þegar ' '“rðlagsnefndin sæla Ijet flokka hangikjötið, enda kvartar almenningur undan þessu. Að slík matvara skuli vera á boðstólum, kemur vitanlega til af því, að hentugt þykir, að geta breytt gömlu, óútgengilegu saltkjöti í dýrmætt hangikjöt. Aðgreining á hinu góð- kunna liangikjöti og því, sem gert er úr saltkjöti, er mjög auðveld, einkum þegar um gamalt saltkjöt er að ræða. Fyrst og fremst er það miklu saltara á bragðið: auk þess talsvert fyrirferðarminna en ósaltað, miðað við þyngdina. Loks er salt-hangikjöt dálítið skorpnara utan, og við þurra geymslu slær út um það saltúða. Ilangikjöt geymist ágœtlega, en það kemur aðallega til af því, að við reykingu safnast varnarefni í kjötið; þó ber jafnan að gæta þess, að hangikjöt sje geymt í rakalitlum húsum, svo að mygla setjist ekki að því. Saltkjöt. Frá því að farið var að flokka kjotið og búa betur undir söltun en áður var gert, er saltkjötið sæmileg verslunarvara og aðstaðan hjá kaupmönnum að því leyti betri hvað söl- una snertir. En betur má ef duga skal, því verkunin er enn þá ekki svo langt á veg kom- in, að saltkjötið sje yfirleitt verulega hald- gott. Versti annmarkinn er súrinn, sem meira og minna ber á, verði kjötið mjög gamalt; og það er hægara sagt en gert, að ráða bót á þessu, því inenn vita ekki með vissu, frá hverju súrinn stafar. Eftir þeim athugunum að dæma, sem gerðar hafa verið á rannsóknar- stofunni, virðist aðallega vera um tvens konár súr að ræða, en það er súrgerjun og þreytu- súr, ef svo mætt nefna. Súrgerjun virðist oft- ast eiga rót sína að rekja til ófullnægrar pæklunar, eða þá að kjötið er vankælt, áður en það er saltað. Þreytusúrinn virðist koma af því, að við þreytu eða langan rekstur safn- ast mjólkursúr í aflvöðva á fjenu og því blæðir ver en óþreyttu; blóðið og vöðvasúr- inn blandast svo í saltpækilinn og þá súrnar

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.