Verslunartíðindi - 01.04.1925, Blaðsíða 8

Verslunartíðindi - 01.04.1925, Blaðsíða 8
38 VERSLUNARTlÐINDl Yflr höfuð hafa litlar sveiflur verið á peningamarkaðinum. Útlán þjóðbankans hafa verið nálega óbreytt í febrúarmánuði og voru þau samtals um mánaðamótin 445 milj. kr., en 444 milj. kr. í janúarlok. Aftur á móti hafa útlán prívatbankanna minkað að mun, úr 1422 milj kr. síðasta janúar, niður í 1407 milj. kr. síðasta febrúar. Seðlaumferðin hefur minkað í febrúar um 3 milj. kr., úr 456 milj. kr. niður í 453 milj. kr. Verðbrjefa- og hlutabrjefaviðskifti hafa verið fremur lítil á kauphöllinni í febrúar, sjerstaklega hafa verðbrjefaviðskiftin verið mun minni en í janúar. Hlutabrjefa- viðskiftin voru að meðaltali á viku 2,9 milj. kr., en verðbrjefa 2,2 milj. kr. (í jan. 3,1 milj. og 4,5 milj. kr.). Vísitala Finanstíðinda hefur lækkað um 4 stig, úr 234 niður í 230. Þar sem pen- ingagengi hefur lítið breyst, stafar þetta af verðlækkun á heimsmarkaðinum, sjer- staklega á kornmat, fóðurbæti og kolum. Vöruviðskifti við útlönd hafa aukist tals- vert og eru mun meiri en þau voru fyrir ári liðnu. Kveður þar mest að inn- flutningi á kornmat og fóðurbæti og út- ftutningi á landbúnaðarafurðum. Hlutföllin á milli innflutnings og útflutnings eru svipuð og þau voru í fyrra. Innflutning- urinn nam í janúar 204 milj. kr., en út- flutningurinn 182 miij. kr.; meira flutt inn en út 22 milj. kr., en 18 milj. kr. á sama tímabili i fyrra. Aðalútflutningurinn í jan- úar var búfje fyrir 4 milj. kr., flesk og kjöt fyrir 57 milj. kr„ smjör 64 milj. kr. og egg, feitmeti o. fl. fyrir 15 milj. kr. í janúar var mikið flutt út af landbún- aðarafurðum, en minna af flestum vöru- tegundum í febrúar. Meðalvikuútflutn- ingur var: Smjör 22351 hkg. (jan. 22870)( egg 571000 tvítugir (jan. 605900), fiesk og svín 37281 hkg. (jan. 40815) og búfje 10827 hkg. (jan. 40815). Smjörverð var hærra í febrúar en í janúar, en verð á öðrum landbúnaðar- afurðum lægra. Viku meðalverð var: Smjör 562 kr. 100 kg., flesk 238 aura kg., egg 240 aura kg. og kjöt 92 aura kg. Atvinnulausra talan var minni í febrúar en á sama tíma í fyrra; hundraðstalan í febrúarlok 16,6%, en í fyrra 21,3%. Ríkistekjur af neysluskatti voru 14,4 milj. kr. í febrúar, þar af voru tolltekjur 4,6 milj. kr. Á sama tíma í fyrra voru þessar tölur 12,5 milj. og 5,2 milj. kr. Danska krónan hefur farið hækkandi í marsmánuði. Dollarinn lækkað úr 5.61 niður í 5.47 og gullverðið þannig 68.2 aurar. Hlutabrjefa- og verðbrjefaviðskifti voru mun meiri í mars en í febrúar. Hluta- brjefaviðskifti námu vikulega 3,6 milj. kr. og verðbrjefaviðskifti 3,1 milj. kr. Skýrsla um skuldskifti Danmerkur við útlönd fyrir árið 1924 sýnir að skuldirn- ar hafa verið um áramótin 2045 milj. kr., en inneign 770 milj. kr. Skuldin þvi 1275 milj. kr. að frádreginni innieigninni, og er það 50 milj. kr. meira en um áramótin 1923—24. Sje þessi skuld reiknuð í gull- krónum eftir dollar-gengi, nemur hún 835 milj. gullkr. og er það nokkru rainna en siðustu árin fyrir stríðið. Innflutningurinn var í febrúar 188 milj. kr., en útflutningurinn 166 milj. kr.; mis- munurinn þannig 22 milj. kr., en var 2 milj. kr. í febrúar 1924. Stafar þessi mis- munur af því, að mun meira hefur verið flutt inn af kornmat fóðurbæti og áburðar- efnum nú en á sama tímabili í fyrra. Mun meira var flutt út af landbúnaðar- afurðum í mars en undanfarna mánuði, að undanteknu smjöri Meðalútflutningur á viku var: Smjör 21565 hkg., egg 1032300 tvítugir, flesk og svín 43006 hkg. og kjöt og búfje 14083 hkg. Verð á landbúnaðarafurðum var nokkru

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.