Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018
Stuðningsmenn íslenskra
landsliða þurfa ekki að örvænta
þótt ferðalag íslenska karla-
landsliðsins á HM í fótbolta sé
á enda.
Íslenska karlalandsliðið
í körfubolta er búið að koma
sér í virkilega góða stöðu í F-
riðli í undankeppni HM sem
fram fer í Kína á næsta ári eftir
sigrana glæsilegu á Tékkum og
Finnum í febrúar.
Ísland er í 2. sæti með sex
stig, einu stigi á eftir toppliði
Tékklands og með jafnmörg
stig og Finnland en betri árang-
ur innbyrðis. Ísland mætir
Búlgaríu í Sófíu kl. 15 í dag og
með sigri er sæti í milliriðli
tryggt.
Í milliriðlum sameinast F-
riðill og E-riðill. Í E-riðli eru
stórþjóðir á borð við Frakkland
og Rússland og fær íslenska
liðið því enn fleiri stórleiki, tak-
ist að tryggja sætið í milliriðli.
Hvort sem Ísland kemst á HM
eður ei verður mjög góður ár-
angur að komast í milliriðil.
Ég var svo heppinn að fá að
vinna í Laugardalshöll er Ísland
lagði Tékkland og Finnland að
velli með tveggja daga millibili,
í leikjum sem voru æsispenn-
andi allt til loka.
Leikur Íslands og Tékk-
lands var sérstaklega skemmti-
legur en Ísland vann með
minnsta mun, 76:75. Tékkar
gátu jafnað á vítalínunni þegar
leiktíminn var að renna út, en
Ondrej Balvin klikkaði á síðara
víti sínu og allt varð vitlaust.
„JÁJÁJÁJÁ!!! Þvílíkur sigur
og þvílík spenna. Ég hef aldrei
heyrt eins mikil læti í höllinni
og þegar Balvin tók seinna vít-
ið,“ skrifaði ég í textalýsingu
minni á leiknum. Ég væri alveg
til í fleiri svona leiki!
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
FÓTBOLTI
Guðjón Þór Ólafsson
gudjon@mbl.is
Í fyrrakvöld var tilkynnt að Fann-
dís Friðriksdóttir hefði skrifað und-
ir tveggja ára samning við knatt-
spyrnudeild Vals. Fanndís kemur
úr atvinnumennsku í Frakklandi en
þar lék hún með Marseille. Ljóst er
að koma Fanndísar mun styrkja lið
Vals mikið í baráttunni um Íslands-
meistaratitilinn. Hún hefur skorað
104 mörk í 197 leikjum hér á landi
auk þess að hafa leikið 87 A-
landsliðsleiki og skorað í þeim 11
mörk. Fanndís þarf reyndar að bíða
til 15. júlí til þess að fá leikheimild
en þá opnast félagsskiptaglugginn.
Hún mun því ekki vera gjaldgeng í
leikjunum mikilvægu á móti Þór/
KA og Breiðabliki.
Tók góðan tíma í að taka
ákvörðun
Í viðtali við Morgunblaðið sagðist
Fanndís hafa haft nokkur tilboð í
höndunum og að það sé mikill léttir
að vera loksins búin að velja: „Þetta
er búið að hanga svolítið yfir mér í
svolítinn tíma þannig að það er gott
að vera búin að taka ákvörðun. Ég
þurfti að velta ýmsu fyrir mér. Það
komu upp tilboð úti og fleiri hérna
heima þannig að ég þurfti að skoða
hvað hentaði mér best og tók mér
bara góðan tíma í það.“
Fanndís, sem er 28 ára gömul,
hafði áður en hún skipti yfir í Val
spilað allan sinn meistaraflokksferil
á Íslandi með Breiðabliki. Spurð
hvort það hefði ekki verið freistandi
að fara aftur í Kópavoginn sagði
hún svo vera: „Jú, auðvitað. Ég
skoðaði það mjög vandlega. Niður-
staðan var sú að mig langaði að
prófa eitthvað nýtt. Mér finnst
skemmtilegt að spila fótbolta hérna
heima og niðurstaðan var Valur.“
Búin að hrista af sér meiðslin
Fanndís hefur átt í vandræðum
með nárameiðsl í töluverðan tíma.
Þegar blaðamaður spurði hana
hvernig staðan á þeim meiðslum
væri sagðist hún vera orðin góð af
þeim: „Ég fór í sterasprautu úti í
Marseille og hef eiginlega verið góð
síðan þá í nárasvæðinu. Maður var
aðallega orðinn þreyttur á fótbolta
því það gekk á ýmsu. Ég er búin að
vera í fríi frá fótbolta síðan í lands-
leiknum á móti Slóveníu. Það er
mjög gott að kúpla sig út. Það
þurfa allir á því að halda held ég.“
Tíminn í Frakklandi reyndist
Fanndísi að mörgu leyti erfiður.
Fanndís sagði að hún hefði ákveðið
að koma heim til þess að njóta þess
að spila fótbolta og fá meira sjálfs-
traust: „Ef manni líður vel eru
meiri líkur á að maður spili vel. Ég
er í fótbolta af því að mér finnst
það skemmtilegt og mér finnst
gaman að spila fótbolta hérna á Ís-
landi.“
Byrjar að æfa í næstu viku
Valur hefur verið á mikilli sigl-
ingu í undanförnum leikjum. Eftir
tap í fyrstu umferð hafa þær unnið
6 leiki í röð. Spurð hvort hún og
Pétur Pétursson, þjálfari liðsins,
hafi rætt í hvaða stöðu hún muni
spila segir hún það óráðið: „Ég
byrja að æfa einhvern tíma í næstu
viku og þá kemur það bara í ljós.
Þær eru með gott lið og það verður
bara gott og gaman ef ég get styrkt
það. En ætli ég verði ekki einhvers
staðar framarlega á vellinum,“
sagði Fanndís Friðriksdóttir.
„Það var gott að kúpla sig út“
Ein besta knattspyrnukona landsins gengin í Val Langaði að breyta til
Í rauðu Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir glöð í bragði í keppnispeysu Vals sem hún klæðist næstu árin.
Ljósmynd/Valur
Þýska 2. deildar liðið HSV Hamburg
hefur staðfest að það hafi áhuga á að
klófesta landsliðsmarkvörðinn í
handknattleik, Aron Rafn Eðvarðs-
son. Hins vegar á félagið eftir að
hnýta lausa enda í rekstri næsta árs
áður en samningar eru í höfn. Þetta
kom fram í frétt á þýska vefmiðl-
inum handball-world í gær.
Nokkuð er síðan Morgunblaðið
greindi frá því að Aron Rafn ætti í
viðræðum við HSV Hamburg. Fé-
lagið er að rétta úr kútnum eftir að
hafa orðið gjaldþrota fyrir fjórum
árum. Gjaldþrotið hafði þær afleið-
ingar að lið HSV Hamburg varð að
hefja keppni í 3. deildinni. Liðið
vann sér sæti í 2. deild í vor og
hyggst mæta með öfluga sveit til
leiks í haust þegar flautað verður til
leiks í þýska handboltanum. Í ljósi
fyrri reynslu vilja stjórnendur hafa
vaðið fyrir neðan sig og forðast þar
með að gera fjárhagsskuldbindingar
sem ekki er innistæða fyrir. Þar af
leiðir að samningar við nýja leik-
menn eru ekki gerðir nema að vand-
lega yfirlögðu ráði. iben@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Flytur Nokkuð ljóst er að Aron Rafn Eðvarðsson leikur ekki áfram með ÍBV.
HSV staðfestir áhuga
sinn á Aroni Rafni
NÝ ÞJÓNUSTA
FYRIR ÁSKRIFENDUR
HLJÓÐMOGGI FYRIR
FÓLK Á FERÐ