Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 1

Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 1
Íslenska lands- liðið í blaki veitti landsliði Svart- fellinga harða mótspyrnu í viðureign lið- anna í und- ankeppni Evr- ópumótsins er liðin mættust í Bar í Svartfjalla- landi í gær. Mót- spyrnan kom þó ekki nær til að koma í veg fyrir að Svartfellingar ynnu leikinn í þremur hrinum gegn engri; 25:15, 25:20 og 25:15. Best lék íslenska liðið í þriðju hrinu þegar það hafði yfirhöndina framan af, m.a. 11:8, áður en Svart- fellingar sneru við blaðinu og skor- uðu tíu stig gegn tveimur og náðu þar með forystu á nýjan leik. Andreas Hilmir Halldórsson var stigahæstur hjá Íslandi með sjö stig. Í hinni viðureign gærdagsins í riðlinum unnu Slóvaka landslið Moldóva í þremur hrinum. Svartfellingar eru efstir í riðl- inum. Slóvakar, sem unnu Moldóva í gær, eru í öðru sæti. Moldóvar sitja í þriðja sæti en íslenska liðið rekur lestina. Næsti leikur Íslands í keppninni verður á sunnudag í Digranesi gegn Svartfellingum. iben@mbl.is Hörð mót- spyrna dugði ekki í Bar Andreas Hilmir Halldórsson FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Knattspyrna Óhætt er að fullyrða að Margrét Árnadóttir hafi nýtt vel þann liðlega hálftíma sem hún fékk til að leika með Íslandsmeisturum Þórs/KA í 14. umferð Pepsi-deildarinnar. Enda er hún ánægð. 4 Íþróttir mbl.is Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir keppti á fyrsta stórmóti sínu í gær þegar hún hljóp 400 metra hlaup á EM fatlaðra í frjálsum íþróttum í Berlín. Bergrún keppir í flokki T37 (hreyfihamlaðir) og varð hún í 4. sæti, en fimm keppendur tóku þátt í úrslitahlaupinu. Hún hljóp á 1.13,02 mínútum, sem er besti árangur hennar á alþjóðlegu móti og afskaplega nálægt Íslandsmeti hennar, eða 2/100 úr sekúndu frá því. Natalia Kobzar frá Úkraínu varð Evrópumeistari á 1.05,24 mínútum. Jón Margeir Sverrisson, ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi frá því í London 2012, keppir á fyrsta stórmóti sínu í frjálsum íþróttum í Berlín. Jón Margeir komst í úrslit í 400 metra hlaupi í T20, flokki þroskahamlaðra, og hljóp svo á 57,18 sekúndum í úrslitahlaupinu, sem er nálægt besta tíma hans. Jón Margeir hafnaði í 7. sæti en Sandro Correia vann hlaupið á 49,60 sekúndum. Patrekur Andrés Axelsson gat því miður ekki lokið keppni í undanrásum 100 metra hlaups blindra í gær. Aðstoðarhlaupari hans meiddist í miðju hlaupi. Patrekur á að keppa í 200 metra hlaupi á morgun og er unnið að því að finna hon- um nýjan aðstoðarmann. sindris@mbl.is Frumraun á stórmóti  Bergrún og Jón í úrslitahlaupum á EM  Aðstoðarhlaupari Patreks meiddist HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Mistök eða yfirsjón læknis í Danmörku við hné- aðgerð hjá Birnu Berg Haraldsdóttur, landsliðs- konu í handknattleik og leikmanns Aarhus Unit- ed, hefur leitt til þess að hún er enn úr leik fjórum mánuðum síðar og ekki útlit fyrir að hún stígi inn á handknattleiksvöllinn á ný á þessu ári. Birna skaddaðist á liðþófa í hné snemma árs en harkaði af sér og lék með liði sínu til loka leiktíðarinnar í aprílbyrjun. Eftir það gekkst hún undir aðgerð þar sem laga átti þrjár rifur í liðþófanum. Af ein- hverjum ástæðum var ekki gert við nema tvo þeirra. Af þessu leiddi að þegar Birna var komin á fulla ferð í endurhæfingu var ljóst að ekki var allt með felldu. Gekkst hún þá undir aðra aðgerð í upphafi þessa mánaðar sem hún er að jafna sig eftir. „Fyrri aðgerðin mistókst að því leytinu til að læknirinn lagaði aðeins tvær rifur í liðþófanum af þremur. Hann sagðist ekki hafa séð þriðju rifuna í aðgerðinni þó svo að hann hafi séð hana á mynd frá segulómun,“ sagði Birna Berg þegar Morg- unblaðið heyrði í henni í gærmorgun. Gat ekki hlaupið eða beygt hnéð „Þetta kom í ljós 19. júní. Þá fékk ég stera- sprautu og þurfti fjórar vikur til að jafna mig eftir hana en engu að síður var ég langt frá því að vera nógu góð í hnénu. Ég gat hvorki hlaupið né beygt hnéð án verkja. Í upphafi þessa mánaðar fór ég aftur í aðgerð til að laga síðustu rifuna. Eftir aðgerð fékk ég að vita að eftir mikla leit hefði læknirninn fundið síðustu rifuna aftast í liðþófanum og þurft að klippa í burtu þann bút í hnénu,“ segir Birna Berg sem sér fram á nokkurra mánaða endurhæfingu áður en hún fer að leika á ný með samherjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni, en keppni í henni hefst í næstu viku. „Endurhæfing, sem átti bara að taka sex til átta vikur, hefur nú staðið yfir í 19 vikur og ennþá er hnéð ekki orðið gott,“ sagði Birna og bætti við: „Þar af leiðandi hef ég eytt öllu undirbúnings- tímabilinu í ekki neitt. Núna er ég í áframhaldandi endurhæfingu eftir síðari aðgerðina og krossa alla fingur og tær með að þetta verði gott núna,“ segir Birna sem er eðlilega afar vonsvikin svo ekki sé dýpra í árinni tekið. „Ég var rosalega reið og skil ekki hvernig mað- ur getur lokið aðgerð þegar hann veit að það er ennþá ein rifa eftir á liðþófanum. Hann hefur bara verið að flýta sér og ekki nennt að gefa sér tíma í að finna þá síðustu,“ segir Birna Berg en aðgerðin var gerð í Danmörku af lækni á vegum félagsins sem hún leikur með. „Af þessu leiðir að sumarið hefur verið ótrúlega erfitt andlega. Dagarnir hafa bara liðið og ég hef aldrei tekið neinum fram- förum,“ sagði Birna Berg sem á sterka bakhjarla í foreldrum sínum og fleirum sem hún hefur getað leitað til. Hefur reynt mjög á þolrifin „Aumingja foreldrar mínir hafa fengið að finna fyrir því í allt sumar en ég veit að þau fyrirgefa mér,“ sagði Birna þó í léttum dúr en bætti við: „Ég hef verið mjög neikvæð og bitur og finnst fólk hér úti ekki hafa hlustað nógu vel á það sem ég hafði að segja. Fólk var farið að spyrja mig hvort þessi verkur væri ekki bara eitthvað and- legt og hvort ég ætti bara ekki að hætta í hand- bolta þar sem þetta var mín fjórða hnéaðgerð frá 2012. Þannig að það hefur mikið gengið á í sumar og andlega hliðin stundum verið í molum,“ sagði Birna sem telur víst að nú sé landið farið að rísa á ný. „Síðustu daga hef ég reynt að snúa þessu and- lega dæmi við og hugsa fram á við og ekki velta mér upp úr undangengnum fimm mánuðum. Von- andi verð ég komin út á völlinn fyrir áramót,“ sagði handknattleikskonan Birna Berg Haralds- dóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég var rosalega reið“  Síðustu mánuðir hafa verið þrautaganga hjá handknattleikskonunni Birnu  Mistök í liðþófaaðgerð hafa dregið dilk á eftir sér  Leikur vart á þessu ári Ljósmynd/Emil Kaufmann Vonbrigði Síðustu mánuðir hafa farið fyrir lítið hjá landsliðskonunni Birnu Berg Haraldsdóttur. Íslenska kvenna- landsliðið í blaki varð að bíta í það súra epli að tapa fyrir ísraelska landsliðinu í þremur hrinum í hnífjöfnum og skemmtilegum leik í Raanana í Ísrael síðdegis í gær. Viðureignin var liður í undankeppni Evr- ópumótsins. Sem fyrr segir var leikurinn jafn og lengst af átti íslenska liðið í fullu tré við það ísraelska sem var án sig- urs, eins og það íslenska áður en flautað var leiks í gær. Ísraelska liðið vann fyrstu hrinu, 25:19, aðra 25:20, og þá þriðju, 25:18. Herslumun vantaði upp að hlutverkin snerust við í leiknum. Eins og í fyrr leikjum í und- ankeppninni vantaði nokkuð upp á móttökuna hjá leikmönnum ís- lenska liðsins. Elísabet Einarsdóttir var stiga- hæsti í íslenska liðinu með 10 stig. Hjördís Eiríksdóttir og Erla Rán Eiríksdóttir skoruðu sjö stig hvor. Liðin mætast á nýjan leik í íþróttahúsinu í Digranesi á sunnu- daginn Ef marka má leikinn í gær þá má telja að íslenska liðið geti velgt ísraelska liðinu hressilega undir uggum í þeirri viðureign. iben@mbl.is Herslumuninn vantaði upp á Elísabet Einarsdóttir ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.