Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2018næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2018, Blaðsíða 46
46 FÓLK 27. júlí 2018 Gefur þetta EXTRA Frábært á kjötið, í sósuna og ídýfuna Höfundur: Konráð Jónsson Teiknari: Guðfinna Berg NUNŚ N MOSES „Fjandinn, ég hefði átt að krádsörfa áður en ég klauf mannhafið“ Fregnir af fræga fólkinu Hjólakappinn Þorvaldur Daníelsson er nýlega skráður í sambandi með Jóhönnu Sig- urðardóttur. Þorvaldur hef­ ur vakið mikla athygli fyrir ötult starf í félaginu Hjóla­ kraftur, samtökum fyrir börn og unglinga sem hafa háð baráttu við lífsstílssjúk­ dóma. Jóhanna deilir hjólaáhuganum með Valda og því ætti parið að fara létt með að hjóla í gegnum lífið saman. Hrönn Bjarnadóttir, sölu maður á fasteignasölunni Mikluborg, snappari og einn eigenda Fagur­ kerar.is gengur að eiga unnusta sinn, Sæþór Fannberg, 25. ágúst næstkomandi. Vinkonur hennar komu henni á óvart nýlega og gáfu henni ógleymanlegan gæsunardag þar sem Hrönn klæddist meðal annars þessum fína einhyrnings­ búningi. Fylgjast má með brúðkaupsundirbúningnum á Snapchat: hronnbjarna. Birgir Steinn Stefánsson gefur í dag út Glorious, sem er þriðja lagið af væntanlegri EP­plötu. Birgir semur lagið ásamt Andra Þóri Jónssyni, sem er hans hægri hönd í einu og öllu. Að sögn Birgis er lagið um klassískt umfjöllunar­ efni, ástina og lífið. Platan kemur út síðar á árinu. Birgir kemur fram á Þjóðhátíð á laugardagskvöldinu þar sem þeir félagar hefja brekku­ sönginn og einnig koma þeir fram á Iceland Airwaves í nóvember næstkomandi. Svavar Örn Svavarsson, hárgreiðslu­ og fjölmiðla­ maður, auglýsir allsérstakt sófaborð til sölu á Facebook. Borðið er fallegt, í mjög sér­ kennilegum stíl og ber vitni um góðan og skemmtilegan stíl Svavars. Samkvæmt auglýs­ ingunni er borðið falt fyrir 80 þúsund krónur. Söngpar­ ið Snorri Snorrason og Heiða Ólafs er nýlega trú­ lofað. Þau hafa verið saman í nokkur ár og eiga saman einn son. Ný­ lega sendu þau frá sér fallega ábreiðu af lagi John Denver, Annie’s Song, við íslenskan texta eftir Kristin Kristins­ son heitinn (Lilli popp). „Ástin er okkur hugleikin þessa dagana,“ segir hið nýtrúlofaða par. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 29. tölublað (27.07.2018)
https://timarit.is/issue/399592

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

29. tölublað (27.07.2018)

Aðgerðir: