Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2018, Blaðsíða 46
46 FÓLK 27. júlí 2018
Gefur þetta
EXTRA
Frábært á kjötið, í
sósuna og ídýfuna
Höfundur: Konráð Jónsson Teiknari: Guðfinna Berg
NUNŚ N MOSES
„Fjandinn, ég hefði
átt að krádsörfa
áður en ég klauf
mannhafið“
Fregnir af fræga fólkinu
Hjólakappinn
Þorvaldur
Daníelsson er
nýlega skráður í
sambandi með
Jóhönnu Sig-
urðardóttur.
Þorvaldur hef
ur vakið mikla
athygli fyrir ötult starf í félaginu Hjóla
kraftur, samtökum fyrir börn og unglinga
sem hafa háð baráttu við lífsstílssjúk
dóma. Jóhanna deilir hjólaáhuganum
með Valda og því ætti parið að fara létt
með að hjóla í gegnum lífið saman.
Hrönn Bjarnadóttir, sölu maður
á fasteignasölunni Mikluborg,
snappari og einn eigenda Fagur
kerar.is gengur að eiga unnusta
sinn, Sæþór Fannberg, 25. ágúst
næstkomandi. Vinkonur hennar
komu henni á óvart nýlega og gáfu
henni ógleymanlegan gæsunardag
þar sem Hrönn klæddist meðal
annars þessum fína einhyrnings
búningi. Fylgjast má með
brúðkaupsundirbúningnum á
Snapchat: hronnbjarna.
Birgir Steinn Stefánsson gefur
í dag út Glorious, sem er þriðja
lagið af væntanlegri EPplötu.
Birgir semur lagið ásamt Andra
Þóri Jónssyni, sem er hans hægri
hönd í einu og öllu. Að sögn Birgis
er lagið um klassískt umfjöllunar
efni, ástina og lífið. Platan kemur
út síðar á árinu. Birgir kemur fram
á Þjóðhátíð á laugardagskvöldinu
þar sem þeir félagar hefja brekku
sönginn og einnig koma þeir fram
á Iceland Airwaves í nóvember
næstkomandi.
Svavar Örn Svavarsson,
hárgreiðslu og fjölmiðla
maður, auglýsir allsérstakt
sófaborð til sölu á Facebook.
Borðið er fallegt, í mjög sér
kennilegum stíl og ber vitni um
góðan og skemmtilegan stíl
Svavars. Samkvæmt auglýs
ingunni er borðið falt fyrir 80
þúsund krónur.
Söngpar
ið Snorri
Snorrason og
Heiða Ólafs
er nýlega trú
lofað. Þau hafa
verið saman í
nokkur ár og
eiga saman
einn son. Ný
lega sendu þau
frá sér fallega
ábreiðu af lagi
John Denver,
Annie’s Song,
við íslenskan
texta eftir
Kristin Kristins
son heitinn
(Lilli popp).
„Ástin er okkur
hugleikin þessa
dagana,“ segir
hið nýtrúlofaða
par.
Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is