Fréttablaðið - 14.01.2019, Qupperneq 2
Veður
Austan 10-18 og snjókoma, fyrst
suðvestan til. Dregur úr frosti,
slydda eða rigning sunnan til síð-
degis. Snýst í suðvestan 8-13 með
skúrum eða éljum um landið suð-
vestanvert undir kvöld, en vaxandi
norðaustanátt NV til. SJÁ SÍÐU 18
BRIDS
SKÓLINN
BYRJENDUR (stig 1) 21. janúar 8 mánudagar frá 20-23
ÚRSPILIÐ (stig 3) 23. janúar 8 miðvikudagar frá 20-23
Stig 1 Allir geta lært að spila en það tekur svolítinn tíma í
byrjun að komast af stað. Á námskeiðinu er farið yfir leikreglur
og grundvallarsagnir í hinu vinsæla Standard-sagnkerfi.
Ekkert mál að koma stakur/stök.
Stig 3 Sögnum er lokið og útspilið komið á borðið. Þá er að
standa við stóru orðin! Hvernig á að leggja á ráðin og spila eins
og sannur meistari. Um það snýst námskeiðið.
Ekkert mál að koma stakur/stök.
upplýsingar og innritun
í síma 898-5427 á netinu bridge.is
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Fyrirsætustörf við Sæbrautina
SAMFÉLAG Ekki liggur fyrir hvort
afstaða Íþróttasambands Íslands
(ÍSÍ) til breytinga á klukkunni er
sú sama nú og síðast þegar slíkt var
til umræðu. Golfsamband Íslands
(GSÍ) er aftur á móti enn þá ekki
hrifið af því að hringlað sé með
tímann.
Ríkisstjórnin kynnti í liðinni viku
til samráðs hugmyndir um aðgerðir
til að bregðast við svefntíma þjóðar-
innar en sá er almennt of stuttur.
Tillögurnar byggja meðal annars á
vinnu starfshóps um klukkuna sem
heilbrigðisráðherra skipaði. Eftir
talsvert hringl um hvar málið ætti
heima var niðurstaðan sú að tíminn
væri í höndum forsætisráðherra.
Tillögurnar nú eru þrenns konar.
Í fyrsta lagi að klukkan verði færð í
samræmi við legu landsins á jarðar-
kringlunni og þar með seinkað um
klukkustund. Í öðru lagi er til skoð-
unar að skólar og jafnvel fyrirtæki
hefji starfsemi seinna á morgnana
en nú gengur og gerist. Í þriðja lagi
íhugar ríkisstjórnin að hafa óbreytta
stöðu og ráðast í fræðsluátak til að
fá fólk til að fara fyrr að sofa. Hug-
myndir um sumar- og vetrartíma
eru ekki uppi á borðum.
Síðast þegar slíkar hugmyndir
voru ræddar komu helstu gagn-
rýnisraddirnar úr röðum ÍSÍ og
GSÍ. Þá lagðist Icelandair eindregið
gegn þeim þar sem þá færi í vask-
inn áralöng vinna við að helga sér
afgreiðslutíma á erlendum flugvöll-
um. Síðan þá hafa rannsóknir á lík-
amsklukkunni meðal annars hlotið
Nóbelsverðlaun í læknisfræði.
„Við höfum ekki tekið þetta til
umsagnar eða umfjöllunar á ný
og því liggur formleg afstaða ekki
fyrir,“ segir Líney Rut Halldórsdótt-
ir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, en bætir
því við að persónulega myndi hún
ekki vilja breyta klukkunni. „Það
þarf klárlega að skoða þetta út frá
öllum hliðum. Framkvæmdastjórn-
in mun funda næsta fimmtudag og
þar verður þetta eflaust rætt.“
„Síðast þegar þetta var rætt á
Alþingi þá skiluðum við okkar
umsögn og hún er svo sem óbreytt,“
segir Haukur Örn Birgisson, for-
maður GSÍ. Þegar Fréttablaðið náði
af honum tali var hann einmitt
staddur erlendis á fimmtu braut.
„Ég kaupi rökin um að breyta
þessu yfir vetrartímann en ég sé ekki
þörfina á sumrin. Breytingin myndi
skerða útiverutíma á kvöldin eftir
vinnu. Það myndi fela í sér töluvert
tekjutap fyrir golfklúbba að missa
klukkutíma af deginum. Sjálfur tel
ég að við ættum ekki að slá strax út
af borðinu hugmyndir um sumar-
og vetrartíma,“ segir Haukur.
joli@frettabladid.is
Golfarar eru mótfallnir
hringli með klukkuna
Golfsamband Íslands er enn á móti því að klukkunni sé breytt. Síðast þegar
slíkar hugmyndir voru uppi mótmæltu kylfingar og Icelandair einna harðast.
Síðan hafa rannsóknir á líkamsklukkunni hlotið Nóbelsverðlaun í læknisfræði.
Forseti GSÍ er opinn fyrir hugmyndum um sumar- og vetrartíma, en vill ekki
missa klukkutíma úr deginum á golfvöllum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK
Haukur Örn
Birgisson,
forseti GSÍ.
FÓTBOLTI Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, íhugar að bjóða sig fram til
formanns KSÍ. „Ég er að velta þessu
fyrir mér. Þetta er ekki grín. Það þarf
að senda inn tilkynningu að minnsta
kosti hálfum mánuði fyrir þingið
sem er 15. febrúar þannig að ég er að
kanna baklandið og velta málum fyrir
mér,“ segir Ragnheiður sem greindi
frá vangaveltum sínum á Facebook í
gærkvöldi. Í stöðuuppfærslu segir hún
að hún búi yfir stjórnunarreynslu og
sé áhugamanneskja um
knattspyrnu.
Áður hefur Geir Þor-
steinsson tilkynnt um
framboð gegn Guðna
Bergssyni sem hefur
verið formaður síðast-
liðin tvö ár. – ósk
Ragnheiður
undir feldi
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir.
Þessir léttu og leikandi ferðamenn, og raunar fleiri víðs vegar um borgina, létu kalt veður í lofti ekki á sig fá heldur voru skapandi í fyrirsætustörfum í gær,
þegar ljósmyndari Fréttablaðsins fór á stúfana. Þessi metnaðarfulla myndataka við Sæbrautina gekk vonum framar og uppskeran var ein ljómandi fín Instag-
ram-mynd, til sönnunar um að Íslandsförin hafi verið ánægjuleg. Það er eins og sagt er, ein mynd segir meira en þúsund orð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur höfð-
að eignardómsmál til að fá viður-
kennt eignarhald sitt á jörðinni
Felli í Mýrdalshreppi. Stefna þess
efnis var birt í Lögbirtingablaðinu
fyrir helgi.
Ríkið gerir tilkall til jarðarinnar,
ræktaðs lands, hlöðu undir súg-
þurrkun og annars sem jörðinni
fylgir. Undanskilin eru mannvirki
á svokölluðum landnemaspildum
á borð við verkfærageymslur og
sumarhús.
Í stefnunni er saga Fells rakin allt
aftur til 12. aldar. Jörðin var lengi
vel kirkjujörð en frægastur ábú-
enda er vafalaust Eldklerkurinn Jón
Steingrímsson. Fell var síðast setið
af presti árið 1903. Ekki hefur verið
búið á jörðinni um áratuga skeið en
síðan 1988 hefur ríkið leigt jörðina
út til skógræktarbænda.
Árið 2016 hugðist ríkið selja Skóg-
ræktarfélagi Reykjavíkur jörðina og
fór því fram á það að eignarrétt-
indum þess yrði þinglýst á Fell. Því
hafnaði sýslumaðurinn á Suður-
landi. Kaupsamningi um jörðina var
síðan vísað frá þinglýsingu á sömu
forsendum.
Ríkið telur að jörðin hafi verið
eign konungs frá 1554 og þar með
síðar íslenska ríkisins. Það hafi ráð-
stafað jörðinni og leigt hana út og
enginn gert athugasemdir við það
um aldir. Hefur það því höfðað
mál þetta til að fá það viðurkennt.
Í stefnunni er skorað á hvern þann
sem telur sig eiga rétt til jarðarinnar
að mæta við þingfestingu málsins í
Héraðsdómi Suðurlands 20. febrúar
til að sanna rétt sinn. Ella verði fall-
ist á kröfur ríkisins. – jóe
Ríkið vill fá
staðfestingu á
að það eigi Fell
Jörðin var lengi vel
kirkjujörð en frægastur
ábúenda er vafalaust Eld-
klerkurinn Jón Steingrímsson.
1 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:5
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
0
2
-F
9
0
0
2
2
0
2
-F
7
C
4
2
2
0
2
-F
6
8
8
2
2
0
2
-F
5
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K