Fréttablaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Það er
áhyggjuefni
hversu
útbreidd sú
skoðun er að
ríkið skuli
fara áfram
með eignar
hald á
stórum
hluta
banka
kerfisins.
Drífum í því
að setja upp
búnaðinn í
Bláfjöllum
líkt og lofað
var. Fyrir
fólkið í
borginni.
Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu hafa setið á hakanum frá því í hruninu. Nú er svo komið að fjölskyldur í Reykjavík keyra til
Akureyrar til að kenna börnunum sínum á skíði
og snjóbretti. Tíðarfarið í vetur hefur vissulega
ekki hjálpað, en með minniháttar fyrirhöfn væri
hægt að hafa skíðasvæðin opin mun oftar.
Örfáum vikum fyrir kosningar í fyrra skrifuðu
sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Mosfellsbær,
Seltjarnarnesbær, Kópavogsbær, Hafnarfjarðar-
bær og Garðabær, sem sameiginlega reka skíða-
svæði höfuðborgarsvæðisins, undir samkomulag
sem felur í sér að á næstu árum verði ráðist í
endurnýjun á skíðasvæðunum. Þar kemur fram
að á árinu skuli ráðast í snjóframleiðslu í Blá-
fjöllum.
Þessi grein er rituð í þeim tilgangi að minna
þessa sömu stjórnmálamenn á skíðasvæðin
okkar í borginni. Útivera í ómengaðri náttúru
er hið besta mál. Hún er sögð draga úr streitu,
kvíða og reiði, vekja hjá okkur góðar tilfinningar
og bæta heilsu. Það er ekki að ástæðulausu að
einn mælikvarði á gæði og lífvænleika borga er
aðgengi að hreinni náttúru og útivist.
Reykjavík hefur alla burði til að vera framar-
lega á þessu sviði. Við höfum frábær útivistar-
svæði í borginni. Skíðaíþróttin er ein sú besta
þegar kemur að samveru. Hana er hægt að stunda
frá því börn geta gengið og fram eftir öllu. Flestar
íþróttir eru þannig að þú nýtur þeirra helst með
jafnöldrum eða einhverjum sem er svipaður að
getu, en þegar kemur að skíðum geta allir notið
saman, óháð aldri og getustigi.
Loksins hefur sést í hvítan snjó í borginni.
Desember 2016 var snjólaus en opnað var í Blá-
fjöllum um miðjan janúar 2017 og rættist vel úr
vetrinum eftir það. Við skulum vona að svo verði
líka í ár svo við getum öll skemmt okkur vel á
skíðum fram eftir vori.
Drífum í því að setja upp búnaðinn í Blá-
fjöllum líkt og lofað var. Fyrir fólkið í borginni.
Á skíði fyrir sumarbyrjun
Katrín
Atladóttir
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins
ALLT
fyrir listamanninn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Sóðavatnið rennur
Helga Vala Helgadóttir brást í gær
við þrálátum kjaftasögum um
að hún sé stelsjúk og hafi meðal
annars gerst sek um að taka sóda-
vatnsflösku ófrjálsri hendi. Illugi
Jökulsson velti á Facebook fyrir
sér uppruna kjaftasögunnar og
nefndi til sögunnar „skrímsla-
deild Klausturfólks“ sem væri þá
að bregðast við því að hún „hefur
gengið skörulega fram í því máli
sem fleirum? Mikil er þá þeirra
skömm.“ Hver sem skrímslin eru
þá verður ekki af þeim tekið að
þau hafa unnið heimavinnuna
sína vegna þess að í samtali við
DV.is í gær gekkst Helga Vala
fúslega við því að drekka mikið af
sódavatni.
Af sjálfdauðum ærum
Jón Baldvin Hannibalsson á
sér nokkra málsvara sem telja
„áróðurinn“ gegn honum runninn
undan rifjum glóbalista sem vilji
refsa honum fyrir að hafa snúist
gegn ESB. Þarna ber mest á mið-
aldra körlum sem halla sér lárétt
til hægri en þessar raddir heyrast
einnig í símatímanum á Útvarpi
Sögu. Í gær sagðist einn innhringj-
andinn til dæmis telja að verið
væri að níðast á Jóni. Arnþrúður
Karlsdóttir var á hinum enda
línunnar og sagðist sem fagmaður
hafa áhyggjur ef þetta er það sem
koma skal „að það sé heimiluð
svona aftaka á fólki í fjölmiðlum
algjörlega án dóms og laga, þetta
er algjört ærumorð“.
thorarinn@frettabladid.is
Það er yfirlýst stefna stjórnvalda, rétt eins og fyrri ríkisstjórna, að ríkið eigi að losa um eignarhluti sína í fjármálafyrirtækjum. Óraunhæft er að ætla að stór skref verði stigin í þá veru strax á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur nýlega sagt að hann vonist til þess að söluferli bankanna, en
ríkissjóður er eigandi að nánast öllu hlutafé í Landsbank-
anum og Íslandsbanka, hefjist á þessu kjörtímabili. Það eru
varfærin áform og gangi þau ekki eftir er óhætt að segja að
það yrðu vonbrigði. Að koma bönkunum úr eigu ríkisins
í hendur langtímafjárfesta mun taka mörg ár og, ólíkt full-
yrðingum sumra misviturra stjórnmálamanna, þá vinnur
tíminn þar ekki endilega með stjórnvöldum.
Verkefnið er á alla mælikvarða risavaxið. Ríkissjóður er
með yfir 400 milljarða bundna sem eigið fé í bönkunum,
sem nemur um 17 prósentum af landsframleiðslu og er
einsdæmi í hinum vestræna heimi, en til samanburðar var
þetta hlutfall um fjögur prósent við einkavæðingu bank-
anna um síðustu aldamót. Sökum stærðar sinnar í sam-
hengi við íslenskt hagkerfi er þess vegna ljóst – og það væri
sömuleiðis afar óæskileg niðurstaða – að bönkunum verður
aldrei komið í einkaeigu með sölu til innlendra fjárfesta.
Eina raunhæfa leiðin er að selja þá í alþjóðlegum útboðum.
Það er liðin tíð að bankar séu í eigu stórra kjölfestufjárfesta.
Sé litið til eignarhalds banka á hinum Norðurlöndunum þá
eru þeir almennt að stærstum hluta í dreifðri eigu alþjóð-
legra verðbréfasjóða. Markmiðið ætti að vera að eignarhald
á íslensku bönkunum verði með sambærilegum hætti.
Í stað þess að umræðan einskorðist við síðustu einka-
væðingu, sem var sumpart misheppnuð og átti sér stað við
aðstæður sem eru gjörólíkar þeim sem bankarnir starfa við
í dag, þá væri í senn nærtækara og lærdómsríkara að líta
til hlutafjárútboðs og skráningar Arion banka á Íslandi og
í Svíþjóð í fyrra. Það söluferli sýndi, þótt verðið sem fékkst
fyrir fjórðungshlut hafi verið undir væntingum, að það er
áhugi á íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Kaup-
endur voru að stærstum hluta alþjóðlegir verðbréfasjóðir
og umframeftirspurnin reyndist margföld. Sú vinna, sem
var kostuð af kröfuhöfum Kaupþings í samræmi við stöðug-
leikaskilyrði stjórnvalda, ætti að koma að gagni þegar hafist
verður handa við að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Það er áhyggjuefni, eins og hefur opinberast undan-
farið, hversu útbreidd sú skoðun er að ríkið skuli fara með
eignarhald á stórum hluta bankakerfisins. Ríkar ástæður
eru fyrir því að engar aðrar þjóðir, sem við viljum almennt
bera okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið. Flestum er
enda kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í því að lána út
fjármagn. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, hefur réttilega
lýst þessu þannig að íslenskur almenningur sé, eins og sakir
standa, að „manna fremstu víglínu“ vegna mögulegs útlána-
taps bankanna þegar hagkerfið siglir inn í samdráttarskeið.
Fáum stjórnmálamönnum myndi detta það í hug, fengi
ríkissjóður í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, að
skynsamlegt væri að verja henni til fjárfestinga í bönkum.
Það er hins vegar sú staða sem ríkið er í um þessar mundir.
Gróflega áætlað nemur árlegur fórnarkostnaður ríkisins
af þeirri fjárfestingu um 25 milljörðum. Í stað þess að hún
fari til niðurgreiðslna skulda eða uppbyggingar innviða, svo
dæmi sé tekið, er hún bundin í áhættusömum bankarekstri
sem skilar litlu meira en fjárfesting í ríkisskuldabréfum. Það
er ömurleg ráðstöfun á fjármunum skattgreiðenda.
Eina leiðin
1 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
8
-0
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
1
1
-2
8
8
8
2
2
1
1
-2
7
4
C
2
2
1
1
-2
6
1
0
2
2
1
1
-2
4
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K