Stjarnan - 01.10.1938, Síða 8

Stjarnan - 01.10.1938, Síða 8
88 5 TJARNAN STJARNAN kemur út einu sinni á mán- uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Utgefendur: The Canadian Union Con- ference of S. D. A., Oshazva, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Hvaðanœfa Hin árlega framleiðsila í heiminum af silfur- refa skinnum er um 850,000. Af þessari tölu framleiðir Noregur 305,000, Bandaríkin 250,- 000 og Canada um 150,000. Nú virðist tími til kominn að leggja áherzlu á gæði skinnanna heldur en að auka framleiðsluna meira. + + + + Nú er Englands banki að grafa hvelfingar niður í jörðina, sem engin sprengitól geta eyði- lagt, tiil þess að geyma þar gull á ófriðartímum. + + + + Frézt hefir frá Hammerfest í Noregi að gull hafi fundist í Karasjok, Nor'ður-Noregi. Rannsóknarnefnd var send til að skoða gull- fundarplássið og árangurinn er sá :að næsta ár á að byrja þar á námugreftri í stórum stíl. + + + + Samkvæmt síðustu skýrslum eru 1,256 menn og 3,985 konur á Tyrklandi, sem náð hafa 100 ára aldri. Meðal þessara eru 30, sem segjast vera yfir 150 ára að aldri. + + + + Á hverjum morgni eru 13,000,009 frétta- bilöð send inn á 12,000,000 heimili á Englandi. Þar eru einnig lesin 7,000,000 kveldblöð og 15,- 000,000 sunnudaga útgáfur af blöðum. Auk þessa eru 3,119 tímarit prentuð í landinu Einn af okkar þektustu íæknum, er Daniel Kress, aðallæknirinn á !hinu mikla heilsuhæli okkar í höfuðborg Bandaríkjanna, W;ashington. Kona hans, Laurette Kress, er líka læknir. Hún átti nýiega 75 ára afmæli, og á þessum afmælis- degi sínum hjálpaði hún til við tvær fæðingar. Sérfræðigrein dr. Laurette er nefnilega fæð- ingarhjálp. f þau 44 ár, er hún hefir starfað sem læknir hefir hún tekið á móti ekki færri en 4,150 nýjum heimsborgurum. Þar af hafa 40 sinnum verið tvíburar og fjórum sinnum þrí- burar. Amerísku blöðin, sem ljúka lofsðorði á hana, segja, að J>að ihafi aldrei komið fyrir hana, að nokkur af þessum fæðingum hafi haft dauða móðurinnar i för með sér, og þau bæta því við, að þetta sé vissulega ekki langt frá því að vera heimsmet. + + + + Dr. Nussibaum, sem er forvígismaður trú- frelsis innan sambands okkar í Evrópu, segir, að forvígismenn almanaksbreytingarinnar hafi alls ekki hugsað sér að leggja árar í bát, heldur reyni þeir af öllum mætti að hafa áhrif á páf- ann og á Þjóðabandalagið í Genf. + + + + í Þýzkalandi bættust við ókkur árið 1937 1100 nýir meðlimir. Sannleikurinn sigrar þrátt fyrir örðugleikana. Sömiuleiðis miðar áfram í Rússlandi. Þar eru nú 14,000 meðlimir. Við höfum þar 70 vígða prédikara, 30 reynslupré- dikara og 50 aðra starfsmenn við kristniboðið. ■ + + + + Árið sem leið eyddu verzfunarhús í Banda- rikjunum 467,334,000 dollurum fyrir auglýs- ingar í fréttablöðum. + + + + Hunangsfluga þarf að sjúga 56,000 smá- blóm til þess að geta framleitt eitt pund af hun- angi. + + + + Eyrir 150 árum síðan þurfti 9 bændur til að framleiða nóga fæðu handa 10 borgarbúum, en með nýjustu jarðyrkjuverkfærum sem nú eru notuð, getur einn bóndi framleitt nóg fyrir 12 bæjarbúa til að lifa á. + + + + Bandaríkin hafa 1,993 dagblöð og 539 fréttablóð á sunnudögum, sem koma út á ensku máli. Útbreiðsla þeirra er að meðaltali 41 miljón hvern virkan dag, en 31 miljón á hverj- um' sunnudegi. + + + + Árið 1917 reyktu íbúar Canada 1,300,- 000,000 vindlinga. Árið 1927 reyktu þeir 3,- 400,000,000, en 1937, þrátt fyrir alla f járkreppu eyddi Canada-þj óðin 6,848,693,442 tilbúnum vindlingum, og þar að auk þeim, sem voru vafð- ir upp iheiima. Öll þessi tóbaksnautn var engum til gagns né góðs. En enginn getur metið hve mikinn s'kaða hún hefir gjört heilsu og siðferði manna. Margir sem reykja vildu gjarnan hætta því, þeir, sem vilja hætta við þennan heiisuspillandi vana, tóbaksnautnina, ættu að útvega sér litla bók, Sem heitir : “The Cigarette as the Physician Sees It.” Bók þessi gefur forskrift, sem getur orðið til verulegrar hjálpar tiil að losast við tóbaksfýsnina. Verð bókar- innar er aðeins 35 cent og hún fæst 'hjá The Canadian Watchman Press, Oshawa, Ontario.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.