Stjarnan - 01.12.1938, Page 3

Stjarnan - 01.12.1938, Page 3
S TJARNÁN 99 hafði hér aðeins auglýst sitt eigið innræti og sýnt f jandskap sinn bæði til Guðs og manna. Guð gleymdi ekki Jóhannesi þótt hann ekki gjörði neitt kraftaverk honum til frelsunar. Héilagir englar umkringdu hann og opnuðu hugskot hans svo hann skildi spádómana um Jesúm og hin dýrmætu fyrirheit Biblíunnar. Þetta var vörn og hughreysting hans eins og allra Guðs barna niður í gegnum tímana. Fyrir- heitið fyrir hann og öll önnur börn Guðs er þetta: “Sjá, eg er með yður alla daga, alt til enda veraldar.’’ Matt. 28:20. Guð leiðir ekki börn sín öðruvísi en þau mundu kjósa ef þau sæu endann frá byrjuninni, og hvernig þau gegnum, handieiðslu hans eru meðstarfendur hans til að framkvæma hans eilífu ráðsályktanir Hvorki Enok, sem var upphafinn til himins, eða Elías, sem tekinn var til himins í eldlegum vagni, voru meiri, eða nutu rneiri heiðurs heldur en Jóhannes, sem lét líf sitt einsamall í fangelsinu. “Því yður er sú náð veitt, fyrir Krists sakir, ekki einungis að trúa á hann heldur og að þola þjáningar hans vegna.” Fil. 1:2g_ Af öllum gjöfum sem Guð getur veitt mönnunum, er hluttekning í þjáningum Krists hin stærsta trúnaðarstaða og hinn mesti heiður. “Ef vér líðum með honum munutn vér einnig með honum vegsamlegir gjörðir.” E. G. White. Vinnan og kaupið Formenn Standard Olíufélagsins höfðu fund nieð sér í New York. Auðmenn þessir, sem hafa svo mikil áhrif á viðskiftalífið í heiminum komu saman til að velja mann, sem væri fær um' að líta eftir viðskiftum þeirra í Kína. Alt kvöldið og langt frant á nótt sátu þeir og ræddu urn menn, hverra nöfn þeir höfðu fengið, og álitið var að kynnu að vera starfinu vaxnir. En enginn þeirra var kosinn. Sá maður, sem tæki þessa stöðu varð að vera um þrítugsaldur, vel mentaður, fær um að tala kínversku reiprennandi, og fær um að stjórna öðrum og koma sér vel við undirmenn sína. Eoksins stóð yngsti maðurinn í stjórn íé- lagsins upp og sagði: “Herrar mínir, eg þekki m'ann, sem að öllu leyti mætir þessum skilyrð- um. Hann er 28 ára að aldri, talar kínversku ágætlega, er vel mentaður og hefir nú í þrjú ár sýnt að hann kemur sér vel við undirmenn sína og er góður leiðtogi. Kínverjar elska hann og virða. Hann býr einmitt í þeirri borg þar sem vér höfum aðalstöð vora.” “Hvað fær hann í kaup ?” spurði formaður félagsins, því þessir menn hugsa um peningana. "Tvö hundruð dollara um mánuðinn.” “Hvað? Tvö hundruð dollara um mánuð- inn. Það hlýtur að vera eitthvað rangt við manninn.” “Nei, maðurinn er ágætur, en það er eitt- hvað að félaginu sem hann vinnur fyrir. Hann er trúboði.” “Far þú til Kína og náðu í þennan mann fyrir okkur,” sagði stjórnin. Maðurinn ferðaðist yfir meginland Ame- ríku, yfir Kyrrahafið og langt inn í Kína, þar fann hann vin sinn og bauð honum stöðu hjá olíufélaginu fyrir tíu þúsund dollara á ári. Því var hafnað. Þá voru honum boðnir 50 þúsund dollarar. Hann afþakkaði boðið. Svo voru honum boðnar 60 þúsundir um árið, en alt fór á sömu leið. “Hvað þykir þér að kaupinu ?” spurði mað- urinn frá New York. “Alls ekkert,” svaraði trúboðinn. "Það er starfið, sem ekki er nógu stórt. Heilsaðu frá mér þeim, sem' sendu þig, og þakkaðu þein: íyrir tilboðið, en eins og eg sagði er starfið of lítilfjörlegt, og eg mundi skammast mín fyrir að taka á móti svo miklu kaupi. Hér á trúboðs- stöðinni hefi eg stórfenglegt starf og lítið kaup en eg vil heldur hafa mikilvægt starf með litlu kaupi, heldur en lítilf jörlegt starf með háum launum. Eg elska starf mitt.” E. S. Margir eru ’ óánægðir með vinnuna, sem þeir hafa með höndum, aðrir eru óánægðir með kaupið. Hvernig er hægt að bæta úr þessu? Gjörðu starf þitt svo vel að þér sé heiður að, svo vel að enginn geti gjört það betur. Þá muntu hafa gleði af vinnu þinni. Ef þú færð lítið kaup, þá sýndu svo mikinn áhuga við verk þitt, eins og þú værir að vinna fyrir hæztu launum, eða eins og þú værir að vinna fyrir sjálfan þig. Þá mun kaup þitt brátt verða hækkað eða þér boðin önnur staða með betra kaupi.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.