Stjarnan - 01.12.1938, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.12.1938, Blaðsíða 6
102 STJARNAN ennþá gengju í myrkri syndanna. Vesalings gamli maÖurinn fór nú aS gráta, því minningar liðinna tíma komu ripp í huga hans. Hann mintist indæla heimilisins sem hann átti þar sem hann heyrÖi unga, elskulega konu sína syngja þessa sörnu sálma. Nú fór presturinn að prédika, en Tim heyrði ekkert af því hann var svo niðursokkinn í hugsunina um liðna tíma. Hann sá roðann hverfa af kinnum konu sinnar eftir því sem hann féll dýpra og dýpra í drykkjuskapinn; hann sá öll fallegu húsgögnin og húsið fara fyrir drykk. Hann sá hvernig heilsa og kraftar ungu konunnar biluðu smám- saman er hún stóð yfir þvottabalanum til þess að vinna sér inn svolítið til þess að reyna að halda lífinu í sjálfri sér, litla drengnum og drukknum manni. Iiann heyrði bænir hennar, og sá hana gráta og að síðustu sá hann hana jarðaða í einfaldri trékistu og drengurinn var tekinn á munaðarleysingjaheimili. Svo sá hann sjálfan sig, fyrirlitlegan drukkinn ræfil flækj- ast út um heiminn án þess að bera nokkra virð- ingu fyrir sjálfum sér né öðrum, og snikja sér mat í öll þessi tuttugu ár. “Ó, Guð, hvers vegna dó eg ekki á undan henni,” andvarpaði hann . “Eg hefi ekkert til að lifa fyrir. Eg er ekki þess verður að um- gangast heiðarlegt fólk, og Guð veit eg er ekki viðbúinn að deyja.” “Drykkjumenn munu ekki Guðs ríki erfa.” I. Kor. 6:10. Guðsþjónustunni var lokið og hann heyrði prestinn auglýsa að kvöklmessan ætti að byrja klukkan hálf átta. Nú stóð gamli maðurinn upp og gekk imeð hægð í burtu svo að vel klædda fólkið skyldi ekki sjá hann. Stóra klukkan í turninum á næstu byggingu við kirkjuna var rétt orðin sjö þegar gamli Tim settist á tröppurnar aftur sem lágu upp að lestrarherbergi prestsins. “Eg rná til að heyra þennan indæla söng attur þó ekki sé annað,” sagði gamli maðurinn við sjálfan’ sig, “og eg ætla að vera hér nógu snemma svo eg missi ekkert af honum.” Hann ásetti sér fastlega að fara burtu þegar söngurinn væri búinn og presturinn færi að prédika. En áður en söngúrinn byrjaði kom elskuleg lítil stúlka upp að tröppunum, hún hélt það væri eftirlitsmaður kirkjunnar, sem sat þar og sagði: “Viltu gjöra svo vel að opna lestrarherbergis dyrnar fyrir mig, Mr. Johnson, eg þarf að ná í bók fyrir pabba áður en guðsþjónustan byrj- ar.” “Fyrirgefið mér, fröken,” sagði gamli Tim og lyfti rifna hattinum sínum, “eg er ekki Mr. Johnson, heldur—” “Ó, fyrirgefðu, eg hélt það væri kirkju- þjónninn.” “Eg kom bara til að hlusta á sönginn,” sagði gamli maðurinn afsakandi og bjó sig til að færa sig. “Viltu ekki koma inn, þar getur þú fengið gott sæti, þar getur þú heyrt svo miklu betur. Það verður rétt strax farið að byrja,” sagði litla stúlkan. “Eg get ekki farið inn í svo fallegt hús, enda mundi enginn vilja hafa mig þar,” svaraði gamli maðurinn. ‘‘Jú, vissulega. Pabbi minn er prédikarinn og honum þykir ætíð vænt um að gamalt fólk komi til að hlusta á hann.” “Það er ekki af því eg sé svo gamall, heldur af því eg er óhæfur innan um siðað fólk. Eg er rifinn og skítugur, og eg er hræddur um að eg sé ekki góður rnaður.” Um leið og gamli maðurinn sagði þetta sá litla stúlkan að tár runnu niður hrukkóttu kinnarnar hans, svo hún gekk til hans, tók í hönd honum og sagði um leið og hún horfði á andlit hans: “Jesús elskar þig og hann getur hjálpað þér til að verða góður maður eins og pabbi, ef þú vilt lofa honurn það. Komdu með mér til að heyra sönginn og hlusta á pabba prédika, eg veit það mun gjöra þér gott. Það var eins og í draúmi að hann leyfði litlu stúlkunni að leiða sig inn í kirkjuna, þar settist hann aftarlega úti í horni. Brátt varð húsfyllir •og fólkið fór að syngja. Aldrei hafði hann heyrt slíkan söng, og bænirnar sem fram voru bornar voru svo hjartnæmar svo kærleiksríkar, það var alveg eins og það væri verið að biðja fyrir honum'. • Presturinn stóð upp og las textann: “Eg vil taka mig upp og fara til föður míns og segja við hann: Faðir, eg hefi syndgað móti himn- inum og fyrir þér, eg er ekki framar verður að heita sþnur þinn. Lát mig vera eins og einn af daglaunamönnum þínum. Og hann tók sig upp og fór til föður síns. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kendi í brjósti urn hann, hljóp og féll um háls houm og kysti hann.” , Svo útmálaði presturinn kærleika Guðs til fc 4 ) 1

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.