Stjarnan - 01.01.1939, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.01.1939, Blaðsíða 3
STJARNAN 3 þannig.” Þetta sýnir kristilegt hugarfar. Þegar sá tími koin aÖ hún baÖ um skírn, þá var henni hótaÖ að hún yröi barin, ef hún léti skíra sig, hún mundi verða neydd til a<5 gefa upp trú sína. Hún svaraÖi rólega, en alvarlega: “l’ig vitið vel a8 það er ómögu- legt aÖ snúa mér burtu frá sannleikanum. Þó ÞiÖ sviftiÖ mig lífinu, þá skal eg þó meÖ GuÖs hjálp reynast honum trú. Eg er fús til að deyja fyrir frelsara rninn.” Nokkrum döguin seinna var hún skírö í viöurvist 600 manns, og margir þeirra vegsömuöu GuÖ. J. F. Ashlock. Þegar eg les slíkar frásagnir um einlægni og staÖfestu fólks í því aÖ halda fast viÖ Guðs orÖ þótt ofsóknum og lífshættu sé aÖ mæta, þá liggur. mér viÖ aÖ gráta, ekki af samhygð eöa meÖaumkvun með þeim, sem líÖa fyrir Krists nafns sakir, því Jesús stendur með þeim og mun síðar gefa þeim trúrra þjóna verðlaun, heldur af því mér detta þá í hug nágrannar ■.nínir og vinir, sem lítilsvirða GuÖs orð og óhlýðnast því, þótt þeir hafi engar ofsóknir að óttast fyrir að hlýða þvá. Satan reynir að halda þeim bundnum í viðjum synda sinna tneð því að telja þeim trú um ótal erfiðleika sem þeir mundu mæta, ef þeir hlýddu GuÖs orði, en sannleikurinn er sá, að mótstaðan og baráttan er mest við hið óendurfædda hjarta mannsins. Óvinurinn veit, að ef maðurinn heldur áfram að fótum troða Guðs boðorð og óhlýðnast orði hans, þó hann viti Guðs vílja, þá er glötunin vís, því, “Sá ,sem veit vilja herra síns en gjörir hann ekki mun sæta mikilli refsingu.” Er það ekki sorgarefni, þegar menn eru aðvaraðir um eitthvað, sem Guð hefir bannað, að þeir þá skuli leyfa sér að bera það fyrir sig að “fólkið vill fá það.” Hvernig geta slík- ir menn, ef þeir haida áfram í óhlýðni sinni við Guðs <prð; hvernig geta þeir, segi eg, vonast eftir að eiga hlutskifti í Guðs ríki meÖ þeim, sem heldur vilja leggja lífið í sölurnar heldur en syndga móti Guði? “Framar ber að hlýða Guði en mönnum.” Endir allra hluta er nálægur. Það er köm- inn tími til að vér rannsökum líf vort hvort það er í samræmi við Guðs boðorð og vilja föðursins, því Jesús segir: “Ekki munu allir, sem til mín segja: herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum.” Jesús kemur bráð- um og þá mun hann “endurgjalda sérhverjum eftir því sem hans verk verða.” Hvað mun þá verða hlutskifti þitt? Gjörið því iðrun og snúið yður að syndir yðar verði afmáðar.” S. Johnson. Það mun verða á hinum efátu dögum “Og það mun verða á hinu mefstu dögum, segir Guð, að eg mun úthella af anda mínum vfir alt hold; synir yðar og dætur yðar munu spá, og ungmenni yðar munu sjá sjónir, og gamalmenni yðar mun drauma dreyma. Já, einnig yfir þræla rnina og yfir ambáttir mínar, :run eg á þeirn dögum úthella af anda mínum og þau munu spá.” Post. 2:17. Það. var mánudagskvöld í Minnesota. nókasölumaðurinn var dapur í hug, og nú hætti það ekki úr að hann hafði gengið allan daginn án þess að hafa fengið eina einustu pöntun og hvergi hafði honum verið boðið inn, og hann hafði ekki smakkað mat síðan um morguninn og nú var klukkan níu að kvöldinu. Hanrt vár á hliðarbraut þar sem lítil umferð var, og er hann hafði gengið spölkorn sá hann hund liggja við veginn; þegar hann nálgaðist stóð hundurinn upp og gekk inn í skóginn, maðurýin fór á eftir hon- um og kom klukkan ellefu að heimili einu. Hann barði að dyrum og bað um gistingu. I fonum var sagt að þar væri ekkert pláss en hann skyldi fara á annað heimili, sem væri rétt hinum megin við akurinn og spyrjasí fyrir þar. Klukkan hálf tólf komst hann þangað og vakti upp fólkið. Maður kom út í glugga uppi á loftinu og spurði: “Hvað vilt þú okkur ?” 1 “Eg er starfsmaður Krists og þarf að fá næturstað,” svaraði maðurinn. Brátt var ljós kveikt og eftir nokkur augna- blik komu hjónin bæði til dyra og buðu gest- inn velkominn. Rétt í því maðurinn kom inn í húsið spurði húsbóndinn: “Hvað er innsigli Guðs og merki dýrsins?” Gesturinn

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.