Stjarnan - 01.06.1942, Qupperneq 4

Stjarnan - 01.06.1942, Qupperneq 4
44 STJARNAN verður óslitin skemtun. Þar verður aldrei einvera eða tilbreytingarleysi. Bezt af öllu er þó að vér getum talað við Jesúm. Konungurinn mun tala við oss. Fólk hér er heldur upp með sér, ef það getur sagt að Englandskonungur hal'i talað við sig. Oss er sagt að Jesús muni gefa oss nýtt nafn, og þegar ihann mætir oss mun hann ávarpa oss með hinu nýja nafni, sem hann hefir gefið oss. f þessum heimi höfum vér svo fáa sanna vini, en Guði sé lof, Jesús er vor eldri bróðir. Eg elska hann af því hann elskaði mig að fyrra bragði. Hann er bezti vinur minn. Nú getur einhver spurt: Hvernig get eg komist þangað. Alt, sem Jesús krefst af þér, vinur minn, er að þú meðtakir hann sem frelsara þinn frá synd. “Hann megnar að varðveita yður frá hrösun og láta yður mæta fyrir sinni dýrð óflekkaða í fögnuði.” Júd. 24. Vilt þú meðtaka Jesúm? Vilt þú vera þar? Hvað hefir heimurinn að bjóða, sem getur jafnast við fjársjóðu himinsins? Páll postuli sagði: “Eg álít alt fyrir tjón hjá því ágæti að fá þekkingu á Jesú Kristi, Drotni mínum.” Hvað sem það kostar þig að fá þekkingu á Jesú Kristi sem frelsara þínum, þá er hið dýrðlega endur- gjald, sem bíður Guðs barna þúsund sinn- um meira virði. Láttu ekki Satan freista þín til að vantreysta Guði, eða efast um kær- leika hans. Láttu hvorki þjáningar, tatækt, né erfiðleika veikja traust þitt á Guði. Hér er aðgöngumiði þinn til hins himneska heimkynnis: “Sælir eru þeir, sem breyta eftir hans boðorðum, svo þeir nái að kom- ast að lífstrénu og megi innganga um borgaúhliðin inn í borgina. Op. 22:14. Þegar vér komum til hinnar nýju jarð- ar munum vér ekki gleyma Jesú, sem keypti oss til handa alla þessa dýrð. Frá heimili voru á nýju jörðinni munum vér ferðast til höfuðborgarinnar til að tilbiðja hann. “Á viku hverri, hvíldardaginn, skal al! hold koma til þess að falla fram fyrir mér, segir Drottinn. Jes. 66:23 (nýja þýðing- in). Allur hinn mikli skari hinna útvöldu, frá öllum tímum, mun hefja raust sína með fagnaðarsöng: “Verðugt er það slátraða lambið að meðtaka vald og rík- dóm, vizku og kraft, heiður, dýrð og þakk- ir.” Op. 5:12. Vinur minn, vilt þú vera þar? Jesúm langar til að þú verðir þar; mig langar til þess líka. Eg bið til Guðs fyrir þér. R. S. Fries. Treyátið Guði Björgunarmenn eru venjulega viðstadd- ir á baðstöðum og skemtistöðum við sjáv- arströndina. Eitt sinxi var maður i heim- sókn á slíkum skemtistað við strönd Atlantshafsins. Hann sagði við björgun- armanninn: “Hér eru þúsundir manna á sandinum og i vatninu, sem gjöra enda- lausan hávaða. Hvernig getur þú aðgreint hljóðið þegar einhver í hættu kallar um hjálp?” Björgunarmaðurinn svaraði: “Það skiftir engu hve mikill hávaðinn er. Það hefir aldrei komið fyrir, ekki eitt einasta skifti, að eg hafi ekki getað heyrt kallið um hjálp. Eg get ætíð aðgreint það. Hversu miklu framar getum vér verið fullvissir um að hvað sem gengur á í heim- inum, jafnvel óhljóð stríðsins, þá bregst það aldrei að Guð heyri neyðaróp manns- hjartans, sem hrópar til hans uin hjálp i hættu og hafróti lífsins. Hvers vegna? Ekki af þvi það sé skylduverk hans eins og björgunarmanns- ins; ekki af því vér verðskuldum að oss sé bjargað, ekki fyrir það að vér getum borgað með gulli, silfri eða dýrmætum fjársjóðum. Ekki af því hann sé skuld- bundinn að veita oss hjálp, heldur ein- ungis vegnn þess hann elskar oss. Þess vegna er honum svo ant um oss og velferð vora. Einu sinni meðan Cromwell stjórnaði Englandi, sendi hann skrifara sinn í áríð- andi erindum til meginlandsins. Eina nótt varð skrifarinn að gista í litlu þorpi við höfnina. Hann bylti sér alla vega í rúm- inu en gat ekki sfnað. Samkvæmt venju þess tíma svaf þjónn hans í sama herbergi

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.