Stjarnan - 01.11.1943, Side 1
STJARNAN
NÓVEMBER, 1943 LUNDAR, MAN.
Hefur þú hugrekki til að breyta rétt?
Daníel hafði ásett sér að saurga sig ekki
f hr®singum konungsins eða því víni sem
hann drakk.
■^ramtíð mannsins er mikið komin undir
^skuárunum. Fólk afsakar oft hugsunar-
eysi æskunnar, en það ætti aldrei að
SJora. Eg vil miklu heldur heyra um
augsunarlausa elli, þegar maður hefir
°kið dagsverki sínu. En það er engin af-
s°kun fyrir hugsunarleysi æskunnar. Tím-
1Un til að hugsa og áforma er æskan.
yldrei er meiri þörf fyrir umhugsun og
fyrirhyggju heldur en þegar menn eru að
oyrja lífið 0g leggja grundvöllinn fyrir
Íramtíðina. Eg vildi allir ungir menn og
stúlkur athuguðu þetta. Hugsið um hverju
Per viljið sá og hvenær þér viljið sá, því
það er ófrávíkjanlegt lögmál að það sem
Oaaðurinn sáir það mun hann og uppskera.
Daníel var ungur maður og hann nugs-
a®k Hugsun hans varð að einbeittu á-
f°rmi. Daníel hafði verið hertekinn í Gyð-
jogalandi og fluttur til Babýlon. Nafni
nans var breytt en innræti hans var
óbreytt. Hann var ákveðinn í að íialda
V|Ö það sem hann áleit rétt vera, Hann
vildi ekki saurga sig á siðum heiðingj-
aima. Guð gefi oss marga slíka menn,
Sem ekki laga sig eftir venjum íiöldans
nmhverfis, heldur meta Guðs orð framar
öllu öðru.
Framtíð Daníels var björt og blessunar-
rik af því hann strax í æsku ásetti sér
að fylgja Guðs orði. Hann hafði tignar-
stÖðu hjá hverjum stjórnanda eftir ann-
an, af því hann var staðfastur í að reynast
trúr Guði og skyldu sinni undir öllum
kningumstæðum.
Athugum freistinguna sem sett var fyrir
klaníel. Konungur sýndi honum heiður
með því að láta hann hafa sama fæði og
konungurinn sjálfur hafði. En Kaldear
notuðu kjöt af svínum og hérum, og fisk,
sem Guð fyrir þjón sinn Móses hafði
bannað ísraelsmönnum að eta, því það
væri óhreint, líka fórnuðu þeir þessu til
skurðgoðanna og neyttu þess á eftir. En
Daníel vildi ekki saurga sig. Það virtist
viss vegur til upphefðar að fylgja skipun-
um konungsins, og menn skyldu ætla að
Daníel setti stein í götu sína með því að
hafna krásum og víni konungsins. Ætla
mátti að hann gæti aldrei komist hátt í
heiminum ef hann hefði svo viðkvæma
samvisku. En revnslan sýndi að einmitt
staðfesta og samviskusemi Daníels leiddi
hann til æðstu tignar í ríkinu næst kon-
ungi sjálfum.
Einhver hefði ef til vill getað hvíslað
að Daníel: “Þetta eru lög landsins. Kon-
ungur er einvaldur og þú verður að hlýða
skipunum hans.” En hvað sem landslögum
og venju viðkemur þá þjóna Guðs börn
æðri konungi, og þau fylgja aðeins einni
reglu, einum sið og það er að “Framar
ber að hlýða Guði en mönnum”. Þau eru
fús til að hlýða yfirvöldunum upp að
vissu takmarki, en þegar Guðs lögmál
kemur til greina, þá halda þau. við það
án tillits til stundlegra afleiðinga. Það er
hægt að kasta þeim á bálið, þau geta látið
líf sitt en þau geta ekki afneitað boðorð-
um Drottins síns og skapara.
Daníels var freistað að gjöra eins og
aðrir gjörðu, lifa í Babýlon eins og Babý-
loníu menn. En Daníel vildi ekki saurga
sig á kræsingum konungsins, hefði hann
gjört það þá hefði hann smám saman
tekið upp fleiri siði Kaldeumanna. Hann
hefði hætt að vera sannur ísraelíti frá-