Stjarnan - 01.12.1944, Qupperneq 2
STJARNAN
90
til sín. lTess. 4:16.17. Vér munum “allir
umbreytast á vetfangi á augabragði við
hinn síðasta lúðurþyt.” Svo skyndilega, rétt
á augnabliki. Hann kemur svo skjótt.
Vér munum sjá konunginn í ljóma sínum.
Vér munum mæta honum. Þetta er hið
dýrðlega við kristindóminn. Hann snýst
aílur um Jesúm og er innifalinn í honum.
Vér munum verða hrifnir til skýja til að
mæta honum í loftinu. Það er gleðiefni
að heyra þessi huggunarríku orð: “Sjálfur
Drottinn mun með ákalli, með höfuðengils
raust og með Guðs lúðri af himni niður
stíga.” Svo englarnir munu auglýsa komu
frelsarans. Verður það gleðiefni fvrir þig
að heyra lúðurhljóminn?
“Þeir, sem í Kristi eru dánir munu fyrst
upprísa”. Hvílí'k hughreysting. Við fáum
aftur að sjá ástvini Guðs og okkar, sem
lagðir hafa verið til hvíldar. Það eru tveir
flokkar manna í gröfinni, þeir sem í Kristi
eru dánir og þeir sem dáið hafa í syndum
sínum. Jesús sagði við mótstöðumenn
sína: “Ef þér frúið ekki að eg sé sá sem
eg er þá munuð þér deyja í yðar syndum.
Þangað sem eg fer getið þér ekki komist.”
Jóh. 8:24.22. “Sælir eru þeir sem í Drottni
eru dánir.” Hvernig munt þú deyja? í
syndum þínum, eða muntu deyja í Drottni?
Eg talaði einu sinni við nafnkunnan
læknir. Við höfðum inndæla stund sam-
an. Hann vissi ekki og mér datt síst í hug
að hann stæði rétt við tímamót eilífðar-
innar, þegar við töluðum saman þarna í
sjúkrahúsinu. Fáum dögum seinna dó hann
í bílslysi.
Hverjir munu mæta honum?
Þegar Jesús kemur aftur þá munu þeir
“sem í Kristi eru dánir fyrst upprísa”. Þeir
sem treysta Jesú, þeir sem voru í sann-
leika kristnir. Engin uppgerð, engin eftir-
stæling. Þeir sem höfðu hið eilífa lífið í
sér verandi, fyrir lifandi trú og samfélag
við Jesúm.
“Þeir sem í Kristi eru dánir munu fyrst
upprísa, síðan munum vér sem eftir erum
lifandi”, þeir sem elska hann og tilheyra
honum. — “Verða hrifnir til skýja ásamt
þeim til að mæta Drottni í loftinu”, mæta
honum sem vér elskum, hlýðum, tignum
og tilbiðjum.
Jóhannes postuli hallaði sér upp að
brjósti Krists, lærisveinninn sem Jesús
elskaði, hvað hefir hann að segja um þetta
málefni? “Sjá eg kem skjótt”. Og hinn
elskaði lærisveinn svaraði: “Amen, kom
Drottinn Jesús.” Op. 22:7.12.20.
Hefur þú vissu fyrir að þú munir mæta
Jesú þegar hann kemur?
Veistu hverja hann mun taka? Hann mun
taka þá sem honum tilheyra. í Lúk. 13:«°>4
segir Jesús: Hversu oft hef eg ekki viljað
saman safna börnum þínum, eins og hæn-
an safnar ungum sínum undir vængi sér.”
Eg iheimsótti einu sinni mann, sem hafði
þrjá hænsnakofa, sín hænsnategundin í
hverjum, og mæðurnar voru festar hver
við sinn kofa. Eg spurði hvernig hann vissi
hvaða ungar tilheyrðu hverri hænu. “Eg
skal bráðum sýna þér það,” svaraði hann.
Svo sneri hann sér að syni sínum og sagði:
“Bob, biddu mömmu að gefa þér hnefa af
baframéli.” Þegar drengurinn kom aftui
lét hann haframél fyrir framan einn kof-
ann, þá fór hænan strax að kvaka, kal-la á
ungana sínla þá sá eg hverjir voru hennar.
Svo lét hann haframél rétt hjá annari hænu
og hún kallaði á sína unga. Eg sá hverjir
tilheyrðu henni. Eg hló og sagði þetta væri
nóg skýring. Ef vér erum Krists þá gefum
vér gaum að orðum hans, komum þegar
hann kallar.
Segulnálin dregur að sér samkynja efni.
Hún dregur 'ekki að sér gull, silfur, tré,
gimsteina eða neitt þess háttar. Eg reyndi
segulnál einu sinni á eldspítum. Hún dró
að sér eina þeirra. Hvernig víkur því við?
Eg skal segja þér leyndardóminn, eg stakk
stálnál inn í hana. Hún hafði fengið nýtt
hjarta.
Þú getur ekki mætt Jesú í skýjunum
nema þú hér á jörðunni hafir öðlast nýtt
hjarta. Einungis þeir sem hafa Jesú líf,
hið eilífa lífið í sér veranda verða hrifnir
til skýja þegar hann kemur.
Jesús kemur og mun draga til sín þá, sem
eru sama eðlis og hann sjálfur. Þá sem
eru endurfæddir af Guðs lifandi ævarandi
orði. Jesús er getinn af heilögum anda.
Guðs börn eru endurfædd af sama anda.
Þegar hann kemur þá hrífur hann bræður
sína upp til sín. Vilt þú vera með?
W. L. W.
Tuttugu og eitt ríki í Bandaríkjunum
hafa sérstök fangelsi eingöngu fyrir kven-
fólk. i