Stjarnan - 01.12.1944, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.12.1944, Blaðsíða 5
S T J A R N A N unum, en kom aldrei aftur. Um leið og tárin streymdu niður kinnar hans sagði þessi Guðs maður: “Eg fæ að sjá hann aftur. Eg mun faðma hann að mér. Hann verður með mér á rnorgni upprisunnar.” Þá vér munum þekkja hver annen. Guði sé lof fyrir þá dýrðiegu fullvissu. En hvernig getum vér komist ti'l himins, ver- ið fullvissir um að vér verðum þar? Svar- ið finst í Jóh. 14:6. “Eg er vegurinn sann- leikurinn og lífið, enginn kemur til föðurs- ins nema fyrir mig.” Vér verðum að fylgja Jesú. Lifa með honum og fyrir hann. Lifa í samfélagi við hann. Hefir þú meðtekið Jesúm? Er hann frelsari þinn frá synd og dauða? Guð gefi þér náð til að meðtaka hann nú. Voice of Prophecy. Að hverju keppir þú? Það er því miður satt sem kenneth I. Brown yfirmaður á Denison University segir: Heimurinn hefir ait of marga með- almenn, en alt of fáa sem skara fram úr, sem hafa vitsmuni, hugrekki og framsókn- aranda. Svo bendir hann á ýmislegt sem getur hjálpað ungu fólki að komast á hserra stig heldur en að fylgja fjöldan- um. Margir ung'lingar sækjast einungis eftir eigingjörnum hagsmunum og skemmtun- um. Vér þurfum fleiri sem setja sér það markmið að verða nýtir og góðir borg- arar. Heppni manns í lífinu er að nokkru leyti komin undir kringumstæðum, sem hann ræður ekkert við. En líf þitt verður göf- ugra og gagnlegra ef þú ekki notar þetta sem afsökun frá því að keppa eftir sem hæstu takmarki framfara og fullkomnun- ar, sem þú með Guðs hjálp getur náð. Kannastu við ófullkomlegleika þína, en gleymdu þeim strax aftur en hugsaðu um möguleika þína og tækifæri, sem þér bjóð- ast, og legðu fram krafta þína til að leysa af hendi skyldur yfirstandandi tíma og keppa að því takmarki sem þú hefir sett þér. Lærðu að njóta gleðinnar gegn um þá reynslu sem ekki kostar peninga og ekki 93 fæst fyrir peninga, þekking á náttúrunni, lestur góðra bóka og sönglist. Met vináttu mikils. Afla þér vina og vertu trúr vinur. Sönn vinátta dofnar ekki gegn um mótlæti og erfiðleika. Tem þér hugrekki og vonargleði. Þetta er eiitt af því nauðsynlegaista fyrir mann- inn. Ef þér heppnast að láta loftkastala þína verða veruiegleika þá er það af því þú hefir unnið með áhuga, verið þraut- seigur, og haldið fast við vonina og áform þín. Klifrastu upp stiga ástarinnar. Skoðaðu stofnun heimilis ábyrgðarmikið vanda- verk. Það er vel þess vert sem þú getur borgað fyrir það með öllu heiðarlegu móti. Virtu hið umliðna að verðleikum en minstu þess að ekkert er svo vel gjört í dag að ekki sé hægt að giöra það betur á morgun. Bið Guð að leiðbeina þér í öllu. Fylg bendingum hans og gjör skyldu þína. Þú mátt ekki vænta þess að hann gjöri fyrir þig það sem þú getur gjört sjálfur. Ekkert fæst án erfiðis og fyrirhafnar, hvorki í andlegum né tímanlegum efnum, ekki heldur fæst það á mentabrautinni. L. E. C. Molly miáti af skrúð- göngunni Molly Manners var lítil stúlka sem bjó hjá foreldrum sínum í Maryland ríkinu, þegar George Washington var forseti. Hún hafði aldrei séð forsetann, svo þegar það fréttist að ihann ætlaði að heimsækja þorpið þá var efnt til skrúðgöngu honum til heiðurs. Foreldrar Molly höfðu alt undirbúið svo þau gætu farið og séð forsetann. Börnin áttu að taka þátt í skrúðgöngunni og Molly vonaði hún gæti verið með þeim. Molly fór á fætur með birtu skrúðgöngu- daginn. Ráðgjört hafði verið að hún og faðir hennar færu snemma, því það var góður kippur til þorpsins og vegurinn var slæmur. Móðir hennar ætlaði að vera heima hjá ömmu. Molly varð fyrir sárum vonbrigðum þennan morgun. Um nóttina meðan hún

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.