Stjarnan - 01.12.1944, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.12.1944, Blaðsíða 6
94 STJARNAN svaf höfðu foneldrar hennar fengið skeyti um að frændkona hennar væri mjög veik, svo foreldrar hennar -urðu að fara strax eftir morgunmat til að heimsækja hana, en Molly varð að vera heima hjá ömmu sinni. Molly elskaði ömmu sína og var upp með sér yfir því að vera treyst til að líta eftir henni. En hún grét fyrst þegar hún heyrði að hún gæti ekki verið með til að sjá forsetann. Móðir hennar fullvissaði hana um að það yrði ekki langt þangað til þau fengju annað tækifæri til að sjá forsetann, og faðir hennar var á sama máli. Þetta hjálpaði til að framleiða bros á andliti litlu stúlkunn- ar. Nú fcvöddu foreldrarnir og Molly lof- aði að líta vel eftir ömmu. Molly sá vagn eftir vagn fara framhjá með fólk sem ætlaði að taka þátt í hátíða- haldinu. Smám sarnan varð alt kyrt. Litlu seinna leiddi Molly ömmu sína út á ver- andann svo hún gæti sest í stóra ruggu- stólinn, svo fór Molly inn í húsið til að leita að einhverjiu sem hún gæti skemt sér með. En nú heyrði hún hesta koma niður götuna. Hún hljóp út að glugganum til að sjá hvað um var að vera, og sá þá tvo ríðandi menn staðnæmast fyrir framan húsið. Hvítur vagn með fjórum hvítum hestum fyrir kom á eftir þeim og stað- næmdist, og tveir aðrir ríðandi menn komu á eftir. Einn af reiðmönnunum kom upp til ömmu, heilsaði henni og bað um leyfi til að vatna hestunum, því þeir væru langt aðkomnir og væru þyrstir. Amma lét Molly kalla á þjón til að brynna hestunum. Meðan á þessu stóð sté hávaxinn maður út úr vagninum. Hann hneigði sig kurteis- lega fyrir ömmu og Molly og sagði: “Eg er þreyttur, má eg hvíla mig hjá ykkur meðan verið er að brynna hestunum?” “Vissulega”, svaraði amma og Molly bauð honum stól að seitjast á. Maðurinn settist niður og talaði stundar- korn við gömlu konuna. Molly auðvitað hlustaði á eftir að hún hafði útvegað mann- inum vatn að drekka. Þegar gesturinn stóð upp klappaði hann á höfuð Molly sem stóð við hlið hans og mælti: “Segðu foreldrum þínum þegar þau koma heim að George Washington sé þakklátur fyrir að hafa hvílt sig hjá þeim um stund, þegar hann fór framhjá í morgun.” Amma hafði nefnilega sagt honum hvernig þau hefðu verið kölluð í burtu svo Molly gæti ekki tekið þátt í skrúðgöngunni. Amma var ekert hissa þegar hún heyrði að þetta var forsetinn. En Molly hneigði sig á ný. Hún hefði getað hoppað og dans- að af gleði en hún stilti sig og var tignar- leg mjög er hún sagði: “Eg er svo glöð að hafa mætt þér herra forseti. Skemtilega ferð. Eg mun aldrei gleyma þessum degi.” Eg er viss um að hún gleymir honum aldrei. Amma var svo glöð vegna Molly að Washington hafði hvílt sig þar stundar- korn. Hún var líka glöð að sjá hann sjálf, því hún áleit hann sannarlegt mikilmenni. N. C. S. “Eins og faðirinn sendi mig ’ Það er dásamiegt hvernig Guð starfar. Fyrir mörgum árum síðan kvaddi maður í Noregi fconu sína og börn og fór til Ameríku. Fleiri ár liðu og ekkert heyrðist frá honum hvort hann hefði fcomist áfram eða ekki. Elsta dóttir hans réð það nú af að fara til Ameríku og leita uppi föður sinn. Hún kom til New York og leigð: herbergi skamt frá gufuskipa höfninni. Á hverju einasta kvöldi stóð hún við ein- hverja bryggjuna eða fyrir utan einhverj- ar verksmiðjudyr þegar verkamenn fóru heim frá vinnu isinni. Hún var Lútersk og hafði trú á bæn, en hún var öllum ókunnug og fann sig mjög einmana. Hún var freistuð til að gefast upp. Á hverjum degi bað hún Guð um hjálp til að finna föður sinn, svo fór hún að biðja Guð að senda sér einhvern sem hún gæti treyst og ráðfært sig við. Einn af prestum vorum hafði Biblíu- lestur með fjöfskyldu sem bjó nálægt Gufuskipa bryggjunni. Honum var sagt frá þesisari stúlku, sem hafði komið yfir hafið til að leita föður síns. Og hann var inni- lega beðinn að fara og heimsækja hana þennan eftirmiðdag. Honum var gefin utanáskriftin, og að lokum fann presturinn húsið skamt frá flutningabryggjunni. Það var stigi úti sem leiddi upp á efsta loft. Hann klifraðist

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.