Stjarnan - 01.12.1944, Qupperneq 7

Stjarnan - 01.12.1944, Qupperneq 7
95 íáTJARNAN UPP háa stigann og barði að dyrum. Dyrn- ar voru opnaðar og hann sá unga stúlku. Hún haíði tár á kinnum sínum og leit nú undrandi á hann. Presturinn sagði henm nafn sitt og stöðu, þá brosti hún glaðlega °g bauð honum inn. Hún sagði honum að þögar hann barði að dyrum þá var hún á knjánum í bæn og bað Guð að senda ein- hvern af þjónum sínum heim til hennar. Þessi unga stúlka meðtók gleðiboðskap- lnn um endurkomu Krists og var skírð. Nokkru seinna einn dag er hún stóð við k^yggjuna sá hún föður sinn. Eftir dálítinn tíma fór hann heim með henni til Noregs aftur. Það var mikill fagnaðar fundur á því heimili. Móðirin og dætur hennar, sem úeima voru meðtóku boðskapinn innan skams. “Eins og þú sendir mig til heimsins, hefi eg sent þá til heimsins.” L. Halswick. Vertu vingjarnlegur Nú er gaman að renna sér á sleða. Snjór- inn er svo harður og brekkan brött efst, svo við getum komist á góða ferð. Flýttu þér Tony, eg verð að reyna nýja sleðann minn. Við getum rent víst hálfa mílu. “Veðrið er indælt, sleðafæri hið bezta og sleðinn er ágætur. Við skulum sjá hvernig hann rennur. En Andy, eg held það sé best fyrir okkur að fara hljóðlega, annars heyrir Suthers gamli til okkar og rekur okkur burt af plássinu sínu, og þetta er eina brekkan sem vert er að renna sér íiiður hér í nágrenninu.” “Við ætlum ekki að skemma brekkuna.” “Auðvitað ekki.” “Þetta er bara beiitiland að sumrinu.” “Það er satt Andy. En ef hann vissi við værum hér að renna okkur þá mundi harm strax koma út og reka okkur í burtu. 1 sumar sem leið var ósköp mikið af berjiuni á landinu hans. Hatnn tíndi þau ekki og kærði sig ekkert um þau, en Mrs. West og Mrs. Olson fóru þangað að tína ber en hann rak þær í burtu. Þær buðu honum nokkuð af berjunum, en hann vildi þau ekki, kvaðst ekki geta étið slíkt rusl. Dag- inn eftir fékk hann mann til að höggva upp berjarunnana.” Það var ómannlega gjört. Eg held hanr. eigi engan vin,” svaraði Andy. “Pabbi segir hann hafi verið svo leng' einsamall svo hann sé orðinn ómannblend- inn og illa lyntur,” sagði Tony. Víst er um það að hann er skrítinn hvort sem nokkur ástæða er til þess eða ekki.” Þeir fóru báðir á nýja sleðanum, skemtu sér vel og staðnæmdust rétt, niður við þorpið Sprague. Tony ráðgjörði að biðja Suthers um leyfi fyrir alla drengina að renna sér þar, en vinir hans mótmæltu því ákveðið, vegna þess þá mundu þeir sjálfir ekki einu sinni fá leyfi til að renna sér þar. En Andy lét .í ljós von sína um að karlinn sæi þá ekki. Svo fóru þeir upp brekkuna með sleðan á eftir sér. Þegar þeir voru nærri lcomnir upp kallar Suthers til þeirra og skipar þeim að fara burt af landi sínu. Þeim varð svo hverft við að þeir sleptu haldi á sleðanum svo hann rann niður brekkuna. En Suthers kom á móti þeim, spurði hvað þeir væru að glápa á, skipaði þeim að fara og bjó sig til að kasta í þá stafnum sínum. Tony greip gamla sleðann sinn og sagði Andy að flý.ta sér, svo settust þeir báðir á hann og rendu sér niður brekkuna. Á augnabliki voru þeir komnir svo langt að Suthers náði ekki til þeirra. Gamli sleðinn reyndist vel. Þegar þeir staðnæmdust og litu upp brekkuna sái? þeir hvar gamli Suthers lá spriklandi í snjónum. “Það er honum mátulegt,” sagði Andy. “Eg er hræddur um að hann hafi meitt sig,” sagði Tony. “Við verðum að fara upp brekkuna og vita hvort hann þarfnast hjálpar.” Andy hélt hann ætti það skilið þó hann hefði meitt sig, en samþykti þó að fara með Tony til að vitja um hann. Þeir tóku báða sleðana með sér og voru brátt komnir þangað sem Suthers iá í snjónum. Tony spurði hvort hann hefði meitt sig, og kvaðst hann hafa meitt sig í öklanum. “Ó, það eruð þið drengir,” bætti hann við. “Já, við komum til að vita hvort þú hefðir meitt þig og hvort við gætum nokk- uz hjálpað þér.” “Ef eg gæti komist til Sprague þá gæti eg verið þar hjá vini mínum og látið lækn- irinn laga fótinn.”

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.