Stjarnan - 01.09.1945, Page 4

Stjarnan - 01.09.1945, Page 4
68 STJARNAN Hin fyrsta opinbera starfsemi Jesú Til Jórdan, þess staðar, sem Jóhannes skírari prédikaði, sneri Jesús aftur frá eyði- mörkinni. Um þær mundir sendu Gyðingar presta og Levíta til Jóhannesar, til þess að spyrja hann að, hvaða rétt hann hefði til þess að kenna fólkinu og skíra það. Þeir spurðu hann, hvort hann væri Messías eða Elías eða spámaður. Öllum þessum spurningum svaraði hann þannig: “Ekki er eg það”. Þá spurðu þeir hann: “Hver ert þú? til þess vér getum gefið þeim svar er oss sendu”. Hann sagði: “Eg er rödd manns, er hróp- ar í óbygðinni. Gjörið beinan veg drottins eins og Esajas spámaður hefir sagt”. (Jóh. 1, 22. 23). í fornöld var það siður, þegar konungur ferðaðist um landið, að senda menn á und- an vagni hans, til þess að greiða veginn. Þeir urðu að fella tré, ryðja burt grjóti og jafna mishæðir, svo að vegurinn væri fær fyrir konunginn. Þegar Jesús, hinn himneski konungur átti að koma, var Jóhannes skírari sendur til þess að greiða honum veg með því að segja fólkinu frá honum og áminna það um að snúa sér frá syndinni. Þá er Jóhannes var að svara sendimönn- unum frá Jerúsalem, sá hann Jesúm standa á árbakkanum, það kom gleðiblær á andlit hans, og hann hóf hendur sínar og mælti: “Mitt á meðal yðar stendur sá, sem þér þekkið ekki, hann, sem kemur eftir mig, og skóþvengi hans er eg ekki verður að leysa”. (Jóh. 1, 26. 27). Þetta vakti mikla undrun meðal fólksins. Messías stóð mitt á meðal þess. Það leit með ákafa í kringum sig, til þess að koma auga á þann, sem Jóhannes talaði um. En Jesús hafði horfið inn í mannþröngina og sást ekki. Daginn eftir, sá Jóhannes aftur Jesúm, benti á hann og sagði: “Sjá, lambið guðs, er ber synd heimsins!” Síðan sagði hann frá táknum, er sáust, þegar Jesús var skírður, og bætti svo við: “Eg hefi séð það, og eg hefi vitnað, að þessi er guðssonurinn”. (Jóh. 1, 29. 34). Með undrun og lotningu horfðu áheyr- endurnir á Jesúm og spurðu sín á milli: “Er þetta Kristur?” Þeir sáu, að Jesús bar ekki vott um ver- aldleg auðæfi né völd. Klæði hans voru óbrotin, eins og fátæka fólksins. En það var eitthvað í svip þessa föla og þreytu- lega andlits, sem hrærði hvert hjarta. Þessi svipur lýsti staðfestu og mannúð, og hvert tillit og hver dráttur í andliti hans bar vott um guðdómlega meðaumkv- un og ósegjanlegan kærleika. En sendimennirnir frá Jerúsalem aðhylt- ust ekki Jesúm. Jóhannes hafði ekki sagt það, sem þeir vildu heyra. Þeir vonuðu að Messías kæmi sem glæsilegur sigurveg- ari; þeir sáu nú, að þetta var ekki köllun Jesú, og með vonbrigðum sneru þeir sér frá honum. Daginn eftir sá Jóhannes Jesúm enn og sagði: “Sjá lambið guðs!” Tveir af læri- sveinum Jóhannesar voru þar viðstaddir og þeir fylgdust með Jesú. Þeir hlustuðu á kenningu hans og gjörðust lærisveinar hans. Annar þeirra var Andrés, hinn Jó- hannes. Andrés kom skjótt með Símon bróður sinn með sér; Jesús kallaði hann Pétur. Daginn eftir, þegar Jesús var á ferðinni til Galileu, valdi hann Filippus fyrir læri- svein. Jafnskjótt og Filippus fann frelsar- ann, kom hann með Nathanael vin sinn til hans. Á þennan hátt byrjaði hin mikla starf- semi Jesú á jörðinni. Hann valdi þannig einn og einn lærisvein í einu og sumir komu með bræður sína með sér og aðrir með vini sína. Þetta er það, sem sérhver læri- sveinn Krists á að gjöra. Jafnskjótt og hann sjálfur þekkir Jesúm, á hann að segja öðrum frá því, hve dýrmætan vin hann - hafi fundið. Þetta er verk, sem allir geta gjört, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. Jesús var ásamt lærisveinum sínum boð- inn til brúðkaups í Kana í Galíleu. Til gleði fyrir þá, sem viðstaddir voru við þetta tækifæri, opinberaðist hér almættiskraft- ur Jesú. Það var siður í landinu að nota vín við slík tækifæri, en áður en veizlunni var lokið, þraut vínið. Ef vín vantaði í veizlu,

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.