Stjarnan - 01.09.1945, Síða 5

Stjarnan - 01.09.1945, Síða 5
STJARNAN 69 þótti það bera vott um vöntun á gestrisni og var álitið hin mesta skömm. Kristur var látinn vita, hvað komið hafði fyrir, og hann bað þjónana að fylla sex stór vatnsker með vatni. Síðan sagði hann: “Ausið nú upp og færið kæmeistaranum” (Jóh. 2, 8). í stað vatns var það vín, sem þeir jusu upp. Þetta vín var mikið betra en það, sem þeir höfðu borið á borð fyrst, og það var nóg handa öllum. Eftir að Jesús hafði gjört þetta krafta- verk, fór hann burt í kyrþey. Það var ekki fyr en eftir að hann var farinn burt, að gestirnir fengu að vita að hann hafði gjört þetta. Gjöf Krists í brúðkaupinu var táknmynd. Vatnið táknaði skírnina, en vínið blóð hans, sem hann átti að úthella fyrir heiminn. Þetta vín, sem Jesús framleiddi, var ekki áfengur drykkur, ekki þesskonar vín, sem orsakar ölæði og svo marga og mikla ógæfu og guð hefir bannað að neyta. Hann segir: “Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reik- ar, er óvitur”. “Að síðustu bítur það sem höggormur, og spýtir eitri sem naðra”. (Orðskv. 20, 1; 23, 32). Það vín, sem var notað í veizlunni, var hreinn og ósúr vínberjavökvi. Hann er lík- ur því, sem Esajas spámaður nefnir “lög í vínberinu”, og hann segir: “Blessun er í því”. (Es. 65, 8). Með því að fara í brúðkaupsveizluna sýndi Kristur, að það er rétt að koma sam- an á siðsamlegan og ánægjulegan hátt. Honum þótti vænt um að sjá fólkið gleðja sig. Oft kom hann heim á heimili þess, og reyndi að fá það til að gleyma þraut- um og erfiðleikum lífsins, og hugsa um gæzku og kærleika guðs. Hvar sem Kristur var, reyndi hann ætíð að gjöra þetta. Hvar, sem nokkur vildi hugsa um hinn guðdómlega boðskap, þar sýndi hann mönn- um veg hjálpræðisins. Einu sinni, þegar Jesús var á leið um Samaríu, settist hann niður við brunn til að hvíla sig. Þá kom þangað kona til þess að sækja vatn, hann bað hana að gefa sér að drekka. Konan undraðist þetta, því hún vissi hvernig Gyðingar hötuðu Samverja. En Kristur sagði henni, að ef hún bæði hann að gefa sér að drekka, þá mundi hann gefa henni lifandi vatn. Á þessu furðaði hana enn meir. Þá sagði Jesús við hana: “Hver, sem drekkur af þessu vatni, hann mun þyrsta ,aftur, en hver sem drekkur af því vatni, sem eg mun gefa honum, hann mun að eilífu ekki þyrsta, heldur mun það vatn, sem eg mun gefa honum, verða í honum að lind, er sprettur upp til eilífs lífs”. (Jóh. 4, 13. 14). Hið lifandi vatn, er hann gefur, táknar heilagan anda. Eins og hinn vegmóði þarfnast vatns til drykkjar, eins þörfnumst vér og guðs anda í hjörtu vor. Hver, sem drekkur af þessu vatni, hann mun aldrei þyrsta. Heilagur andi úthellir kærleika guðs í hjörtu vor. Hann uppfyllir þrá vora, svo að auðæfi, heiður og skemtanir heimsins laða oss ekki né ginna. Og hann veitir oss slíka gleði og ánægju, að vér óskum að aðrir einnig fái hlutdeild í henni. Hann mun verða oss eins og vatns- lind, sem sprettur upp til blessunar þeim, sem í kringum oss eru. Og sérhver, sem Krists andi býr í, mun að eilífu lifa með Kristi í ríki hans. Það er byrjun hins eilífa lífs þegar vér fyrir trúna meðtökum and- ann í hjörtu vor. Jesús sagði konunni, að hann mundi veita henni þessa dýrmætu gjöf, ef hún bæði hann um það; þannig mun hann einnig gefa oss hana. Þessi kona hafði brotið boðorð guðs, og Kristur sýndi henni, að hann þekti hið synduga líf hennar. En hann sýndi henni einnig, að hann var vinur hennar, og að hann elskaði og aumkvaðist yfir hana, og að guð mundi verða henni náðugur og taka hana að sér sem sitt barn, ef hún væri fús til að iðr- ast synda sinna og forðast þær. Mikill var fögnuður hennar er hún heyrði þetta. Hún flýtti sér af stað til næstu borgar og bað fólkið að koma og sjá Jesúm. Það kom til brunnsins og bað Jesúm að vera hjá sér. Hann var þar í tvo daga og kendi því, og margir hlustuðu á orð hans, iðruðust synda sinna og trúðu á hann sem frelsara sinn. Á þeim árum, sem Jesús kendi, kom hann tvisvar á hið gamla heimili sitt í Nazaret. Hið fyrra sinn er hann kom þang-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.