Stjarnan - 01.11.1946, Side 2

Stjarnan - 01.11.1946, Side 2
82 STJARNAN manninn og slengdi honum í sjóinn. Skip- stjóri ttét setja út björgunarbátana, en íþeir fundu hann ekki í myrkrinnu, svo hann fann gröf sína í hafinu. Hann var aðeins einn af þeim miljónum manna sem vanrækja að meðtaka Jesúm þegar þeir eru knúðir til þess. Ef þú van- rækir að koma til Jesú og meðtaka hann sem frelsara þinn, þá getur hent að þú deyir og mætir að lokum þeirri hræðiiegu spurningu: “Hvernig fáum vér þá undan komist ef vér vanrækjum slíkt hjálpræði?” Það ætti að vera vor æðsta gleði í heim- inum, að koma til Jesú, meðtaka hjálp- ræði hans og viðurkenna 'hann fyrir mönn- um. Hann en sannur vinur og bezti félagi. Hann vill þú sért hinn hamingjusamasti maður sem til er. Hann óskar að veita þér allt það bezta, att, sem getur orðið þér til verulegrar blessunar. Hann vill ekski þú farir á mis við neitt í heiminum sem getur orðið þér til sannarlegrar gleði. Það ætti ekki að vera erfitt að þiggja slíkan félag- skap og vináttu sem Jesús býður þér. Ung Ikona var farþegi á gufuskipi yfir Atlantshafið. Á gangi sínum um þilfarið tók hún eftir manni er sat við fætur konu einnar sem hallaði sér aftur á bak í hvílu- stól. Hún hafði séð þau þarna fleiri skifti. Nú sagði hún með fyrirlitningu: “Hugsa sér það að vera konu þræli.” Það var ekki tilgangur hennar að láta manninn heyra þetta, sem sat þarna og horfði ástaraugum á konuna sem sat í hvílustólnum. En hann heyrði orð hennar. Nokkru seinna mætti hann imgu kon- unni einsamalli á þilfarinu. Hann sagði henni að hann hefði heyrt athugasemd hennar, og langaði hann nú til að segja henni frá kringumstæðunum. Þetta var sagan sem hann sagði henni. Konan í stólnum á þilfarinu var eiginkona hans. Fyrir mörgum árum síðan höfðu þau farið til Afríku. Þar veiktist hann af ákafri hitaveiki. f fullar þrjár vilkur stundaði konan hann dag og nótt, þar til að lokum hann komst á fætur. En svo veiktist hún af sömu veiki og var ekki ætlað líf. Hún komst þó á fætur um síðir. Þau fóru til Ameríku og hann gekk í verzlunarfélag með manni sem reyndist óvandaður; á- rangurinn varð sá að hann tapaði öllu fé sínu og einnig því sem vinir hans höfðu lánað honum. Kunningjar hans ásökuðu hann fyrir ófarirnar og vildu ekkert við hann eiga lengur. Svo bætti hann við: “En konan mín, ihún stóð með mér og sagði: “Joihn, eg ber fullkomið traust til þín og skal gjöra mitt til að þú komist í gegn.” Hún fór að vinna, tók inn þvott til að hafa fyrir fjölslkyldunni. Þau unnu bæði seint og snemma og komust smám saman í góð efni, en 26 ár af mótlæti og erfiðri vinnu veikti hana svo að hún misti hei&una. SVo bætti hann við: “Þegar eg hugsa um kærleika hennar, trúmensku, og hvernig hún hefir fómað mér lífi sínu í óeigingjarnri þjónustu, þá get eg sagt þér, unga frú, að það er mér gleðiefni að vera þræll og þjónn slíkrar konu.” Jesús yfirgaf sitt dýrðlega himneska heimili með allri þess fegurð og yndi og kom hingað til jarðarinnar, þar sem hann dvaldi fátækur og heimilislaus, til að hjálpa þér og mér. Það var ekki einungis þjáningar krossfestingarinn- ar sem hann leið oss til frelsunar, heldur var hann undirorpinn harmkvælum og sorg afla æfi sína, því syndir vorar voru lagðar á hann. Hans hreina líf í spiltum heimi var fylt af sorg yfir að sjá ménn, sem skapaðir voru í Guðs mynd, breyta verr en skynlausar skepnur. Jesús fórnaði sjálfum sér fyrir þig og mig. Getum vér ekki frá hjartans insta grunni sagt: “Ó, Jesús minn, það er gleði- efni að vera þræll og þjónn slíks elskandi frelsara.” Fyrir nokkrum árum síðaiT fór hópur af háskólanemendum skemtiferð til Evr- ópu í skólafríinu, ibæði menn og konur. Fyrsta daginn sat gamall, tígulegur maður með þeim við morgunborðið. Hann átti að hafa pláss með þeim við máltíðarnar á sjóferðinni. Það' sem allir veittu strax eftirtekt var stórt ljótt ör, sem gamli mað- urdnn hafði á annari kinninni, og þeim mislíkaði öllum að hafa hann við borðið. Eftir máltíðina fóru þeir strax til skip- stjóra og beiddu hann að sjá um að gamli maðurinn fengi annað pláss, því það eyði- legði aHla skemtun þeirra á ferðinni, ef þeir þyrftu að horfa á hann, með ljóta örið, við hverja máltíð. Þeir sögðust ekki mundu líða það. Skipstjóri var ófús að tala lun þetta

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.