Stjarnan - 01.11.1946, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.11.1946, Qupperneq 3
STJARNAN 83 við gamla manninn, sem hafði verið í stjórnarþjónustu og var í góðu áliti hjá öll- um sem þektu hann, en ákefð unga fólks- ins var svo rniki'l í þessu efni, að hann loksins lofaði að hlutast til um þetta. Þegar gamli maðurinn heyrði um ósk unga fólksins, kvaðst hann með ánægju lláta að tilmælum þeirra, en hann óskaði eftir að ihafa eina máltíð ennþá við borðið með þeim. Næst morgun sagði hann unga fólkinu að það hrygði sig að hann hefði gjört þeirn óþægindi með nærveru sinni með örið á kinninni, en hann hefði beðið um leyfi til að vera með þeim við eina máltíð enn;þá, því hann hefði stutta sögu að segja þeim, svo skyldi hann ekki gjöra þeim neitt ónæði framar. Hann sagði að þegar hann var drengur, þá hefði eldur kviknað í heimili foreldra hans. Fólkið komst út í tíma til að -bjarga lífi sínu. En allt 1 einu æpti móðir hans í skelfingu að litla systir hefði gleymzt inni. Slökkviliðs foringinn bannaði að nokkur færi inn, því þakið gæti fallið inn ihvenær sem væri. Svo bætti gamli maðurinn við: “En þegar slökkvi- Uðsforinginn sneri sér við, skauzt eg inn um dyrnar, fór þangað sem litla systir var og skreið með ihana eftir igóifinu út að dyr- unurn, og til þess hún meiddist ékki, huldi eg andlit hennar með andliti mínu, en loganum skaut niður og skildi eftir þetta ljóta ör á kinninni. Það er ein sál í heim- inum, systir mín, sem þykir þetta ör ósköp falegt.” Þegar unga fólkið hafði hlustað á sögu gamla mannsins, bað það hann um að vera kyrran hjá sér. “Fyrirgefðu okkur að við beiddum þig að fara frá borðinu. Við viss- um ekki, að þetta ör vitnaði um svo mik- inn kærleika. Ó, vertu með okkur. Gjörðu oklkur þá ánægju að vera kyr.” Jesús stendur hjá hverjum einasta okk- ar og biður um að hann megi koma inn í hjörtu vor og ihafa kvöldverð með okkur. Hann ibendir á örin á ihöndum sínum, fót- um og síðu, örin sem hann fékk á Golgata, þegar hann var særður fyrir mig og þig, ti'l að frelsa oss frá eilífum dauða. Hverju eigum vér að svara; eigum vér að hafna honum og fórn hans? Eigum vér að vísa honum á burt? Eða eigum vér að falla á kné og biðja hann um fyrirgefningu á því að við höfum látið hann bíða svo lengi? Kom inn, ó Jesús, blessaði vinur minn og Frelsari. Kom inn, og vertu hjá mér eilíflega. C. T. Everson. + + + XXII.-Pílatus dæmir Jesúm Jesús var því leiddur frá Heródesi og komu þeir aftur með hann til Fílatusar, hann varð mjög óánægður og spurði, hvað þeir vildu að hann skyidi gjöra. Hann minti iþá á, að hann ihefði yfirheyrt Jesúm, en ekki fundið neina sök hjá honum. Hann sagði að þeir gætu ekki sannað neitt af því, sem þeir höfðu ákært hann fyrir. Og þar að auki, hefðu þeir nú farið með hann til Heródesar, sem væri Gyðingur eins og þeir, og hann hefði heldur ekki fundið neina sök hjá honum, sem gæti verðskuldað dauða. En til þess að sefa ofs- ann í Gyðingunum sagði hann: “Eg ætla því að refsa honum og láta hann lausan.” Lúk. 23: 16. Hér kom í ljós breiskleiki Pílatusar. Hann var búinn að viðurkenna að Jesús væri saklaus; hversvegna átti þá að refsa honum? Þessu gleymdu gyðingar ekki undir allri yfirheyrslunni. Nú voru þeir búnir að fá hinn Rómverska landshöfð- ingja tili þess að hrasa, og nú höfðu þeir mikið meiri von um að geta fengið hann til að dæma Jesúm til dauða. Lýðurinn heimtaði nú með miklum á- kafa að fanginn skyldi deyja. Meðan Pílatus beið hikandi og vissi naumast hvað hann átti að gjöra, fékk hann bréf frá konu sinni, er hljóðaði þannig: “Eig |þú ekkert við þenna réttláta mann; því að margt hefi eg þolað í dag hans vegna í draumi.” Matt. 27: 19. Pílatus fölnaði við þessi tíðindi; en lýðurinn æstist enn meir, er hann sá ráð- leysi hans. Pílatus sá að eitthvað varð að gjörast. Á páskahátíðinni var það venja að lands- höfðinginn gæfi lýðnum lausan einn band- ingja, þann er hann óskaði. Hinn róm- verski ber ihafði fyrir skömmu -handsamað

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.