Stjarnan - 01.11.1946, Page 5

Stjarnan - 01.11.1946, Page 5
STJARNAN 85 hugsa að hann mundi vera sá, sem hann sagðist vera. En þeir vildu efeki láta undan, þeir Ihöfðu æst lýðinn upp á móti honum, og nú heyrðist enn ópið frá manngrúanum: “Rrossfestu! ikrossfestu!” Að síðust misti Pílatus alla þolinmæði yfir þessari grimd og rangsleitni lýðsins og hann sagði: “Takið þér hann og krossfestið, því að eg finn enga sök hjá honum.” Jóh. 19: 6, 7. Pílatus gjörði alt sem hann gat, til þess að láta Jesúm lausan, en Gyðingar hróp- uðu: “Ef þú lætur hann lausan, þá ert þú ekki vinur keisarans. Hver sem gerir sjálfan sig að feonungi, hann rís á móti keisaranum.” Jóh. 19: 12. Þetta hitti Pílatus þar sem hann var veikastur fyrir. Hin rómverska ríkisstjórn hafði þegar fengið vantraust á bonum, og hann vissi að slíkt gat orðið honum til falls. En þegar nú Pílatus sér, að hann kemur engu til leiðar, tók hann vatn, þvoði hend- ur sínar í augsýn mannfiiöldans og mælti: “Sýkn er eg í blóði þessa réttláta manns; þér verðið að sjá fyrir því. Matt. 27: 24. Það var árangurslaúst fyrir Pílatus að reyna að sýkna sig af ábyrgðinni á dauða- dómi Jesú. Ef hann hefði frá byrjun sýnt staðfestu og breytt eftir sannfæringu sinni, þegar hann sá, hvað rétt var, þá hefði lýðurinn aldrei getað komið honum til að láta undan, hann mundi aldrei hafa vogað að reyna að rísa á móti honum. Ósjálfstæði hans orsakaði það að hann féll. Hann sá að hann gat ekki látið Jesúm íausan, nema missa stöðu sína og álit mannanna. Og því tók hann, þann kostinn að fórna saklausu lífi, heidur en að missa sitt ver- aldlega vald. Hann lét undan kröfum mannfjöldans og lét aftur húðstrýkja Jes- úm og framseldi hann svo til krossfest- ingar. En þrátt fyrir þetta úrræði hans, kom það fyrir hann, er hann óttaðist mest. Hann var ræntur mannorði sínu, og e-m- bættið síðan tekið af honum, og með særð- um metnaði og yfirkominn af gremju réð hann sér bana, ekki mjög löngu eftir kross- festingu frelsarans. Þannig mun og fara fyrir öllum þeim, er ganga í þjónustu syndarinnar; þeir munu að lokum uppskera einungis sorg og eyðileggingu. Það er vegur, sem mann- inum sýnist réttur, þótt endi hans sé dauð- inn. Þegar Pílatus kvað sig sýknan af blóði Jesú, svaraði Kaífas, þrjóskufullur: “Komi blóð Ihans yfir oss og yfir börn vor.” Þessi hræðilegu orð, voru endurtekin af prestunum og síðan af fólkinu. Það var óttalegur dómur, sem þeir kváðu upp yfir sjálfum sér. Það var hræði- legur arfur, sem þeir eftirlétu eftirkom- endum sínum. Þetta kom einnig bókstaflega fram á þeim, þá er hinn hræðilégi viðburður átti sér stað, að Jerúsalem var eyðilögð hér um bil fjörutíu árum síðar. Og það hefir einnig komið fram á þeim síðan, því þeir hafa tvístrast og flækst um víða veröld, fyrirlitnir og ofsóttir af öðrum þjóðum. En tvöfalt mun það þó koma fram á þeim, á hinum síðasta reikningsskapardegi. Þá mun sjónarsviðið verða umbreytt, og “þessi Jesús,” mun koma í logandi eldi og láta hegningu feoma yfir þá, sem ekki þekkja guð.” (Postulas. 1: 11; Þess. 1: 8). Og þeir munu segja við fjöllin og hamrana: “Hrynjið yfir oss, og felið oss fyrir ásjónu hans, sem í hásætinu situr, og fyrir reiði lambsins; því að fcominn er dagur- inn, ihinn mifcli dagur reiði þeirra,” (Op. 6: 16, 17). ♦ 1 + ♦ Guð sér oss fyrir hjálp í öllum erfið- leikum. Þegar ísrael í eyðimörkinni kom að beisfcu vötnunum í Mara, þá hrópaði Móses til Drottins. Guð leiddi athygli hans að því sem var við hendina, runna, sem hann ihafði skapað, er tæki burt beiskjuna þegar viðnum væri kastað í vatnið, svo það varð tært og bragðgott. Svo drakk fólkið og fénaðurinn af vatninu sér til end- urnæringar. í öllum erfiðleikum hjálpar Jesús oss ef vér áköllum hann. Hann opnar augu vor og minnir oss á hin dýrmætu lyxir- heit, sem hann hefir gefið oss í orði sínu. -Heilagur andi mun kenna oss og heim- færa til vor þau fyrirheit sem vér þurfum til að yfirvinna alla sorg, erfiðleika og vonibrigði. — E. G. W.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.