Stjarnan - 01.11.1946, Page 8
88
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Priee $1.00
a year. Puhlishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjórn og afgreiSsiu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
Síðasta mikla táknið
“Og tákn munu verða á sólu, tungli og
stjörnum og á jörðunni angist meðal þjóð-
anna í ráðaleysi við dunur hafs og brim-
gný: Og menn munu gefa upp öndina af
ótta og kvíða .fyrir því, er koma mun yfir
heimsbyggðina, því að kraftar himnanna
munu bifast. Og þá munu menn sj á manns-
soninn koma í stkýi með mætti og mikilli
dýrð.” Lúk. 21: 25-27.
Öll þessi tákn eru þegar komin fram,
sum fyrir löngu, en önnur eru nú augljós
í heiminum. Vér vitum að táknið á sól-
inni átti sér stað 19. maí 1780, þegar sól-
myrkvinn kom fyrir á heiðskírum degi.
Vér vitum um stjörnuhrapið mikla 13.
nóv. 1833— hið mesta sem mannkyns-
sagan getur um og sem gerði miljónir
manna óttasleignar. Vér vitum einnig að
angistartáknið hefir breiðst út á meðal
þjóðanna í þessum tveim síðustu heims-
styrjöldum í þessari kynslóð. Miljónir
manna allra landa, þrá snertingu hinnar
horfnu handar og hljóðnuðu raddar.
Já, vér vitum að táknin hafa komið í
ljós, svo að sérhver getur verið þess full-
viss, að Drottinn er 1 nánd. Kristur segir:
“Þannig skuluð þér vita að þegar þér sjáið
allt þetta, þá er hann í nánd, fyrir dyr-um.
. . . Himinn og jörð munu líða undir lok,
en orð mín munu alls ekki undir lok líða.”
Matt. 24: 33-35.
En ennþá stærra tákn en þessi, sem upp
hafa verið talin, átti að koma. — Yfirgrips-
meira; þýðingarmeira. Það nær til allra.
Mikla síðasta táknið. Hvað getur það ver-
izð? Opnið Biblíu yðar og lesið 2. Pét,
3, 3-4: “Og þetta skuluð þér þá fyrst vita,
að á hinum síðustu dögum munu koma
spottarar með spotti, er framganga eftir
eigin girndum og segja: Hvað verður úr
fyrirheitinu um komu hans, því að frá
því feðurnir sofnuðu stendur allt við sama
eins og frá upphafi veraldar.” Hér er
nokkuð, sem vert er að athuga. Spottið og
háðið um loforðið, um endurkomu Krists,
er svo útbreytt að sagt er frá því í spá-
dómum heilagrar Ritningar. Hver er á-
stæðan fyrir því að þessir spottarar koma
fram? Aðeins eitt veldur þessum mót-
mæl'um, sem sé, miklar umræður um end-
urkomu Krists. Og það er einmitt ná-
kvæmlega það, sem Drottinn segir að
muni eiga sér stað. — Nefnilega heims-
víðtæk boðun fagnaðarboðskaparins um
konungdóminn rétt áður en hann komi-
Eins og Jóhannes skírari var fyrirrennari
fyrri komu Krists í Júdeu, þannig mun
hópur prédikara boða hinn mikla fagn-
aðarboðskap um endurkomu hans. Lesið
orð Drottins í Matt. 24: 14: “Og þessi fagn-
aðarboðskapur um ríkið mun prédikaður
verða um alla heimsbyggðina, til vitnis-
burðar öllum þjóðum; og þá mun endir-
inn koma.”
Þetta er skiljanlegt, eða hvað finnst
yður? Kristur segir ekki að allir muni
taka á móti boðskapnum, en hann segir, að
allir fái vitneskju urn hann. Svo að þessi
heimsvíðtæka boðun fagnaðar erindisins
er: Síðasta Mikla Táknið.
I fagnaðarboðskapnum um ríkið inni-
felst boðskapurinn um hinn komandi kon-
ung. “En er mannssonurinn kemur í dýrð
sinni og al’lir englarnir með honum, þá mun
hann sitja í hásæti dýrðar sínnar. Matt.
25: 31 (ensk þýðing).
Takið eftir því, að Kristur situr í há-
sæti sí-nu, er hann kemur í dýrð sinni. Nú
situr hann í hásæti náðar sinnar; þá situr
hann í hásæti dýrðar sinnar. Ríki dýrð-
arinnar byrjar, er hann kemur í dýrð
si-nni. Verði það sem fyrst.
Spádómur Krists í Matt. 24: 14, um að
“iþessi boðskapur um ríkið” muni pré-
dikaður verða um alla heimsbyggðina, til
vitnisiburðar öllum þjóðum og þá muni
endirinn koma, er í fullu samræmi við
spádóminn í 14. kap. Opin-berunarbókar-
innar. Þar er mikill þrefaldur boðskapur.
Þetta er 1-íka boðskapur -fagnaðarerindis-
ins, slem á að boðast heiminum rétt á und-
an endurkomu Krists. —Framh.