Stjarnan - 01.04.1947, Page 3

Stjarnan - 01.04.1947, Page 3
STJARNAN 35 Er það mögulegt? Ræðan í klúbbnum hafði gengið út á það, sem var alrnent umtalsefni manna á mi'Ui, um nálægð ‘heimsenda, og staðhæf- mgar vásindamanna, stjórnmálamanna og uPpeldisfræðinga síðan atom afflið var upp- funidið, að endir beimsins væri rétt fyrir 'dyrum. Þegar félagsmenn kornu út úr salnum, út í skínandi sólarbirtu Californíu °g horfðu á fegurð blómgarðanna og aldin- irjánna sagði einn íþeirra: “Það sýnist varla mögulegt!” Maugir fleiri hafa að líkindum hugsað það sama, því þeir horfðu með gleðisvip á fegurðina og svöruðu: “Hvernig gæti öll þessi fegurð horfið alt í einu?” Það er erfitt að ímynda sér slíkt. Það sýnist varlla miögulegt. En þetta átti sér þó stað með Hiroshima og Nagasaki. Þessar daemdu borgir höfðu fagra blómareiti og aldingarða sem ljómuðu í sólarljósi Japans. Eyðilegging virtist fjarlæg þó hún væri rétt við hendina. Sama má segja um Lundúnaborg með öllum hinum fögru sögustöðvum, gömilu kirkjum og fornu íbyggingalist. Fyrir 10 árum síðan hefðu menn getað dáðst að öllu þessu, sem staðið hafði í hundruð ára, °g vænt þess að það gæti staðið í mörg 'hundruð ár lengur. Hefði nokkur vogað að segja þetta yrði sprengt upp og eyðilagt innan 5 ára, þá hefði enginn trúað slíku. Þeir hefðu sagt: “Það sýnist ómögúlegt.” Sama má segja um Berlín, Hamborg, Munich, Stuttgart og fjölda annara borga i Evrópu. Þegar amerískir ferðamenn heimsóttu þessar borgir á hinum gömlu, góðu dögum, meðan allir voru frjálsir ferða sinna og fóru úr einum skemtistaðnum í annan til að njóta fegurðarinnar, þá höfðu þeir enga hugmynd um forlög þau, sem biðu þessara skemtistaða. Ef einhver þá 'hefði sagt að þessar borgir ýrðu svo gjör- samlega eyðilagðar, að lítið nema rústir og ruslahaugar yrðu eftir, þá hefðu ferðamenn á hinum sólríku strætum svarað: “Það get- ur aldrei orðið, það sýnist ómögulegt.” Það sýndist ómögulegt. en svona fór það. Eins var á dögum Krists. Oss er sagt að íærisveinar sýndu honum musterisbygg- inguna. Matt. 24:1. Auðvitað kafa þeir vænt hann dáðist að henni. En í þess stað sagði hann: “Sjáið þér ekki alt þetta? Sannlega segi eg yður, hér mun ekki steinn yfir steini standa, sem ekki verði niður- brotinn.” 2. vers. Þegar Jesús talaði þetta sýndist slíkt ómögulegt. Lærisveinarnir horfðu á hinn gljáandi marara sem sólin skein á í hinu sfcrautlega guðshúsi þeirra. Þeir gátu. ekki ímyndað sér hvernig slíkt gæti komið fyr- ir. En þetta kom fram. Innan 40 ára höfðu Rómverjar eyðilagt bæði borgina og musterið. Vér getum þess vegna ekki bygt von vora um framtíðar örlög beimsins á því, sem ber fyrir augu vor. Hvorki náttúrufeg- urð né umbætur manna fcoma þar neitt til grieina. Það er “hið spámannlega orð” sem vér getum bygt á. 2. Pét. 1:19. Sagan sýnir að hinar dýrmætustu I eignir manna geta sópast í burtu á laugnabliki, hvort heldur með stríði, jarðskjálfta, eldgosi eða atom- sprengju. Jarðnesk paradís getur orðið að eyðimörk á óskiljanlega stuttum tíma. Þess vegna hefir Jesús hvatt oss til að vera sífelt reiðubúnir. “Verið því vakandi, því þér vitið ekki nær herra yðar muni íkoma.” “Verið því viðbúnir, því mannsins Sonur mun koma þegar þér siízt ætlið.” Matt. 24:44, 42. Jesús bendir á reynslu þeirra, sem lifðu fyrir flóðið mönnum til aðvörunar er hann segir: “Þeir átu, drukku, tóku sér konur og giftust, alt til þess dags er Nói fór inn í örkina og flóðið kom sem eyðilagði þá alla.” Lúk. 17:27. Þrátt fyrir það þó Nói prédikaði fyrir þeim um flóðið, sem koma mundi, þó hélt fólk áfram daglega eins og áður, það gat ■ekki trúað því, að eyði'legging vofði yfir. Jörðin var yndislega fögur og loftslagið var óviðjafnanlegt, hugsuðu þeir. “Þetta var ómögulegt.” Og þeir héldu áfram að ímynda sér þetta þangað til Nói gekk inn í örkina, og þá var of seint að forða sér. “Eins mun til ganga á þeirn degi þegar imannsins Sonur birtist ” 30. v. Nú, á vorum tímum sjáum vér ótal merki þess að endir allra hluta er nálægur. Vér ættum því að gefa gaum að aðvörun Péturs 'postula: “En dagur Drottins mun koma sem þjófur á nóttu, þá munu himnarnir með miklum gný liíða undir lok, frumefnin af

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.