Stjarnan - 01.05.1947, Page 5

Stjarnan - 01.05.1947, Page 5
STJARNAN 45 föður yðar, til -guðs míns og guðs yðar”. (Jóh. 20, 15-17). Jesús vildi ekki taka á -móti tilbeiðslu Vlna sinna, fyr en hann vissi að faðirinn hefði tekið fórn hans gilda. Hann fór upp til sala himinsins, og fékk þá viðurkenningu af sjálfum guði, að frið- þaeging hans, fyrir syndir mannanna, væri fullkomin, svo að þeir fyrir hans blóð -gætu öðlast eilíft líf. Höfðin-ga lífsins var gefið alt - vald á himni og jörðu. Hann kom 1 þennan synd- u'ga heim til þess að láta lærisveina sína fá hlutdeild í krafti sínum og dýrð. -f 4- 4- Falinn fjársjóður Fyrir mörgum árum síðan hafði sjórinn skolað kistu upp í fjörusand-inn. Þar stóð hún dag eftir da-g þar til hún sökk ofan í sandinn og var grafin þar. Löngu seinna var maður einn að -g-rafa ^ffir skelfiskum í fjörunni. Skóflan rakst a eitthvað hart, hann gróf það upp o-g fann að það var kista. Hann braut hana upp og fann í henni fúna poka, sem höfðu verið fyltir með gömlu-m peningum, gimsteinum alls konar dýr-mætum steinum, sem gióðu í sólskininu. Fyrir mör-g hundruð árum síðan fann ínunkur nokkur -gamla bók á hyllu í klaustrinu. Hann tók hana og fór að lesa. Honum datt ekki í hug að hann hefði fundið safn af dýrmætum gims-teinum, sem v°ru m-eira virði heldur en alt heimsins gull og gimsteinar. _ Þessi bók, sem sendi frá sér geisla Guðs úýrmætu fyrirh-eita ummyndaði líf hans °g breytti stefnu kristninnar. Það voru bmamót í sögu Evrópu og byrjun siðabót- nrinnar. Þessi óviðjafnanlega bók er Guðs hók. Hún opinberar Guð, hans a-lvizk-u og oumbreytan-lega kærleika. Biblían -er ek-ki einungis fornaldarbók, hún er framtíðarbók. Hún lýsir upp veg- mn alt til tímans enda. Hún segir frá hvað koma mun yfir heiminn, og einnig hvað mun verða eftir að mannkynið hefir runn- ^ð sitt skeið á þessari jörð. Hún er “lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.” Sálm. 119:105. “Margar ráðagjörðir eru í manns- ins hjar-ta, en ráð Drottins stendur stöð- ugt.” Orðskv. 19:21. Heimurinn er í neyð, óreiðu og ör- vænting-u. Hið voðalegast-a stríð er nýlega afstaðið. Miljónir manna létu líf sit-t í því. Heimili sundruðust og fjöldi fól-ks -misti al-la von. En Biblían hefir ljós og leiðbeiningu fyrir stjórnmálamanninn, hu-ghreystinig fyrir verzlunarmanninn, huggun fyrr .föðurinn og hugsvölun fyrir hina nið-urbrotnu móður. Sæll er sá maður, eða sú kona, sem vel- ur Guðs orð fyrir sitt leiðarljós. “Þinna orð-a útskýring upplýsir o-g -gjörir þá ein- földu ví-sa.” Sálm. 119:130. í myrkri þess- ara erfiðu tí-ma er eit-t ljós, se-m skín með fullri birtu. Það er ljósið frá Guðs orði. En fjöldi fólks geng-ur í myrkri, það “villist af því það ski-lur ekki Ritnin-guna o-g mátt G-uðs.” Það er sorglegt að Biblían á mör-gum heimilum -er lokuð bók Fvrir nokkru átti gifting að fara frarn á sveitahei-mili einu. Það var 1-eit-að að Biblíu, en á-rangurslaust. Lo-ksins fann einhver -gamla kistu uppi á háalofti o-g í h-enni var Biblía. Einkenni- -legt var það að utan á kistuna var skrifað: “Þarfnast hennar ekki á sjóferðinni.” Þannig snúa margir sér gagnvart Guðs orði. Þeir útiloka það frá viðskiftalífinu, skemtunum og h-ei-mili sínu. Þeir líða fyrir það. Menn þarfnast Biblíunnar á vegferð sinni. Kennin-g- hennar -er nauðsyn-leg á hverjum degi á öllum heimilum. Biblían er Guðs -gjöf til vor. Hún er -hans innblásna orð. Gegnu-m orðið talar Guð til hjartna vorra. Guðs orð e-r nyt- -sa-mt til lærdóms, til sannfæringar gegn mótmælum, til leiðréttin-gar, til mentunar í réttlæti svo Guðs maður sé algjör og til alls góðs verks hæfilegur.” 2. Tím. 3:16. 17. Allir -g-eta orðið “hl-uttakandi guðleg-rar náttúr-u,” g-egn um Guðs “dýrmætu fyrir- heit,” í orði han-s, ef þeir aðeins vi-lja með- taka þau. Þeir, sem 1-esa. trúa og -hlýða orð- um þessarar bless-uðu bókar, geta lifað 'hamingjusömu sigursælu lífi. G. W. Wells. 4- > “Verzlunarmenn æ-ttu að sofna sér um miðjan daginn, ef þeir ósk-a eftir að lifa löngu, nytsö-m-u lífi á þessum tímu-m, sem alt gengur með slíku-m hraða,” sa-gði læ-knir einn í ræðu, sem hann hélt fyrir nokkru síðan í Cleveland, Ohio.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.