Stjarnan - 01.12.1948, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.12.1948, Blaðsíða 5
STJARNAN 93 verða það ekki voldugar hersveitir sem frelsa oss heldur miskun Guðs. Það verða ekki öflugri vélar og eyðileggingar áhöld, heldur kraftur heilags anda. Það verða ekki ný sambönd við aðrar þjóðir heldur vinátta englanna sem Guð mun senda til þess að “saman safna hans útvöldu frá átt- unum fjórum heimsendanna á milli.” Matt. 24:31. “Vertu við því búinn að mæta Guði þínum,” hrópaði spámaðurinn Amos forð- um daga; og það hróp þrumar á ný fyrir eyrum vorum nú, á þessum byltingaríku dögum. í sannleika á þessi alvarlega við- vörun undursamlega vel við vora daga. Amosar bók er bannfæring hins illa og aðvörun um hegningu sem hljóti að koma. “Farið til betel og syndgið,” hrópaði hann til fólksins, “Til Gilgal og syndgið enn þá meir” en munið hvað í vændum er. Því næst telur hann upp þá dóma sem Guð hefir felt og mun fella yfir ranglæti rnann- anna, til að reyna að vekja þá til iðrunar. “Eg hef látið yður halda hreinum tönn- um í öllum borgum yðar, og látið mat skorta í öllum bústöðum yðar, og þó hafið þér ekki snúið yður til mín. Eg synjaði yður um regn . . . Eg refsaði yður með korn- drepi og gulnan, eg eyddi aldingarða yðar og víngarða . . . og þó hafið þér ekki snúið yður til mín. Eg sendi yður drepsótt eins og á Egyptalandi . . . Eg olli umturnan meðal yðar, eins og þegar Guð umturnaði Sódómu og Gómorru . . . og þó hafið þér ekki snúið yðuir til mín. Fyrir því vil eg' svo með þig fara Israel.” Amos 4:6-12. Hér hefir sýnilega orðið þögn. Spámað- urinn er að því kominn að opinbera hinn síðasta dóm Guðs, en áður en hann gjörir það biður hann fólkið að snúa sér aftur til Drottins, snúa frá syndum sínum og tilbiðja af öllu hjarta hann sem skapað hafi himin og jörð. Svo heldur hann áfram. “Af því eg ætla að fara svo með þig, þá ver viðbúinn að mæta Guði þínum ísrael. Því sjá hann er sá sem myndað hefir fjöllin og skapað vindinn, sá sem boðar mönnun- um það er hann hefir í hyggju, sá er gjörir uiyrkrið að morgunroða og gengur eftir hæðum jarðarinnar . . . Drottinn Guð her- sveitanna er nafn hans . . . Hann sem skóp sjöstjörnuna og Oríon, sem gjörir nið- rnyrkrið að björtum morgni og dag að dimmri nótt, sem kallaði á vötn sjávarins og jós þeim yfir jörðina, Drottinn er nafn hans.” En hver er þessi síðasti dómur, sem skaparinn hótar að fella yfir hið synduga, uppreistarsama fólk? það er þetta: "Hann lætur eyðing leiftra yfir hina sterku." Amos 5:9. Það er eins og Guð segið við þá: Eg hef reynt hvað eftir annað að snúa yður, frá yð- ar villuvegum, eg hef leyft einni hörmung- inni eftir aðra að dynja yfir yður til þess að vekja yður upp af andvaraleysinu, og láta yður rísa upp móti ranglætinu, eg hef látið yður líða hungur, uppskerubrest, drepsóttir, jafnvel jarðskjálfta, en samt lét- uð þér ekki segjast. Þér vilduð ekki snúa yður aftur til mín, svo nú verð eg loksins að fella minn síðasta skelfilegasta dóm. Eg verð að opinbera veldi mitt, mátt skapar- ans sem þér hafið ekki viljað aðhyllast, og steypa eyðilegging yfir yður og borgir yð- ar. En áður en eg gjöri það, skora eg á yður einu sinni enn og segi: “Búið yður undir að mæta Guði.” Það er ljósara en svo að skýra þurfi hversu vel þetta á við vora daga og ásig- komulagið í heiminum, það getur engum dulist. Dómur eftir dóm hefir þegar verið feldur yfir vorri spiltu saurlífu kynslóð. Vér sem nú lifum höfum verið sjónarvottar að tveimur alþjóðastríðum, hungri, drep- sóttum og jarðskjálftum. Alt hefir þetta skeð í þeim tilgangi að vekja mannkynið og snúa því til iðrunar. Eftir hverja plág- una hefir Guð sagt við mannkynið, sem gagntekið er af synd, sjálfselsku, drambi og hégóma: “Og samt vilduð þér ekki snúa yður til mín.” Og nú vofir yfir hinn síðasti dómur. Maðurinn sem leitar stöðugt að leyndardómum náttúrunnar, hefir þegar fundið “undirstöðuafl alheimsins”, og með því getur hann gjöreytt sjálfum sér. En innan skams munu “KTafíar himnanna hrærast”, þégar skaparinn sjálfur í opin- berun dýrðar sinnar og veldis eyðileggur þá sem hafa gjört uppreisn gegn honum og fyrirlitið kærleiks tilboð hans. Þess vegna heyrist aðvörunarorð frá himni með þúsundfaldri áherslu til vor allra, á yfirstandandi tíma: “Búið yður undir að mæta Guði.” Einu sinni enn er áminningin endurtekin: “Tilbiðjið hann sem skapaði himininn, jörðina, sjóinn og uppsprettur vatnanna.” Op. 14:7. Þetta er

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.