Stjarnan - 01.12.1948, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.12.1948, Blaðsíða 6
1 94 STJAKNAN síðasta tækifæri mannsins til þess að búa sig undir að mæta skapara sínum, að búa sig undir, eða fyrirfarast. En hvað þýðir það að búa sig undir að mæta Guðs? Eg felli mig\ vel við þessi orð séra Ralphs E. Diffendorfer Meþódista prests: “Að vita það sem Guð veit en vera ekki það sem Guð er, það er hættulegra en alt annað. Að skilja leyndardóma alheimsins, eins og Truman forseti álítur uppfynding atomsprengjunnar, en nota þá ekki eins og til var ætlast af skapara alheimsins, það þýðir að vér erum eins og börn sem leika sér að eldi, sem áreiðanlega mun eyðileggja oss.” (The Christían Advocate — 20. des. 1945.) Þetta minnir oss á að ein grundvallar ástæðan fyrir hinu sorglega ásigkomulagi heimsins er sú, að siðferðisþroski mann- kynsins hefir ekki haldist í hendur við vísindalegar framfarir. Verklegar fram- farir hafa leitt með sér andlega afturför. Eftir því sem maðurinn hefir fengið full- komnara vald yfir náttúru öflunum, hefir hann færst fjær höfundi náttúrunnar. Þannig hefir lífið komist í algjört ó- samræmi: of mikil áhersla lögð á hið tím- anlega, vélar og peninga, en of lítil á hið andlega og eilífa, það er Guðs orð, og mann- kosti þá sem spretta af hlýðni við boðorð hans. Dr. Morrison skrifar í Christian Cen- tury 5. september, 1945 á þéssa leið. “Menn- irnir hafa náð miklum framförum í því að ná haldi á náttúruöflunum, svo sem vindi, vatni, gufu, rafmagni og nú síðast sprengi- efnunum. Hann hefir þannig hafið sig upp frá margskonar líkamlegum og efnislegum ófullkomleika, sem hann átti við að stríða á fyrri öldum. Hann getur nú ferðast með meiri hraða en vindurinn frá einum stað til annars, og flogið yfir heims- höfin á örstuttum tíma. Hann getur talað og látið rödd sína berast hraðar en ljósið umhverfis jörðina, og látið miljónir manna hlusta á sig í senn. Umbætur hans að því er flutning snertir hafa afmáð glöggar hern aðarlínur og hafa gjört allan heiminn að einum orustuvelli. Nú er enginn staður ó- hultur fyrir banvænum árásum. í stuttu máli hefir hann á einum mannsaldri þröngvað mannkyninu öllu til að verða eitt bygðarlag. Engar tilsvarandi framfarir hafa átt sér stað í andlegum efnum, í þeirri list að lifa saman í friði, sátt og samlyndi. Nán- ari sambúð virðist hafa aukið ósamkomu- lag milli þjóða og einstaklinga og framleitt meiri illvilja. Nú hrópar mannkynið há- stöfum og biður um visku til að geta lifað í friði og forðað sér frá eyðileggingu stríða, sem útlit er fyrir að verði hættu- legri ár frá ári.” En hvernig má þetta ske. Hvernig get- ur mannkynið öðlast þekkingu til þess að lifa í friði og frelsa sjálft sig frá glötun? Til þess er eingungis ein leið. Memr verða að gefa Guði bústað í hjarta sínu. Það verður að reyna að sameina framfarir vísindanna og framför í siðgæði, og það er mögulegt einungis með því að biðja til Guðs í auðmýkt og einlægni, reyna að skilja tilgang hans og gjöra vilja hans. Án einhverrar þesskonar endurvakn- ingár er óhjákvæmilegt að mannkynið sökkvi dýpra og dýpra. Það kemirr stxíði af stað, grimdaræði vex og magnast, menn verða óvinveittari hver öðrum, jafnvel ennþá grimmari en þeir hafa verið á þess- um síðustu og verstu dögum; því þegar menn gleyma Guði og hugsa ekkert um hann, þegar þeir stálherða hjarta sitt gegn áhrifum hans heilaga anda, þá er ekkert til sem geti frelsað þá frá því að hrapa niður í hyldýpi taumlausra synda. Þegar þess er gætt að Guð veit endann frá byrkjuninni, og gjörir sér grein fyrir því hve algjörlega ósjálfbjarga maðurinn er án Guðs þá er það engin furða þó hann ávarpi manninn á þessa leið: “Varpið frá yður öllum syndum yðar, er þér hafið drýgt í gegn mér, og fáið yður nýtt hjarta og nýjan anda, því að hvers vegna viljið þér deyja, Israelsmenn? Því eg hefi eigi velþóknun á dauða nokkurs manns, segir herrann Drottinn. Látið því af svo að þér megið lifa.” Ez. 18:31-33. Læknar í New York eru nú að reyna lítið radio sem er aðeins 6V2 lóð að þyngd. Það getur orðið eins hjálplegt til að frelsa líf manna eins og nýja meðalið penicillin. Ýmsir læknar sem stunda starf sitt innan 25 mílna frá Manhattan hafa þ e 11 a víð- varpstæki í brjóstvasa sínum og setja það þannig að það geti, tekið móti boðskap ef á liggur að fá hjálp frá þeim.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.