Stjarnan - 01.12.1948, Page 8
96
STJARNAN
STJARNAN Authorized as seeond class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Pubiishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
No papers are sent out except on paid
subscription
Ritstjörn og afgreiöslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar. Man, Can.
kenna þeim fagnaðar erindið.”
“En hvað hefir þú til að lifa á?” spurði
eg því eg eíaðist um að þetta væri skyn-
samleg ákvörðun, svona undir eins.
“Guð mun sjá fyrir því kennari,” sagði
hann rólegur um leið og gleðin skein úr
augum hans.
Mánuði seinna kom beiðni frá William
að við vildum koma til Masoko og prédika
þar, því fólkið óskaði eftir að heyra Guðs
orð. Masoko er þorp umkringt af frjósöm-
um fögrum fjöllum 20 mílur norður af
Nyasa vatninu. Héraðið er mjög þéttbýlt
og vér höfðum ekkert starfað þar.
Vér fórum og vorum þar í 6 vikur,
prédikuðum um eftirmiðdagana undir
stóru kapok tré og sýndum Biblíumyndir
á kvöidin. Fólkið sýndi mikinn áhuga og
29 manns meðtóku fagnaðar erindið. Einn
daginn fór William með mér til höfðingj-
ans, sem er ríkur og voldugur maður. Hann
iofaði að gefa okkur land fyrir trúboð-
skóla, og seinna er eg heimsótti hann feng-
um við land einmitt þar sem við óskuðum
eftir.
Rétt hjá þar sem á að byggja trúboð-
stöðina hefir William rutt land og gróður-
sett 400 bananatré svo kennarinn hafi eitt-
hvað að lifa á þegar hann kemur. Eg er
nýkominn aftur til Masoko til að byggja
skólann og hús fyrir kennarann. f morgun
héldum vér hvíldardagaskóla undir kapoka
trénu margir komu þangað til að heyra
Guðs orð. William verður eitt ár í Masoko
til að hjálpa kennaranum svo fer hann á
skóla að búa sig undir prédikunarstarf.
Oít í heitu löndunum, en sérstaklega
úti á hafinu hef ég séð hið fegursta sólar-
lag. Skýin á vesturloftinu eru máluð með
slíkri dýrð og feguirð, að engin listamaður
getur framleitt slíkt, og enginn penni eða
tunga getur lýst þeirri fegurð. Þetta er
táknmynd af því, sem vor dýrðlegi frels-
ari fyrir sinn heilaga anda gjörir fyrir fyr-
ir hverja sál, sem gefur gaum að aðvörun-
um og áminningum hans, opnar hjarta sitt
fyrir honum til að láta hann ríkja og
stjórna í lífi sínu á þessum sólarlagstíma
heimsins. Opnum hjörtu vor fyrir Guðs
heilaga anda.
E. E. ANDROSS
Smávegis
Munið eftir Stjörnunni vinir mínir,
hún lifir ekki á loftinu, fremur en aðrir,
og hún getur ekki beðist beininga hve hart
sem er í búi hjá henni. S. J.
-f -f -f
Þótt Sviss sé umkringt landi á allar
hliðar þá er þriðungur af útfluttum vörum
landsins sendar á skipum frá innanlands-
höfninni Basel á Rínarfljótinu.
-f -f -f
Súkkulaði, að því er menn vita best
var í fyrstu notað af gamla Aztecs þjóð-
flokkinum í Mexico, þeir möluðu baunirn-
ar og létu Vanilla samanvið til bragðbætis.
Spánverjum geðjaðist bragðið og bjuggu
til drykk úr mjólk með þessu.
-f -f -f
Puerto Rico er þéttbýlt mjög. Þar eru
618 íbúar fyrir hverja ferhyrnings mílu af
landi. Bandaríkin hafa aðeins 47 íbúa fyrir
hverja ferhyrnings mílu.
-f -f - -f
Nýlega héldu menn samkepni á Eng-
landi um hver gæti lyft mestum þunga.
John Davis frá New York skaraði fram úr
hann lyfti 391 punda þunga.
-f -f -f
Öldungadeild Bandaríkj astj órnarinnar
hefir samþykt uppástungu um að taka 25,-
000 valda menn af hinum heimilislausu í
Evrópu inn í sjóherinn sem reglulega með-
limi hans. Þessir menn munu fá leyfi til
að verða Amerískir borgara eftir 5 ára
þjónustu. Tillaga þessi þarf líka að fá sam-
þykki lægri deildar þingsins.
-f -f -f
Rússland gefur út 7,163 fréttablöð á
80 tungumálum. Útbreiðsla þeirra er yfir
31 miljón eintök. Samkvæt skýrslum frá
“Moscow News”, þá voru gefin út aðeins
859 blöð á dögum keisarveldisins, og út-
breiðslan var tæplega þrjá miljónir.