Stjarnan - 01.06.1949, Qupperneq 1
STJARNAN
JÚNÍ, 1949 LUNDAR, MANITOBA
Þörf syndarans á Kristi.
Maðurinn var upphaflega gæddur
göfugum hæfilegleikum og heilbrigðri sálu.
Hann var fullkomin vera og hann var í
samræmi við vilja guðs. Hugsanir hans
voru hreinar, áform hans heilög. En
óhlýðnin spillti hæfilegleikum hans, og
sjálfselskan kom í kærleikans stað. Eðli
hans veiktist svo við brot guðs boða, að
honum var eigi unnt að veita valdi hins
vonda mótstöðu af eigin ramleik. Satan
tók hann höndum, og hann hefði orðið að
vera á hans valdi til eilífðar, ef guð hefði
ekki af náð sinni skorizt í leikinn. Það var
tilgangur freistarans að koma í veg fyrir
að því guðdómlega áformi, sem drottinn
hafði með sköpun mannsins, yrði fram-
gengt og að fylla veröldina með eymd og
eyðileggingu. Hann vildi geta bent á allt
þetta böl svo sem væri það afleiðing þess,
að guð skapaði manninn.
í sakleysisástandi sínu var maðurinn í
sælufullu samfélagi við hann, “sem allir
fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar eru
fólgnir í.” En eptir syndafallið gat hann
ekki lengur glaðzt í heilagleikanum og
leitaðist við að fela sig fyrir augliti guðs.
Þannig er enn í dag ástand þess hjarta,
sem ekki hefur snúizt til apturhvarfs. Það
er ekki í samhljóðan við guð og gleðst ekki
í samfélaginu við hann. Syndari gæti ekki
verið farsæll í návist guðs; hann mundi
fælast frá samfélagi við hinar helgu verur.
í himninum mundi hann engrar gleði geta
notið, þótt honum væri leyft að koma
þangað. Hinn sjálfselskulausi kærleikur,
sem þar drottnar, þar sem hinn eilífi
kærleikur endurspeglast í hverju einasta
hjarta, mundi ekki vekja neinn endur-
hljóm í sálu hans. Hugsanir hans, hugðmál
og hvatir mundu verða allt öðruvísi en
þær, sem hinir syndlausu himinbúar láta
leiðast af. Hann mundi verða sem hjáróma
rödd í hinni himnesku samhljóðun. Himin-
inn yrði kvalastaður fyrir hann. Hann
mundi leitast við að fela sig fyrir honum,
sem er ljós himinsins og allur hinn
himneski fögnuður streymir út frá. Það
er ekkert gjörræðisbann frá guðs hálfu,
sem útilokar hina óguðlegu frá himnaríki;
þeir eru útilokaðir af því að þeir eru óhæf-
ir til þess að vera í þeim félagsskap, sem
þar er. Fyrir þá mundi guðs dýrð verða
eyðandi eldur. Þeir mundu æskja sér að
verða eyðilagðir, til þess að þeir gætu
hulið sig fyrir ásjónu hans, sem dó til þess
að endurleysa þá.
Það er ómögulegt fyrir oss að komast af
eigin ramleik upp úr því syndadjúpi, sem
vér erum sokknir niður í. Hjörtu vor eru
vond og vér getum ekki breytt þeim. “Hver
gjörir hreinan úr óhreinum? Ekki einn
einasti.” “Vegna þess að hyggja holdsins
er fjandskapur í gegn guði, með því að hún
hlýðnast ekki guðs lögmáli, af því hún
getur það ekki.” Lærdómur, menntun,
sterkur vilji og mannlegt kapp og fyrir-
hyggja geta verið nytsöm, þar sem þau
komast að og eiga við, en hér er allt þetta
magnlaust. Það getur komið til leiðar góðri
ytri hegðun, en megnar eigi að umbreyta
hjartanu, megnar eigi að hreinsa upp-
sprettur lífsins. Áður en maðurinn getur
breyzt frá synd til heilagleika, verður að
koma kraptur, sem verkar innan að, og
nýtt líf að oíar/. Þessi kraptur er Kristur.
Hans náð ein getur lífgað hina dauðu
hæfil'egleika sálarinnar og laðað hana að
guði og heilagleikanum. Frelsarinn sagði:
“Maðurinn getur ekki séð guðs ríki, nema
hann endurfæðist” (þ.e. án þess að hann
fái nýtt hjarta, nýjar óskir, áform og hvat-
ir, sem leiða til nýs lífernis). Það er hættu-