Stjarnan - 01.02.1951, Page 1

Stjarnan - 01.02.1951, Page 1
STJARNAN FEBRÚAR, 1951 LUNDAR, MANITOBA Rannsakið Ritningarnar Sú er tilætlun Guðs, að sannindi orða hans séu stöðugt útlistuð fyrir fólki hans þegar í þessu lífi. Þessa þekkingu er aðeins ein leið til að öðlast. Vér getum því aðeins fengið skilning á Guðs orði að sá andi upp- lýsi oss, sem orðið var gefið fyrir. „Enginn veit hvað í Guði býr nema Guðs andi“; nþví andinn rannsakar allt, jafnvel Guðs leyndarráð“. Og þetta var fyrirheit það, er frelsarinn gaf lærisveinum sínum: „Þeg- ar hann, sá sannleikans andi, kemur, mun hann leiða yður í allan sannleika; . . . því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður“. Guð vill að mennirnir noti skynsemi sína, og rannsókn ritningarinnar mun styrkja og göfga sálina fremur sérhverju öðru fræðinámi. Vér verðum samt að var- ast að oftigna skynsemina, því að hún er undirorpin mannlegum veikleika og breisk leika. Ef vér viljum ekki eiga það á hættu að ritningin verði myrk fyrir skynsemi vorri, svo að við skiljum ekki hin ljósustu sannindi, þá verður trú vor að vera ein- föld eins og trú lítils barns, og vér verðum að vera fúsir á að læra og biðja um aðstoð heilags anda. Tilfinningin um speki Guðs og mátt og vanmátt vorn til að skilja mikilleik hans á að fylla oss auðmýkt og vér eigum að opna bókina, sem orð hans heíir að geyma, með lotningu, eins og vér ætluðum að ganga fyrir hans auglit. Þeg- ar vér lesum ritninguna, verður slcynsem- in að kannast við myndugleika, sem henni er æðri, og hjartað og skynsemin verður að beygja sig fyrir hinum mikla, sem segir: -.Ég er sá, sem ég er". Margt af því, sem virðist vera erfitt viðfangs og myrkt, mun Guð gjöra þeim ljóst og skiljanlegt, er leitast við að skilja það á þennan hátt. En án hjálpar heilags anda munum vér jafnan eiga það á hættu að rangfæra ritningarnar og þýða þær skakkt. Margir lesa ritninguna og hafa þó engin not af því, og oft og tíðum er slíkur lestur jafnvel skaðlegur. Þegar menn taka Guðs orð sér í hönd án lotningar og bænar, þegar hugsununum og hjartanu er ekki snúið til Guðs, þá fellur skuggi efans á sálina og vantrúin styrkist jafnvel við rannsókn ritningarinnar. Óvinurinn stjórn- ar hugsununum, og hann stingur upp á skýringu, sem ekki er rétt. Þegar menn- irnir ekki leitast við í orðum og verkum að komast í samræmi við Guð, þá eiga þeirji hættu að skilningur þeirra á ritn- ingunni verði rangur, hversu lærðir sem þeir eru, og það er hættulegt að reiða sig á skýringar þeirra. Þeir, sem lesa ritn- inguna til að leita að mótsögnum í henni, eru skyni skroppnir í andlegu tilliti. Það, sem í rauninni er ljóst og eirifalt, gefur hinni rangsnúnu sjón þeirra mörg tilefni til efasemda og vantrúar. Hversu mjög sem menn leitast við að dylja það, þá er það víst að elskan á synd- inni er oftast nær hin sanna orsök efa- semda og vantrúar. Hið drambsama, synd- kæra hjarta getur eigi fellt sig við kenn- ingu og bann Guðs orðs, og þeir, sem eru ófúsir til þess að hlýða kröfum þess eru fúsir á að efast um trúverðugheit þess. Vér verðum að óska þess einlæglega að þekkja sannleikann og vera fúsir í hjarta voru til að hlýða honum til þess að geta öðlast þekkingu, á honum. Allir, sem rannsaka ritninguria á þann hátt, munu fá fullnægj- andi sönnun þess að hún er Guðs orð; þeir munu fá skilning á sannindum henn- ar, og þau munu veita þeim íróðleik til sáluhjálpar. Kristur hefir sagt: „Ef sá er nokkur, sem vill gjöra hans vilja, hann mun kom- ast að raun um hvort lærdómurinn er af Guði“. í stað þess að mótmæla því og telja galla á því, sem þú skilur ekki, er þér betra að gefa gaum að því ljósi, sem þeg- ar skín og lýsir þér; þá munt þú öðlast meira ljós. Leys þú af hendi sérhverja skyldu, sem skynsemi þinni er ljós, með

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.