Stjarnan - 01.02.1951, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.02.1951, Blaðsíða 2
10 STJARNAN náðaraðstoð Krists, þá munt þú verða fær um að sjá og inna af hendi þær skyldur, sem þú ert í efa um. Ein sönnun er öllum ljós, svo hinum lærðustu sem hinum fáfróðustu; það er sönnun reynslunnar. Guð býður oss að reyna sjálfum veruleik orða sinna og sann- indi fyrirheita sinna. Hann býður oss að taka eftir og sjá hvað Drottinn er góður. Vér eigum að taka sjálfir eftir, en ekki að reiða oss á orð annara. Hann segir: „Biðjið, og þér munuð öðlast“. Fyrirheit hans munu uppfyllast. Þau hafa aldrei brugðizt og geta aldrei brugðizt. Þegar vér komum til Jesú og gleðjumst í fyllingu kærleika hans, þá mun efi vor og myrkur hverfa fyrir ljósinu af ásjónu hans. Páll postuli segir að Guð hafi „hrifið oss frá myrkusins valdi og flutt oss inn í ríki síns elskulega sonar“. Og sérhver, sem er kominn frá dauðanum til lífsins, getur vottað að „guð er sannorður“. Hann getur vitnað: „Ég þarfnaðist hjálpar og fékk hana hjá Jesú. Á öllum skorti var bót ráðin, hungur sálar minnar var sefað og nú veit ég að ritningin er opinberun Jesú Krists. Spyr þú, hvers vegna ég trúi á Jesú? — Af því að hann er guðdómlegur frelsari minn — Hvers vegna trúi ég ritn- ingunni? — Af því að ég hef komizt að raun um það að hún er orð Guðs til mín“. Vér getum haft „þann vitnisburð í sjálf- um oss“ að ritningin er sannleikur og Kristur sonur Guðs. CDg vér getum vitað að vér fylgjum ekki „spaklega uppspunn- um skröksögum“, þegar vér trúum þessu“. Pétur postuli áminnir bræður sína um að „vaxa í náð og þekkingu Drottins vors Jesú Krists“. Þegar Guðs börn vaxa í náð- inni fá þau sífellt ljósari og ljósari skiln- ing á orði hans. Þau munu verða vör við nýtt ljós og nýja fegurð í hinum helgu sannindum þess. Þetta hefir átt sér stað í sögu kirkjunnar á öllum tímum, og svo mun það verða til enda veraldar. „Gata réttlátra er sem skínandi ljós sólarinnar; þess birta eykst allt til hádegis“. Með augum trúarinnar getum vén.séð fram til hins komandi heims og tileinkað oss loforð Guðs um að vaxa í þekkingu, er mannlegir hæfileikar sameinast eigin- leikum guðdómsins og sérhver sálargáfa er beinlínis tengd uppsprettu ljóssins. Vér getum fagnað því, að allt það, sem oss hefir verið hulið í stjórn forsjónar Guðs, verður þá ljóst; þá verður það útskýrt, sem erfitt er að skilja; og vér munum sjá, að þar er fullkomið og fagurt samræmi, er hin takmarkaða skynsemi vor sá ringul- reið eina og ófengin áform. „Því nú sjá- um vér í gegnum gler í ráðgátu, en á síðan augliti til auglitis; nú þekki ég að nokkru leyti, en þá mun ég sjálfur þekkja eins og ég er sjálfur þekktur“. —5---------☆------------ XXI. Hin ófyrirgefanlega synd „Til er synd til dauða, fyrir henni segi ég ekki að hann skuli biðja“. lJóh. 5:16. Jesús gefur viðvörun gegn henni. „Hver sem mælir orð gegn mannsins syni, honum mun verða fyrirgefið, en hver sem mælir gegn heilögum anda honum mun eigi verða fyrirgefið, hvorki í þessum heimi né hin- um komanda“. Matt. 12:32. I. Hver er heilagur andi? 1. Hann er meðstarfandi Guðs og Krists. „Kristnið allar þjóðir, skírið þá til nafns Föðursins, Sonarins og hins Heilaga Anda“. Matt. 28:19. 2. Hann tók þátt í sköpunarverkinu. „í upphafi skapaði Guð himin og jörð. En jörðin var þá auð og tóm og myrkur grúfði yfir djúpinu, og Guðs andi sveif yfir vötnunurti“. lMós. 1:1.—2. 3. Hann sté niður yfir Krist þegar / hann var skírður. „Og er Jesús var skírður sté hann jafnskjótt upp úr vatninu, og sjá himnarnir opnuðust fyrir honum, og hann sá Guðs anda stíga ofan eins og dúfu og koma yfir hann, og sjá rödd af himnum sagði: Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á“. Matt. 3:16.-17. 4. Hann er sérstakur fulltrúi Krists á jörðinni. „En huggarinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður alt og minna yður á alt, sem ég hefi sagt yður“. Jóh. 14:26. „Fari ég ekki burt mun huggarinn ekki koma til yðar, en þegar ég er farinn mun ég senda hann til yðar“. Jóh. 16:7.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.