Stjarnan - 01.02.1951, Síða 5
S T J A R N A N
ana, hungur og veikindi. En gegnum alla
þessa erfiðleika þá voru menn og konur
þakklát Guði, og fundu lífið þess vert að
lifa. Með öruggri trú og trausti á Guði
bygðu þeir sér heimili, kirkjur og skóla og
lögðu þannig grundvöllinn undir nýja
heiminn.
Hvers vegna geta menn ekki horfst í
augu við erfiðleikana nú á tímum? Dr. W.
H. Barrow giskar á sumar ástæðurnar
fyrir taugastyrkleysi vorra tíma. Hann
segir að háskólagengnir menn séu illa
undir það búnir að mæta erfiðleikum lífs-
ins. „Bæði á heimilinu og skólanum hafa
þeir haft svo litla rey-nslu, sem gæti veitt
þeim staðfestu, rólyndi og sjálfstraust.
Þeir hafa enga sjálfstjórn vegna þess
þar var engin stjórn sem þeir gætu lært
og gjört að lífsreynslu sinni. Þeir geta ekki
komist að neinni niðurstöðu fyrir rólegá
íhugun. Það hefir aldrei verið tekinn ró-
legur tími til að íhuga málefnin .... Aðal
gallinn er að menn hafa ekki náð þroska.
Þeir verða aldrei fullorðnir. Fólk sem
þannig er barnalegt og óþroskað er illa
fært að mæta erfiðleikum“.
Ef menn hafa engar ákveðnar lífsregl-
ur að fylgja, og enga andlega reynslu til
að styðja sig við þegar þeir mæta miklum
erfiðleikum þá er þeim hætt við örvænt-
ingu, alt sem þeir sjá er myrkur og vand-
ræði, þeir hafa aldrei lært að leita hjálpar
hjá Guði.
Já, það er flest öðruvísi nú heldur en
var þegar menn og konur liðu alls konar
harðrétti og dauða til að byggja þennan
nýja heim. Þessir brautryðjendur fundu
til ábyrgðar sem á þeim hvíldi og börðust
við alls konar erfiðleika með lifandi trú
á Guði. Tökum til dæmis Mary White Ró-
landson, frumbyggja nýja Englands. Með-
an á Indíánastríðinu stóð veturinn 1676,
þá vaknaði Mrs. Rólandson eina nótt við
það að óvinir umkringdu og réðust á heim-
ili hennar. Hún og börn hennar þrjú voru
handtekin og flutt í burtu. Yngsta barn
hennar dó úr vosbúð og kulda. 1 ellefu
vikur var hún í varðhaldi og horfðist oft
í augu við dauðann. Loks var henni og
tveimur eftirlifandi börnum hennar slept.
Oft í æfisögu sinni talar hún um gæzku
Guðs við sig. Einu sinni skrifaði hún: „Guð
var með mér og styrkti mig á undraverðan
hátt, svo ég lét aldrei alveg hugfallast“.
Þegar sorgin var þyngst skrifaði hún:
13
„Svo fljótt sem tækifæri gafst tók ég Biblí-
una til að lesa og varð þá fyrir mér þessi
hughreystandi setning: „Hættið og viður-
kennið að ég er Guð“. Þetta styrkti mig
en ég bjóst við að sorgartímar væru fram
undan“.
Geta ekki nútíðármenn lært sér til
hjálpar af hinni barnslegu trú forfeðra
vorra? Vér getum hughraustir mætt við-
fangsefnum nútímans ef Guð er með oss.
Hversu hugstyrkjandi fyrir þá sem treysta
Guði er ekki loforð vors himneska föður:
„Óttast þú eigi því ég er með þér, lát eigi
hugfallast því ég er þinn Guð, ég styrki
þig, ég hjálpa þér. Ég styð þig með hægri
hendi réttlætis míns“. Jes. 41:10.
„Óttastu ekki“, er góð áminning. í emni
Biblíu þýðingu stendur: „Líttu ekki í
kringum þig“. Líttu upp og sjáðu hvernig
boðskapur huggunar og kærleika Guðs
mætir þörfum þínum fyrstu daga þessa
nýja árs. Leyfðu Guði að leiða þig með
hægri hendi réttlætis hans.
Hvers vegna líta á dimmu hliðina,
bresti og yfirsjónir. Framtíðin er í hendi
Guðs. Líttu ekki í kringum þig heldur
líttu upp. Sól réttlætisins er reiðubúin að
styrkja þig og halda þér uppi.
M. L. N.
------------•☆•----------
Hlýðni
Einu sinni var lítil stúlka að leika sér
skamt frá húsinu þar sem hún átti heima
úti á landi. Hún sat á flötinni og var að
búa til festi úr fíflaleggjum þegar hún
heyrði föður sinn segja rólega við hana:
„Sittu grafkyr og hreyfðu- þig ekki hið
allra minsta“. Hún varð hrædd en hlýddi
þó föður sínum orðalaust. Rétt á eftir
heyrðist skot, svo var henni sagt að eitr-
aður höggormur hefði verið hringaður upp
skamt frá henni. Ef hún hefði hreyft sig
hið allra minsta hefði hann hitt hana áður
en faðir hennar gat skotið hann. Hlýðnin
frelsaði líf hennar. Það var þrent sem or-
sakaði hlýðni hennar. Fyrst, hún var vön
að hlýða, annað, hún elskaði föður sinn,
þriðja, hún vissi að faðir hennar elskaði
hana.
Fús hlýðni er bezta aðferðin til að,
sýna Jesú að vér elskum hann.
s. s. w.