Stjarnan - 01.02.1951, Side 8

Stjarnan - 01.02.1951, Side 8
16 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjóm og afgreiðslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can. ins stendur ennþá yfir. Þeir sem bera nafn Krists ættu að hrista af sér svefnmókið, sem hindrar starf þeirra, og ganga rösk- lega að verki sem samverkamenn Krists. Andlegur skilningur er ávöxtur af auð- mjúkri og alvarlegri rannsókn Guðs orðs. Sá sem trúir Guðs orði hann hungrar og þyrstir eftir að þekkja Guðs vilja. Guð upplýsir skilning hans og gefur honum kraft til að meðtaka hið opinberaða orð og breyta eftir því. Saga Jóhannesar postula er eftirtektar- verð. Fyrri hluta æfi sinnar var hann í félagi með ómentuðum fiskimönnum. En er hann komst í kynni við Krist drakk hann af uppsprettu vizkunnar og leitaðist við að leiða aðra til uppsprettu lífsins vatns. Hann var áhugasamur og trúr í starfi sínu fyrir Meistarann. Hin einföldu orð hans, kraftur sannleikans sem hann kendi, og andlegur áhugi sem einkendi alt starf hans, mælti með honum til allra stétta mannfélagsins. E. G. White segir í bók sinni: „Hið helgaða líf“. „Maður þarf að líta á dýrð og fegurð himinsins á stjörnubjartri nóttu og athuga kraft Guðs til að skapa alt þetta og halda því við. Þar lærir hann að sjá mikilleika skaparans 1 samanburði við hvað hann sjálfur er lítilfjörlegur. Ef h'ann hefir liðið af hroka og sjálfsáliti vegna ríkidæmis gáfna, eða einhvers annars þá þarf hann að virða fyrir sér fegurð himins- ins og stjarnanna í næturkyrðinni og læra að auðmýkja sig í návist hins eilífa, al- máttuga Guðs“. G. K. Kleiser ------------*-----:------- „Styrkist í Drotni og krafti hans máttar“. Efes. 6:10. ☆ ☆ ☆ „Varðveitið yður sjálfa í kærleika Guðs, og væntið miskunar Drottins vors Jesú Krists til eilífs lífs.“ Jud.21:22. Smávegis Theodore G. Taylor formaður Grass- ington vefnaðarfélagsins á Englandi er orðinn 100 ára gamall, en þrátt fyrir það vinnur hann á hverjum degi. ☆ ☆ ☆ „Látum oss kanna og rannsaka breytni vora og snúa oss til Drottins. Látum oss hefja hjörtu vor auk handanna til Guðs á himnum“. ☆ ☆ ☆ „Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það“. Lúk. 11:28. ☆ ☆ ☆ „Óttast þú eigi því ég er með þér, eigi skaltu örvilnast því ég er þinn Guð, ég styrki þig og hjálpa þér, ég held þér með minni trúfastri hægri hendi“. Es. 41:10. -----------☆------------- Fyrirheit Guðs eru ótæmanlegur fjár- sjóður. Ég vil heldur þekkja þau og eiga tilkall til þeirra heldur en þó ég ætti auð- uga gullnámu. Alt jarðneskt ferst á einn eða annan hátt, „En Guðs orð varir að eilífu“, og „Sá, sem gjörir Guðs vilja varir að eilífu“. „Drotni heyrir jörðin og alt sem á henni er“. Sálm. 24:1. „Drottinn er nálægur öllum sem hann ákalla, öllum sem ákalla hann einlæglega. Hænn gjörir það sem hinir guðhræddu girnast. Kall þeirra heyrir hann og frelsar þá“. „Augu Drottins hvíla á þeim er óttast liann, á þeim er vona á miskun hans“. Sálm. 33:18. „Varpa áhyggju þinni upp á Drottinn, hann ber umhyggju fyrir þér“. „Ef Guð er með oss hver er þá á móti oss“. Róm. 8:31. „Þeim, sem Gu3 elska verður alí til góðs“. Róm. 8:28. „Þú veitir ævarandi frið því þeir treysta á þig, Treystið Drotni æ og ætíð þvi Drottinn er eilíft bjarg“. Jes. 26:3.—4. Það er blessunarríkt að mæta ýmis- konar erfiðleikum. Það kennir okkur að treysta Guði þegar hann ryður brautina og greiðir úr erfiðleikunum fyrir oss, miklu betur en við höfum vit á að biðja hann um. S. J.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.