Stjarnan - 01.04.1952, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.04.1952, Blaðsíða 4
28 STJARNAN og hressandi. Alt útlit landsins jafnaSist við fegurstu velli og blómabeð umhverfis hallir auðmannanna. Englarnir litu feg- urðina með gleði og fögnuðu yfir Guðs dýrðlegu handaverkum.“ P. P. Svo skapaði Guð manninn eftir sinni mynd bæði að útliti og hugarfari. „Maður- inrt skapaður af Guði var hár vexti, vel vaxinn og svaraði sér vel. Útlit hans bar vott um hreysti og hamingju. Adam var stærri að vexti en menn nú alment eru. Eva varjiokkru lægíj, en fögur og yndis- leg. Sköpunarverk Guðs var fullkomið. „Þannig algjörðist himinn og jörð og allur þeirra her.“ „Og Guð leit yfir alt sem hann hafði gjört og sjá, það var harla gott.“ lMós. 2:1. og L:31. Alt var fullkomið. Enginn skuggi synd- ar né dauða skygði á tilveruna. Alt var svo, yndislegt og fullkomið. „Morgun- stjörnurnar sungu gleðisöng allar saman, og allir Guðs synir fögnuðu.“ Job. 38:2. Hvernig Adam og Eva mistu heimili sitt er sogarsaga sem öllum er kunn. 'Freistingin kom, maðurinn féll. Flóðgátt- ir syndar, sorgar og eymdar opnuðust mannkyninu. Bölvun hvíldi yíir jörðunni. Fölnandi blóm og fallandi lauf báru vott um afleiðingar syndarinnar. „Laun synd- arinnar er dauði.“ Verður þetta að haldast við endalaust? Nei. Jesús er ekki einungis frelsari vor, meðalgangari og komandi konungur. Hann endurleysir og endurreisir líka það sem glatað var. „Ég Drottinn er frelsari þinn, og hinn voldugi Jakobs endurlausnari þinn,“ segir Jesús oss fyrir munn Jesajas spámanns 49:26. Það sem maðurinn misti vegna synd- arinnar, verður endurreist í fullkominni dýrð og fegurð. Jesús kom til að leita, þess sem glatað var og frelsa það. Þetta er lof- crð Guðs sem aldrei bregst. Fyrir Jesús úthelta blóð hefir hann endurkeypt alt sem maðurinn tapaði í byrjun vegna synd- arinnar. „Sjá, hinir fyrri spádómar eru fram komnir, en nú boða ég yður nýja hluti, og læt yður heyra þá áður en fyrir þeim vottar.“ Jes. 42:9. Hvernig getur þettað orðið? Hvenær verður það? Vér þurfum ekki að undrast yfir því. Guð stendur við loforð sín. Þessi gamla veröld full af sorg og synd verður eyðilögð. „En dagur Drottins mun koma eins og þjófur, og þá munu himn- arnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita og jörðin og þau verk sem á henni eru upp brenna.“ 2Pét. 3:10. Eftir að synd og syndarar er alt eyðÞ lagt við lok þúsund ára ríkisins sem Jó- hannes talar um í Op, 20. kap. þá verður endurlausnarverkið fullkomnað og jörðin, sem maðurinn misti við fallið verður end- urreist til hinnar fornu fegurðar Eden aldingarðs. Sá sem á hásætinu sat sagði: „Sjá, ég gjöri alt nýtt.“ Op. 21:5. Já, það verður ný jörð, synd og alt sem minnir á hana verð- ur alveg afmáð. „Sjá, ég skapa nýjan him- in og nýja jörð, hins fyrra skal ekki framar minst verða og engum í hug koma.“ Jes. 65:17. Á þessari endursköpuðu jörð munu búa endurleystir menn og konur, endur- leystir bæði andlega og líkamlega. Þeir munu rísa með ódauðlegum líkama upp úr gröf sinni þegar Jesús kemur aftur. „Vér munum allir umbreytast .... þetta hið forgengilega á að íklæðast óforgengi- leikanum, og þetta hið dauðlega ódauð- leikanum.“ lKor. 15:51.—53. Þeir sem sjúkdómar hafa lagt í gröfina munu koma fram í blóma lífsins. „Þá munu augu hinna blindu uppljúkast, og opnast eyru hinna daufu, þá mun hinn halti létta sér sem hjörtur og tunga hins mállausa fagna lofsyngjandi.“ Jes. 35:5.—6. „Enginn borgarbúi mun segja: Ég er sjúkur.“ Jes. 33:24. Þeir fá bænum sínum svarað. „Áður en þeir kalla mun ég svara og ^ður en þeir hafa orðinu slept mun ég bænheyra.1' Jes. 65:24. Þá munu menn gjöra undraverðar upp- götvanir. „Því jörðin er full af þekking á Drotni, eins og djúp sjávarins er vötn- um hulið.“ Jes. 11:9. Vísindamennirnir munu fagna yfir nýjum og nýjum opin- berunum, er þeir rannsaka handaverk Guðs við fætur hins æðsta kennara og í skóla hans gegn um endalausar aldir eilífðarinnar. Ó, hvílíkur dýrðardagur það verður. Stríðið er endað, synd og syndarar eru ekki framar til. Alheimurinn er hreinn og heilagur. Samræmi og fögnuður á sér stað

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.