Stjarnan - 01.10.1952, Síða 2

Stjarnan - 01.10.1952, Síða 2
74 STJARNAN Það er enginn samjöfnuður hve miklu þyngri vonbrigðin verða fyrir þá, sem ekki gefa gaum að aðvörun Guðs: „Verið við- búnir.“ Hann hefir sett viss skilyrði sem vér verðum að mæta ef vér viljum öðlast verðlaun hins eilífa lífsins. Það er sagt um þá sem meðtaka þessi verðlaun að þeir „varðveita boð Guðs og trúna á Jesúm.“ Fyrir þá sem eru óviðbúnir verður grátur og gnístran tanna. Heldur þú Guðs boðorð, öll þeirra? Jakob postuli segir: „En þó að einhver héldi alt lögmálið en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess.“ Jak. 2:10. Trúir þú í sannleika á Jesú, hefir þú Jesú trú? Eða fer þú að- eins í kirkju í hverri viku og lætur það nægja? Jesús sagði: „Ekki mun hver sá er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum.“ Matt. 7:21. Gefur þú gaum að aðvörun Guðs? Ert þú að undirbúa þig fyrir eilífðina, eða læt- ur þú berast með straumnum til eyðilegg- ingarinnar? Margir nú á tímum hafa að lokum kannast við að spádómar Biblíunnar eru áreiðanlegir, að endir heimsins sennilega fé í nánd og Jesú muni bráðum koma, svo þeir vilja hafa samband við söfnuðinn, svo að þeir geti leitað athvarfs þar ef eitt- hvað kemur fyrir. En þeir vilja ekki full- komlega snúa baki við heiminum til þess einhuga að búa sig undir eilífðina. Það er ómögulegt að þjóna tveimur herrum. Þeir sem vilja frelsast verða að þola ámæli heimsins gagnvart einlægri guðrækni þeirra, sem fullkomlega hafa helgað sig Guði frelsara sínum. Lítilsháttar viðbúnaður er einkis virði. Eilífðin í dýrð hjá Guði er ómetanleg verðlaun, og undirbúningurinn til að geta hlotið verðlaunin, verður að vera afdrátt- arlaus og fullkominn. Gættu þín að vera ekki óviðbúinn þeg- ar stundin kemur. Nú í dag er tækifæri að búa sig undir eilífðina, við vitum ekki hvort það verður á morgun. Breytum þannig að vér getum höndlað hnóssið og öðlast loforðið: „Sælir eru þeir þjónar, sem húsbóndinn finnur vakandi þegar hann kemur .... Verið þér viðbúnir.“ Lúk. 12:37.-40. —H. B. WEEKS Hvöt til bæna Meðan á seinna stríðinu stóð þurfti ég að ferðast frá Glendale til Los Angeles. Stórt auglýsingaskilti dróg að sér athygli mína, á það var prentuð óvenjuleg athuga- semd: „Vakna þú, Ameríka. Bæn er eina hjálparvonin þín.“ Ef þetta var nauðsynlegt í síðasta stríði, þá er þess enn meiri þörf nú er þriðja stríðið vofir yfir. Nú hljómar áminningin, ekki einungis til Ameríku heldur til allra íbúa heimsins: „Vaknið upp. Bænin er eina hjálparvonin ykkar.“ Það er því miður satt að „vér höfum fjölda trújátenda, en fáa biðjandi menn.“ Sami rithöfundur segir: „Vér höfum þörf á bæn, einlægri alvarlegri, hjartnæmri bæn, eins og Davíð bar fram er hann sagði: „Eins og hjörturinn kallar eftir rennandi vatni, svo kallar mín sál, Guð, til þín.“ „Bæn er andardráttur sálarinnar, leyndardómur andlegs styrkleika. Ekkert annað getur komið í stað hennar til að halda við andlegu lífi mannsins.“ Þegar vér erum eins handgengnir Guði eins og Elías var, þá mun Guð opinbera kraft sinn. Þegar menn þreyta við Guð í bæn eins og Jakob gjörði, þá mun verða sjáanlegur árangur. Kraftur Guðs mun verða veittur sem svar upp á trúaða bæn. Bæn er hið sterkasta afl í heiminum, „hinn gleymdi leyndardómur“ kraftarins. Það er undravert hve bænasnauðir vér erum. „Og hann sá að þar var enginn, og hann undraðist að enginn vildi í skerast.“ „Enginn ákallar nafn þitt, enginn herðir sig upp til að halda fast við þig.“ Jes. 59:16.; 64:6. Það var einu sinni pappaspjald hengt upp í veitingahúsi Kristilegs félags ungra manna, á því stóð: „Guð er að litast um eftir biðjandi mönnum.“ Finnur hann þig meðal þeirra? „Þar eð tími er kominn til að leita Drottins, til þess að hann komi og láti réttlætið rigna yður í skaut.“ Hósea 10:12. „Yður er mál að rísa upp af svefni .... liðið er á nóttina, dagurinn er í nánd.“ Róm. 13:11.-12. Biðjum Drottinn „að úthella yfir oss bænaranda." —G. A. STEVENS

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.