Stjarnan - 01.10.1952, Síða 4

Stjarnan - 01.10.1952, Síða 4
76 STJARNAN ast Jesú og feta í fótspor hans sem er hinn fegursti meðal tíu þúsunda. Miðpunktur kenninga postulans, við- víkjandi kristilegri starfsemi, fyrir gjafir andans er þetta að hún er einkis virði ef kærleikurinn er ekki hreyfiafl hennar. Án kærleikans er kristindóms játning að- eins orðin tóm, þýðingarlaus og kraítlaus. Guð varðveiti oss frá slíkum trúarbrögðum. Jesús er miðpunkturinn og lífskrafturinn í sönnum kristindómi og hann er kær- leikur. „Þér elskaðir elskum hver annan, því kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem efskar er af Guði fæddur og þekkir Guð. Sá, sem ekki elskar þekkir ekki Guð því Guð er kærleikur.“ —TAYLOR G. BUNCH ----------------- Guð framkvæmir alt eftir ráði vilja síns „Guð er ekki truflunarinnar Guð held- ur friðarins.“ Hann hefir tilgang með alt sem hann gjörir, það er ekkert af hendingu. Áform hans eru fullkomin. „Verið þér því fullkomnir eins og yðar himneski faðir er fullkominn.“ Matt. .5:48. Jesús mun því vissulega koma aftur eins og faðir hans hefir ákveðið. Endur- koma Krists verður fullkomnun frelsunar áformsins mönnum til sáluhjálpar. Til- gangur hans er að taka alla sína endur- leystu til himins þegar hann kemur aftur. Öll Guðs börn sem dáið hafa, síðan Abel dó, hvíla í gröfum sínum að undan- teknum Móses, Elías og nokkrum sem Jesús tók með sér þegar hann sté til himna, allir hinir bíða upprisu réttlátra. „En þó að allir þessir fengju góðan vitnisburð fyrir trú sína, hlutu þeir þó eigi fyrirheitið, þar sem Guð hafði oss fyrirséð það sem betra var,|til þess að þeir því að- eins skyldu fullkomnir verða, að vér yrð- um það ásamt þeim.“ Hebr. 11:39.—40. í 1. Þess. 4:15.—17. er því lýst hvernig Jesús safnar saman sinum útvöldu: „Því að það segjum vér yður og höfum fyrir oss orð Drottins, að vér s'em lifum og erum eftir við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir burtsofnuðu, því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuð engilsraust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni, og þeir sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upprísa, síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottinn í loftinu, og síðan munum vér vera með Drotni alla tíma.‘ Þeir sem trúa Guðs orði verða ekki a tálar dregnir, því að Jesús hefir aðvarað oss: „Ef einhver þá segir við yður: Sjá, hér er Kristur eða hér, þá trúið því ekki, því að upp munu rísa falskristar og fals- spámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða í villu, ef verða mætti jafnvel útvalda. Sjá, ég hefi sagt yður það fyrir. Ef þeir því segja við yður, sjá, hann er í óbygðinni þá farið ekki út þangað, sjá, hann er í herbergjunum, þá trúið þvi ekki.“ Matt. 24:23.-26. Nei, trúið því ekki. Jesús mun ekki koma leynilega. Hann mun komá í dýrð og veldi. Hann hefir aftur og aftur lofað því. Það er engin afsökun fyrir nokkurn mann sem játar trú á Krist að villast 1 þessu efni. „Því að manns sonurinn mun koma í dýrð föður síns og með englum sínum, og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans.“ Matt. 16:27. Hann segir enn fremur: „Því að eins og eldingin gengur út frá austri og skín alt til vesturs þannig mun verða koma manns sonarins . . . . Og þeir munu sjá manns soninn komandi á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. Og hann mun senda út engla sína með hljómsterkum lúðri og þeir munu safna saman hans út- völdum frá áttunum fjórum heimsendanna milli.“ Matt. 24:27.—31. Jesús mun koma aftur 1 himneskri dýrð, sem konugur kon- uganna og Drottinn drotnanna, með hon- um tíu þúsund sinnum tíu þúsund og þús- undir þúsunda af heilögum englum. „Hann sagði æðsta prestinum sem kvað upp dauðadóminn yfir honum, að hann mundi sjá hann komandi 1 skýjum himins.“ Mark. 14:62. í Opinberunarbókinni 1:7. er oss sagt að „hvert auga mun sjá hann.“ Þegar Jesús kemur munu hinir óguð- legu fyrirfarast, „þeim mun Drottinn

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.