Stjarnan - 01.10.1952, Page 6

Stjarnan - 01.10.1952, Page 6
78 STJARNAN eilífs lífs. Eðli dauðans er í blóðstraum hans. Aðeins himnesk innsprauting getur frelsað hann. Hið himneska eðli verður innleitt í blóðstraum hans, þegar hann í trú meðtekur Jesúm Krist, Guðs son sem frelsara sinn, og dauða hans sem forlíkun fyrir sínar syndir. Hvílíkt lausnargjald sem borgað var á Golgata til að frelsa oss frá hyldýpi syndar- innar. Rithöfundur einn segir: „Þegar þessi ómetanlega fórn var færð urðu allir íbúar himinsins hrifnir og undruðust Guðs ómælanlega kærleika, þeir reyndu að vekja þakklæti í hjörtum manna samboðið þessari kærleiksfórn.“ Það er erfitt fyrir englana að skilja þann kærleika, sem tengdi Drottinn þeirra við verur þær sem hann hafði skapað. Þeir undruðust er þeir sáu að hann var fús til að yfirgefa himin- inn til að líða spott og misþyrmingar vondra manna. Þetta er málefni sem er þess vert að veita nákvæma xhugun. „Líttu á særða höfuðið, gegn um stungnu síðuna, og hendur og fætur gegn um stungnar. Minnist þess að Jesús lagði alt í sölurnar oss til frelsunar, jafnvel himnaríki var sett í hættu.“ (C.O.L.) „Það var tilfinning syndaþungans og reiði föðursins er hann varð að líða sem staðgöngumaður syndarans, sem gjörði bikar hans svo beiskan og lagðist svo þungt á hann að hjarta hans brast.“ (D.A.) Ó, hvað hann vildi leggja mikið á sig til að frelsa mig. Jóhannes postuli segir: „Þetta er ritað til þess að þér skulið trúa að Jesús er Kristur, Guðs sonurinn, og til þess að þér með því að trúa öðlist lífið í hans nafni.“ Jóh. 20:31. „Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi er íieldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ Post. 4:12. Aðal þörf mannsins er Jesús Kristur. Menn geta ekki frelsast fyrir góðverk sín, ekki fyrir það að hafa nafn sitt innritað í kirkjubókina, eða nokkuð annað sem menn geta upphugsað. Enginn maður get- ur frelsað sjálfan sig. Neyð vor er svo á- kaflega mikil að ekkert nema dauði Guðs elskulega sonar getur frelsað oss. Jesús er hin eina frelsunarvon fyrir heiðingjana. Hann er eina vonin fyrir þann sem ber kristið nafn. Jesús er eina von heimsins. Fórnarblóð Krists tengir oss saman eins og eina stóra fjölskyldu um- hverfis hásæti Guðs. Það væri vel þess vert fyrir oss að nota eina klukkustund á hverjum degi til að hugleiða líf Krists. Vér ættum að athuga hverja einstaka frásögn um hann, sérstak- lega hin síðustu atvik í lífi hans. Ef vér hugsum um og horfum á Jesúm þar sem hann hneigði höfuð sitt og gaf upp andann á krossinum, þá mun líf vort umbreytast þegar vér minnumst þess að það voru syndir vorar sem sendu hann þangað. „En allir vér sem með óhjúpuðu andliti sjáum endurskinið af dýrð Drottins um- myndumst til hinnar sömu myndar frá dýrð til dýrðar með því að það kemur frá Drotni andanum.“ 2. Kor. 3:18. Vér þurfum allir að heimfæra til vor orð spámannsins: „En hann var særður vegna minna synda, og kraminn vegna minna misgjörða. Hegningin sem ég hafði tilunnið kom niður á honum, og fyrir hans benjar varð ég heilbrigður.“ Jes. 53:5. —R. H. PIERSON ---------☆---------- ^Sigur yfir dauðanum Dauðinn er óvinur, grimmur, vægðar- laus óvinur, sem orsakar mönnum sorg og sársauka. Einhvern tíma, einhvers staðar verða menn að mæta þessum óvini þangað til Jesús kemur. Mr. W. Mitford sagði einu sinni: „Menn hræðast dauðann eins og hinn versta óvin.“ Hvernig vér mætum honum- er alt komið undir persónulegu sambandi voru við Jesúm Krist. Jesús sjálfur gekk gegn um dyr dauðans og grafarinnar og kom aftur til að segja oss hvernig vér getum mætt þessum óvini. Vér þurfum ekki að hræðast hann. Ritningin talar um hinn fyrsta og ann- an dauða. Sá fyrsti er náttúrlegur og kem- ur til allra sem afleiðing syndarinnar. „Mönnum er fyrirsett eitt sinn að deyja.“ Vér getum ekki umflúið þennan dauða nema Jesús komi meðan vér lifum og vér séum reiðubúnir til að mæta honum. Ríkir og fátækir, lærðir og fáfróðir, háir og lágir verða að ganga gegn um dyr grafarinnar. Þessi náttúrlegi dauði er ekki byrjun annars lífs annars staðar og undir öðrum

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.