Stjarnan - 01.10.1952, Page 7

Stjarnan - 01.10.1952, Page 7
STJARNAN 79 kringumstæðum. Það er enginn vottur um líf hjá hinum framliðna. Jesús sjálfur kendi oss að það væri meðvitundarlaus svefn. ' Þegar Jesús kom *til heimilis höfðingj- ans og fann syrgjendurnar æpandi og kveinandi yfir dauða litlu stúlkunnar sagði hann: „Því hafið þér svo hátt og grátið? Barnið er ekki dáið heldur sefur hún.“ Mark. 5:39. „Lazarus vinur vor .er sofnaður, en ég fer nú til að vekja hann,“ sagði Jesús þegar Lazarus var dáinn. Lærisveinarnir skildu ekki hvað hann rneinti, svo þeir svöruðu: „Herra, ef hann er sofnaður þá mun honum batna.“ „En Jesús hafði talað um dauða hans, en þeir héldu hann ætti við hvíld svefns- ins, því sagði Jesús þeim þá með berum orðum: Lazarus er dáinn.“ Jóh. 11:13.—14. Davíð var maður eftir Guðs hjarta. „En Davíð sofnaði . . . . og safnaðist til feðra sinna og kendi rotnunar.“ Þó hann væri góður maður þá fékk hann ekki strax verðlaun sín að fara til himins. „Því að ekki sté Davíð til himna,“ segir Pétur í hvítasunnuræðu sinni. „Hann er bæði dá- inn og grafinn og leiði hans er til hjá oss alt til þessa dags.“ Post. 2:29. Biblían talar líka um annan dauða og frá honum er engin upprisa. Það er eilífur dauði. Jóhannes postuli minnist á þennan dauða í Opinberunarbókinni er hann segir: „Dauðanum og helju var kastað í eldsdíkið, þetta er hinn annar dauði.“ Op. 20:14. Sá dauði er hegning syndar- innar. „Laun syndarinnar er dauði.“ Róm. 6:23. „Hinir iðrunarlausu, þeirra hlut- ur mun vera í díkinu sem logar af eldi og brenni steini, sem er hinn annar dauði.“ Op. 21:8. Algjör eyðilegging verður hlutskipti þeirra sem hafna Guðs framboðnu náð. „Því sjá, dagurinn kemur brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir er guðleysi fremja munu þá vera sem hálm- leggir og dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim, segir Drottinn hersveitanna svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvist- ur . . . . og þér munuð sundurtroða hina óguðlegu, þeir munu verða aska undir iljum yðar á þeim degi er ég hefst handa segir Drottinn hersveitanna.“ Mal. 4:1.—3. Hinn náttúrlegi dauði aðskilur elskend- ur og orsakar sorg og söknuð, en Guðs börn lifa í von um að mætast aftur. Hinn annar dauði er eilífur aðskilnaður frá Guði og gefur enga von um endurfundi. Guði sé lof. Frelsunarvegur er opinh. Jesús hefir lykla dauðans og undirheima. Hann frelsar ástvini sína úr greipum dauðans. „Vertu ekki hræddur, ég er hinn fyrsti og síðasti, og hinn lifandi, ég var dauður, en sjá, lifandi er ég um aldir alda, og hefi lykla dauðans og undirheima.“ Op. 1:18. Þrisvar meðan Jesús starfaði hér opnaði hann dauðans dyr og kallaði menn til lífs- ins, dóttur Jairusar (Matt. 9:25.). Son ekkjunnar frá Nain (Lúk. 7:14.) og Laza- rus (Jóh. 11.). En hin sterkasta sönnun fyrir valdi hans yfir dauðanum var þegar hann sjálfur reis upp úr gröfinni. Synd- ugir menn bundu hann. Ranglátir menn dæmdu hann til dauða og óguðlegir menn krossfestu hann. En gröf og dauði gátu ekki haldið honum. Af því Jesús reis upp getum við, ég og þú, verið fullviss um upprisu og sigur yfir gröf og dauða. Jesús er frelsari vor og meðalgöngumaður. Hann er lífgjafi læri- sveina sinna. Fagnaðardagur fullkomins sigurs mun renna upp. „Eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, eins munu v allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist.“ 1. Kor. 15:22. Á morgni upprisunnar verða menn kallaðir fram. „Undrist ekki þetta, því sú kemur stuhd að allir þeir sem í gröfunum eru munu heyra hans raust, og þeir munu ganga út, þeir sem gott hafa gjört til upp- risu lífsins, en þeir sem ilt hafa aðhafst til upprisu dómsins." Jóh. 5:28.—29. Dýrðlegur dagur, þegar elskendur lengi aðskildir sameinast aftur. Hrifnir til skýja til að mæta Drotni í loftinu, fylgjast þeir að til hinna himnesku bústaða. Guð gefi oss náð til þess að meðtaka þá dýrðlegu frelsun, sem oss er framboðin í Jesú Kristi, og svo birtast með honum, sigri hrósandi yfir gröf og dauða þegar hann kemur í dýrð sinni til að samansafna sínum útvöldu. —R. H. PIERSON

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.