Stjarnan - 01.05.1954, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.05.1954, Blaðsíða 5
STJARNAN 37 Guð snýr því þér til bíessunar Það hefir verið dásamleg reynsla fyrir þá, sem voru veikir og vonlausir, að mæta Jesú persónulega. Hann vakti nýja von hjá þeim, sem voru niðurbrotnir, huggaði syrgjendur, reisti til lífs hina dánu og kendi fólkinu um hið eilífa og ævarandi, svo von þeirra náði til hins komandi heims. Guðdómur hans hlýtur að hafa skinið inn i hjörtu fólksins og vakið himneska endur- hljóma og innilegt þakklæti í hjörtum þeirra. Oss liggur við að öfunda þá, sem nutu þessara einkaréttinda að mæta Jesú per- sónulega og fá hjálp og leiðrétting hjá honum. En það fer fyrir oss eins og Jakob, að vér skiljum ekki að Guð er með oss af því vér sjáum hann ekki. Þetta getur or- sakast af því, að vér sjálfir hindrum hann frá að opinbera sig fyrir oss. Vera má vér undrumst.það í eilífðinni, þegar vér lær- um að Guð var oss nálægastur, þegar vér gengum gegn um þyngstu erfiðleikana. Ég hafði þau einkaréttindi að lesa Biblíuna með konu, sem hafði kristilegt uppeldi á æskuárum, en sem seinna leyfði efa að hindra sína kristilegu framför. Framkoma hennar hafði eyðilagt heimilis- líf fjölskyldunnar og nú var hún ein eftir- skilin með 5 börn. Þetta gjörði erfiðara með að hafa það rólegt meðan Biblían var lesin. Konan vildi halda áfram Biblíu- lestrinum, en hún fékst ekki til að biðja. Hún efaðist um að Guð hefði fyrirgefið sér. Ég var farinn að hugsa, hvort það væri ekki tíma eytt til ónýtis að lesa með henni. Eitt skifti, er ég kom þangað, sat hún í sólskininu á verandanum bak við húsið. Yngstu börn hennar 5 og 3 ára voru að leika sér skamt frá. Við fórum að lesa, en ég gat einhvern veginn ekki fest huga minn við lexíuna, sem ég hafði undirbúið, svo ég tók í þess stað loforð Guðs um nýjan himin og nýja jörð og vort eilífa líf með Guði í hans dýrðarríki. Ég hafði farið yfir þetta efni með henni áður. Hún virtist veita meiri eftirtekt heldur en venjulega, og litli drengurinn hennar þriggja ára gamall, hætti að leika sér, hlustaði á og reyndi að skilja það, sem við töluðum um. Á leiðinni heim var ég að hugsa um, hvað hægt væri að gjöra til að hjálpa henni. Ég hafði talað um frelsarann við hana og beðið með henni, en hún vildi ekki játa trú sína á Krist. Daginn eftir frétti ég, að litli drengur- inn hennar hefði staðið fyrir framan eld- stæðið og það hefði kviknað í fötum hans. Það var strax farið með hann á sjúkra- húsið en hann dó rétt á eftir. Þetta var sorglegt slys. Ég flýtti mér að heimsækja móðurina og bjóst við, að hún væri gröm og reið í uppreisn móti Guði. Mér til undrunar sagði hún grát- andi: „Það var alt mér að kenna, Guð leyfði að þetta kæmi fyrir til að kenna mér lexíu“. Svo sagði hún mér, hve mikið Biblíulesturinn frá deginum áður hefði hjálpað sér til að standast þessa reynslu. Ég hafði bæn með henni. Nú hafði hún snúið sér til Guðs. Barn hennar var tekið frá henni, en nú hafði hún innri frið og lagði alt í Guðs hönd. Litlu seinna var hún skírð og gekk 1 söfnuðinn. í eilífðinni munum vér skilja leyndar- dóm vonbrigðanna. Þá munum vér sjá, að bænir vorar, sem ekki var svarað ásamt sorg og ýmsum erfiðleikum, varð oss til hinnar mestu blessunar. —PETER FLYNN -----------Á------------ Líknarstarf Að elska náungann eins og sjálfan sig, meinar það að vera fús og reiðubúinn að veita hjálp af fremsta megni hvar sem þess er þörf, hvort sem það er í Canada eða við yztu takmörk jarðarinnar. Sjöunda dags Aðventistar fylgja þessari reglu. Þeir hafa sent 20 skippund af fatnaði og 20 tunnur af skóm til Kóreu. Fimm skippund af sumarfatnaði til Filippa eyjanna, og 10 tunnur af skófatnaði til Indíána skólans í Arizona. Þeir sendu 51 skippund af þurkuðum eggjum til Frakklands, ítalíu, Júgóslavíu, Spánar, Nigeria, Gold Coast, Haiti, Pakistan, ísrael, Bolivia, Germany, Liberia og Egypt. Hálft skippund af þurkaðri mjólk til Pusan Kórea og eitt skippund af hrís- grjónum til Seol. 5,000 dollara til Hollands til hjálpar gegn um flóðið 1953.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.