Stjarnan - 01.05.1954, Page 6

Stjarnan - 01.05.1954, Page 6
38 STJARNAN Eilíft endurgjald fyrir svo lítið Álítur þú sjálfan þig fátækan? Þú mundir gjöra svo mikið fyrir Guð og með- bræður þína, ef þú værir ríkur. Þá gætir þú varið lífi þínu til góðgjörðasemi, gefið fátækum, styrkt líknarstofnanir og hjálp- að efnilegum unglingum til að mentast. Þá mundir þú gefa, gefa án allrar eigin- girni. Ef þú værir ríkur, þá gætir þú verið örlátur kristinn maður. En þú ert fátækur. Hefir þú athugað það, að allir postular Krists voru fátækir. Að vísu var einn þeirra tollheimtumaður, en yfir höfuð að tala, þá hafa þeir að líkindum ekki verið eins vel staddir og vér erum. Að reiða sig á auð til sáluhjálpar er voðalegur misskilningur. Eitt hið sorgleg- asta vers í Biblíunni er þetta: „En er hinn ungi maður heyrði þau orð, fór hann burt hryggur, því hann átti miklar eignir11. Þessi ungi maður hafði leitað Jesúm uppi til að spyrja hvernig hann gæti frels- ast. Hann var án efa vel mentaður, í góðu áliti og í félagsskap heldra fólksins í Jerú- salem, en hann hefir fundið vöntun og tómleika í lífi sínu, annars hefði hann ekki komið til Jesú og spurt hann: „Hvað á ég að gjörg^til þess ég eignist eilíft líf?“ Hann hlýtur frá mannlegu sjónarmiði að hafa verið góður maður, því þegar Jesús benti honum á boðorð Guðs, þá gat ungi maðurinn svarað: „Alls þessa hefi ég gætt“. Hann hefir án efa fylgt bókstaf boðorðanna, en fann þó hann skorti eitt- hvað til að tryggja sér eilíft líf. Vér vitum ekki nafn þessa ríka unga manns, það eru aðeins sjö vers í Biblíunni, sem segja frá honum. Hefði hann tekið aðra stefnu og fylgt ráðum Krists, að selja alt sem hann átti, þá hefðum vér heyrt meira frá honum. Þegar hann kom til Jesú, þá hafði Páll postuli ekki ennþá verið kallaður. Vera má að þessi ungi maður hefði orðið annar eins trúboði og Páll. Hann hafði bezta tækifæri. Ef hann hefði gefið gaum að köllun Krists og fylgt hon- um, þá má vera hann hefði orðið einn af mestu mönnum heimsins. Ef hann hefði selt eigur sínar og gefið fátækum verð þeirra, yfirgefið stöðu sína, hver sem hún var og fylgt Jesú frá Naza- ret, þá hefðu samtíðarmenn hans álitið að hann breytti heimskulega. En þegar vér lítum til baka gegn um aldirnar, þá munu fáir álíta að ungi maðurinn hafi breytt skynsamlega, er hann hafnaði tækifærinu til að verða einn af lærisveinum Krists. Þegar vér lesum þessa frásögu, þá furðar oss á hve heimskulega hann breytti og finst vissulega að vér hefðum valið betur. Hvað ætli vér hefðum gjört? Það er í rauninni mjög lítið, sem Guð krefst af oss, er hann býður oss að þjóna sér og hlýða hans boðorðum, og heitir oss fyrir það óútmálanlegum fögnuði og ham- ingju, bæði hér og héreftir. Það sem vér verðum að gefa upp eða leggja í sölurnar er svo lítilfj örlegt og stundlegt, að það sýnist ótrúlegt og ómögulegt að nokkur skuli hafna boðinu. Þess er skamt að bíða, að Jesús veiti endurgjaldið þeim sem fylgja honum. Hann kemur bráðum í skýjum himins til að saman safna sínum útvöldu, og taka heim til sín þá, sem hér hafa yfirgefið alt til að fylgja honum. Hefir þú tekið ákvörð- un þína að fylgja honum? —AURELIA D. SMITH ------------------------ Guð bregst ekki „Treystu Drotni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta. Þú skalt ekki þykjast vitur; óttastu Drottinn og forðastu illt“. Orðskv. 5:5.—7. Vér getum öruggir treyst Guði. Það stendur oss til boða að reyna kraft hans. Ef vér óskum eftir að fá reynslu fyrir trúfesti Guðs, þá treystum honum af öllu hjarta, lausir við allan efa. Ég get fullvissað yður gegn um eigin reynslu, að ef þér treystið frelsaranum þá bregst hann yður aldrei. Ég er ekki að tala um hugmyndir heldur veruleika. Margir undrast yfir því hve fullkomlega vér getum treyst Guði. Ég ætla að segja yður frá, hvernig ég hef séð og reynt áreiðanleika Guðs loforða. Þegar ég var á Indlandi formaður bóka- sölunnar þá kyntist ég tveimur ungum mönnum, sem unnu á símastöð, annar var giftur og átti börn, en hinn var einhleypur.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.