Stjarnan - 01.05.1954, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.05.1954, Blaðsíða 7
STJARNAN 39 Báðir þessir menn meðtóku fagnaðar erindið og fóru að halda hvíldardaginn heilagan. Til að byrja með skiftu þeir um tíma við þá, sem vildu fá frí á sunnudög- um, svo alt gekk vel. En svo kom að því, að þeir gátu það ekki lengur, að minsta kosti ekki gifti maðurinn, svo hann bað yfirmann sinn að gefa sé'r frí á hvíldar- daginn. Honum var neitað um það, svo hann misti vinnuna. Þessir tveir menn lögðu þetta fram fyrir Guð í bæn. Maður- inn leitaði fyrir sér um vinnu annars stað- ar, en fékk hana ekki. Enginn vildi gefa honum vinnu nema hann vildi vinna á laugardögum. Þetta var veruleg trúar- raun. Nú hafði hann eytt sparifé sínu og fór að selja húsgögnin, svo hann gæti keypt mat handa fjölskyldunni. Konan hans stakk upp á, að það væri bezt fyrir hann að fara aftur að vinna á laugardögum, en hann ásetti sér að reynast trúr alt til dauða. Þetta fréttist í plássinu umhverfis hvernig kringumstæður mannsins voru og hvað hann legði í sölurnar fyrir trú sína. Þetta kom líka til eyrna formannsins, þar sem hann hafði unnið áður, svo hann fór að heimsækja þennan trúbróður vorn. Hann hugsaði að maður sem væri svona samvizkusamur að fylgja sannfæringu sinni, væri þess verður að hafa hann 1 þjónustu sinni, svo hann bauð honum að koma aftur að vinna hjá sér. Hann gaf hon- um bæði betri stöðu og hærra kaup, en hann hafði áður haft. Það leið ekki á löngu þar til þessi bróðir eignaðist betra heimili. Hann var í góðu áliti hjá öllum sem kynt- ust honum. Hann hefir reynst trúr og leitt marga til frelsarans. Ég byrjaði bókasölu, þegar ég var 19 ára gamall. Ég hafði nýlega meðtekið trú á Krist, og á skólanum hafði ég lært að treysta Guði fyrir nauðsynjum mínum. Á bókasölunámskeiðinu var okkur sagt að Guð mundi hjálpa okkur, ef vér aðeins treystum honum og hlýddum í öllu. Þegar tíminn kom að byrja bókasöluna í sumarfríinu hafði ég enga peninga til að kaupa reiðhjól og lagði þessa þörf mína íram fyrir Guð. Ég ásetti mér að fara gang- andi þangað til ég hefði unnið mér nóg inn til að kaupa hjól. Á tjaldbúðarsam- komunni rétt áður en ég fór af stað með bækurnar fann ég nýtt reiðhjól í tjaldinu mínu. Maður, sem ég hafði selt bækur, er leiddu hann til Krists, gaf mér þetta reið- hjól. Bæn minni var svarað. Ég notaði það reiðhjól í fjögur sumur við bókasöluna. Guð heyrir og svarar bænum barna sinna. Hann ber umhyggju fyrir oss. Það sem Guð gjörir fyrir aðra sem treysta honum getur hann líka gjört fyrir þig. Þegar tíminn kom til að afhenda bæk- urnar leigði ég vagn og tvo hesta hjá ein- um trúbræðra vorra. Eftir að ég hafði keyrt fleiri mílur sá ég að hvorugur hest- anna hafði eðlilega matarlyst. Ég hélt þó áfram í eina viku að skila bókunum, en þá varð ég að hætta, því báðir hestarnir höfðu nokkurs konar hitaveiki, sem aðrir hestar fengu líka, ef þeir voru saman í hesthúsi. Ég var hnugginn mjög því ég átti eftir að afhenda meiri partinn af bókunum. Bænd- urnir voru í óða önn að þreskja, svo að ég gat ekki leigt aðra hesta. Ég vissi að Guð var sá eini, sem gat greitt úr þessum vandræðum mínum. Eftir að ég hafði beðist fyrir einn morgun datt mér í hug að heimsækja skólakennara úti á landi. Ég hafði selt honum Biblíulestrarbókina. Þar var gamalt hesthús, nemendur notuðu það fyrir hesta sína yfir skólatímann. Ég ætlaði að vita, hvort hann vildi lofa mér að hafa hestana þar, svo ætlaði ég að reyna að fá mér leigt reiðhjól til að skila bókunum. Mér var áhugamál að ljúka við þetta, svo að ég yrði ekki 'of seinn þegar skólinn byrjaði um haustið. Ég sagði skólastjóranum frá vandræð- um mínum. Hann hugsaði sig um stundar- korn og sagði svo, að ég skyldi láta inn hestana, það væri nóg hey og vatn þar handa þeim. Svo réð hann mér til að bíða þangað til klukkan fjögur um eftirmiðdag- inn, þá skyldi hann taka mig út í gamla bílnum sínum til að skila bókunum. Þetta gjörði hann kvöld eftir kvöld fram á mið- nætti. Ég hélt til heima hjá honum skamt frá skólanum. Afgreiðsla bókanna gekk fljótt. Þegar bændurnir höfðu ekki pen- inga, sagðist hann skyldi borga fyrir bæk- urnar, svo gætu þeir sent honum pening- ana seinna. Bókunum var öllum skilað, og þessi maður vildi ekki þiggja neina borgun fyrir hjálpina. Ég bauð honum að hafa

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.