Stjarnan - 01.09.1954, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.09.1954, Blaðsíða 4
68 STJARNAN sem gefa sig á vald hans. Hvíldardagurinn er merki þessarar frelsunar og helgunar. Minnismerki þess að vér höfum fundið í Jesú hvíld, öruggleik og eilíft líf. „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, ég vil gefa yður hvíld“. Matt. 11:28. Hvíldardagurinn er minjar frá sak- leysis ástandi mannsins í Eden aldingarði, og svo er líka hjónabandið. Vér eigum að minnast skapara vors á hverjum degi, en hvíldardagurinn, sem kemur einu sinni á viku, gefur enn betra tækifæri fyrir hvíld, íhugun gæzku og mikilleika Guðs og samfélags við hann í bæn og þakkar- gjörð. Þetta er endurnýjað viku eftir viku. Þessi helgandi áhrif fylgja oss alla daga, er vér minnumst þess að halda hvíldar- daginn heilagan. Nýja Testamentið gjörir enga breyt- ingu á þessu. Jesús hélt hvíldardaginn meðan hann var hér. Hann segir: „Ég hef haldið boðorð föður míns“. Jóh. 15:10. Postularnir héldu hvíldardaginn og eins söfnuðir hinna fyrstu kristnu manna. Þeim kom aldrei til hugar að halda neinn annan dag. Hvergi í Nýja Testamentinu er þess getið að nokkur hafi haldið annan hvíldardag. Fyrsti dagur vikunnar er að vísu nefndur átta sinnum í Nýja Testa- mentinu, en hvergi neitt í sambandi við helgihald. Sunnudags helgihald var ó- kunnugt Jesú, postulum hans og hinum fyrstu kristnu. Það var innleitt seinna, þegar kirkjan yfirgaf hreinleik og ein- lægni kristinnar trúar. Vér þurfum að skilja það, að halda sér frá vinnu á laugardögum frelsar eng- an. Helgihaldið þarf að vera ytra merki upp á innri reynslu. Það er hjartað eða sálarástand mannsins sem er svo áríðandi. Þar kemur í ljós frelsandi kraftur Guðs náðar og sú blessunarríka innri reynsla verður augljós heiminum, þegar maðurinn af elsku til Guðs og hlýðni við hann held- ur hvíldardag Drottins, hinn sjöunda dag vikunnar. Helgihaldið er því mjög áríðandi. Til þess að verða innsiglaður með innsigli Guðs þurfa menn bæði að hafa hina innri kristilegu reynsl’u, og einnig hið ytra merki. „Minstu þess að halda hvíldardag- inn heilagan“. Á þennan hátt verður hvíldardagurmn minnismerki xipp á frelsandi kraft Krists, og örugg fullvissa um áframhaldandi hamingju og eilíft líf. —C. B. H. ------------☆----------- Hús Föðursins Biblían er full af spádómum og lof- orðum um dýrðlega framtíð. Guð sagði við Móses: „Svo sannarlega sem ég lifi skal dýrð Drottins uppfylla alla jörðina“, Al- heimurinn verður hreinn. Þar verður ekkert helvíti, engir syndarar. Öll synd og syndarar verður algjörlega afmáð. Davíðs sálmar eru fullir af spádómum um Krists dýrðarríki, sem aldrei mun enda taka. Með hrífandi. orðum lýsa spá- mennirnir hinum fullkomna sigri rétt- lætisins yfir ranglætinu. Þar verður ekk- ert sem skemmir eða eyðileggur nokkurs staðar í Guðs dýrðlega ríki. „Hinir endur- keyptu Drottins skulu aftur hverfa og koma með fögnuði til Zíonar. Eilíf gleði skal leika yfir höfði þeim, fögnuð- ur og gleði skal fylgja þeim, en hrygð og andvarpan flýja“. Jes. 35:10. „Ríki, vald og máttur allra konungsríkja, sem undir himninum eru, mun gefið verða heilögum lýð hins hæsta. Ríki hans mun verða eilíft ríki, og öll veldi munu þjóna því og hlýða“. Dan. 7:27. Gamla Testamentið endar með því að segja frá, hvernig Guð safnar börnum sín- um saman eins og gimsteinum, en eyði- leggur hina óguðlegu. Þegar hann hreins- ar láfa sinn safnar hann hveitinu í sína kornhlöðu, en hann safnar ekki illgresinu til að geyma það, heldur til að eyðileggja það algjörlega í eldi, en sá eldur heldur ekki áfram að brenna endalaust. Það verður algjör eyðilegging. „Sjá, dagurinn kemur brennandi sem ofn, og allir hroka- fullir og allir sem guðleysi fremja, munu þá vera sem hálmleggir, dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim, segir Drottinn hersveitanna, svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur“. Mal. 4:1. Allar hugmyndir og kenningar, sem eru gagnstæðar þessu eru falskar og þeim skyldi enginn gaumur gefinn. Svo í Nýja Testamentinu er einnig skýrt haldið fram hver útkoman muni

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.