Stjarnan - 01.08.1955, Side 3

Stjarnan - 01.08.1955, Side 3
STJARNAN 59 Minstu þess hver sem þú ert og hvað sem þú ert, að Guði er umhugað um þig. I einni af sögum Thornton Wilders segir hann frá systkinum, dreng og stúlku, sem voru háskólanemendur og voru að tala saman eitt kvöld um sumarið. „Ég sagði þér aldrei frá bréfinu, sem Jane Crofut fékk frá presti sínum meðan hún var veik,“ sagði Rebekka við bróður sinn. „Utan á það var skrifað: Jane Crofut, Crofut Farm, Grover Corners, Stutton County, New Hampshire, U.S.A.“ „Ég sé ekkert einkennilegt við þetta,“ sagði bróðir hennar. „Hlustaðu nú á, þetta var ekki alt,“ sagði Rebekka. „Svo stóð: United States of America, meginland Norður-Ameríku, Vesturheimi. Sólkerfinu, alheiminum, í meðvitund Guðs.“ Þetta stóð alt utan á umslaginu.“ Iiugsaðu til þess, vinur minn, Guð gleymir engum. Hann týnir aldrei neinni utanáskrift. Hans alvizka, óumbreytanlegi kærleikur, fyrir hyggja hans, réttlæti og náð umkringir oss ávalt og alls staðar. Guð hefir auga á okkur, alt frá vöggunni til grafarinnar. Það er gott hann veit hvar vér erum og alt oss viðvíkjandi, og í hvaða sambandi vort líf er við hans vold- uga líf og hjarta, Guðs eigið líf. Vér höfum þegar athugað eðli Guðs og eiginleika hans. Nú skulum vér lesa skip- un Jesús Krists til vor í Mark. 11:22. „Trúið á Guð.“ Það eru aðeins þrjú orð. Og hví skyldum vér ekki trúa á hann og treysta honum? Hann sem er miskunn- samur, réttlátur, heilagur og kærleiks- ríkur. Að trúa á hann meinar að treysta honum, þegar vér skiljum ekki, sjáum ekki og vitum ekki til fulls tilgang hans. Trú er hvorki heimska né oftraust. Trú er bygð á virkileika og reynslu. Ef trú þín er veik þá minstu þess að hún getur orðið sterkari, því trú kemur af heyrninni og heyrnin fyrir Guðs orð. Sjá Róm. 10:17. Trú á Guð meinar andlega sjón, að geta séð Guðs hönd í sögu þjóðanna, í lífi ein- staklingsins, í stjórn alheimsins, í heilagri Ritningu. Vér þurfum andlega sjón, sjón tr^arinnar. Þegar stóra veitingahúsið La Salle í Chicago brann, þá var blind kona uppi á 11. lofti. Hún fylgdi hundinum sínum, Fawn, sem leiddi hana út úr hættunni, þó margt fólk færist, sem hafði sína nátt- úrulegu sjón. Þannig er það með andlega sjón. Trúin er það, sem bjargar þeim og hún kemur við það að heyra Guðs orð, svo vér þurfum ekki að sjá það, vér aðeins lesum það og trúum því. Fyrir mörgum árum var Dr. Grenfell læknatrúboði á Labrador og norður við heimskautsbauginn kallaður til að koma 60 mílur yfir ís til að hjálpa manni, sem hafði orðið fyrir slysi. Hann fór af stað seint um eftirmiðdag- inn og fór á ís yfir mjóan fjörð, en er hann kom út á miðjan fjörðinn féll hann og hundarnir, sem gengu fyrir sleða hans, niður í vatnið. Þegar hann loks komst upp á ísjaka, sá hann að jakinn var að berast út til hafs. Það meinti nær því vissan dauða. Vindurinn hvesti og er kvöld var komið var hann kominn 10 mílur út til hafs, og ennþá hvesti. Til að frelsa líf sitt, drap hann alla nema stærsta hundinn og vafði skinnum þeirra utan um sig, en hlóð upp skrokkunum til að gjöra skýli fyrir vindinum, svo fór hann úr fötunum til að vinda úr þeim vatnið, hristi þau í vindinum til að þurka þau og fór svo í þau aftur. Hann neyddi stóra hundinn sinn til að leggjast niður, hnipraði sig upp að honum, kastaði yfir sig skinnunum og sofnaði. Sú hliðin, sem sneri að hundinum var hlý, en hin köld. Um miðnætti vaknaði hann skjálfandi. Tunglið var rétt að koma upp, og vindur- inn bar hann áfram út til hafs. Svo höfum vér hans eigin vitnisburð: „Trú mín á Guð var óhögguð. Það var ekki nema náttúrlegt þó ég dæi á ísjakan- um. Mér komu í hug orð úr gömlum sálmi, sem ég hafði yfir með sjálfum mér: „Guð og faðir minn, meðan ég flýt áfram langt í burtu heiman að á grýttum vegi lífsins, þá kendu mér að segja frá grunni hjartans: Verði þinn vilji, verði þinn vilji.“ Vindstaðan breyttist, og með hjálp nokk- mrra vina var honum bjargað frá því, sem sýndist óhjákvæmilegur dauði. En hann hafði lagt alt í Guðs hönd og sagt: „Verði þinn vilji.“

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.