Stjarnan - 01.07.1956, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.07.1956, Blaðsíða 1
STJARNAN JÚLÍ, 1956 . LUNDAR, MANITOBA Kristilegur þroski Líf kristins manns á að vera stöðug framför. Ef planta hættir að vaxa, þá hættir hún að lifa. Ef fræið sendir ekki rætur út frá sér þá er ekkert líf í því. Ef barn heldur áfram að vera barn að stærð, útliti og athöfnum, þá er eitthvað stórkostlega rangt við það. Jesús talar um líf kristins manns sem endurfæðingu. Nikódemus kom til að leita sannleikans og Jesús sagði við hann: Sannlega segi ég þér, maðurinn getur ekki séð Guðs ríki nema hann endurfæðist.“ Jóh. 3:3. Jesús hélt þessu sama fram við læri- sveina sína er hann sagði: „Sannlega segi ég yður, nema þér takið sinnaskiftum og verðið eins og börn, munuð þér ekki koma í himnaríki.“ Matt. 19:3. Vér verðum að fæðast inn í Guðs ríki, vér komumst ekki inn á annan hátt. Hin nýja fæðing, eða endurfæðingin er fram- kvæmd gegn um áhrif heilags anda, fyrst með því að hann sýnir oss að vér erum syndarar, svo vekur hann hjá oss iðrun og löngun eftir að meðtaka kraft Krists oss til frelsunar. Þetta er einnig kallað afturhvarf. Það er ný byrjun, en aðeins byrjun. Enginn er fullþroskaður maður þegar hann fæðist. Kristinn maður er til að byrja með eins og ungbarn, hann verður að taka framförum og þroska. Það* er þessi stöðuga framför, sem ber vott um að hann er sannkristinn. Jesús þroskaðist á þennan hátt. Það er sagt um æskuár hans í Nazaret, frá því hann var barn alt til fullorðinsára: „Og Jesús þroskaðist að vizku og aldri og náð hjá Guði og mönnum.“ Lúk. 2:52. Vér álítum manninn ekki þroskaðan nema hann taki bæði andlegum og líkam- legum framförum, vaxi að stærð og þroskist að vitsmunum og hugsunarhætti. Þannig var það með Jesúm og á sama hátt verða allir kristir menn að taka fram- förum. Sumir ætla að kristindómurinn eigi einungis við sálarlíf mannsins, eins og líkaminn og sálin séu sitt hvað, svo hugsa þeir aðeins um sálina. En kristilegt líf tekur yfir alla tilveru mannsins, líkama, sál og sinni. Endurfæðingin er ágæt tákn- mynd upp á hið nýja kristlega líf. Jesús óskar ekki eftir einhliða eftir- fylgjendum. Honum er eins ant um að vér heiðrum hann í líkama vorum með því að fylgja beztu heilbrigðisreglum í því sem vér etum og drekkum, vinnum og skemtum okkur eins og með okkar and- legu guðræknisiðkunum. Það er ekki nóg að sækja kirkju á sunnudögum. Maðurinn verður að vera sannkristinn alla daga vik- unnar, annars er hann alls ekki kristinn. Endurfæðingin er byrjun hins nýja lífs, svo maðurinn geti tekið fullum þroska bæði andlega og líkamlega. En hvers vegna sjáum vér ekki fleiri vaxna, full- þroska kristna menn? Margir bera kristið nafn svo árum skiftir, án þess að hægt sé að sjá neina breyting til batnaðar og fram- fara í lífi þeirra. Þeir halda ekki áfram að afla sér þekkingar á kenningum Krists til að breyta eftir þeim. Ezekíel spámaður lýsir þeim á þennan hátt: „Þeir koma til þín fjölmennir, sitja frammi fyrir þér eins og væru þeir mitt fólk og hlýða á orð þín en vilja ekki eftir þeim breyta. I orði láta þeir eins og þeim sé yndi að breyta eftir þeim, en hjarta þeirra sækist eftir rangfengnu fé. Sjá þú ert þeim eins og vel sungið og fallega leikið gamankvæði. Þeir hlusta á orð þín, en breyta ekki eftir þeim.“ Ez. 33:31.—32.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.