Stjarnan - 01.07.1956, Blaðsíða 5
STJARNAN
53
á hærra stig heldur en hin félögin, þá
spurði hann hvort vér mundum geta út-
breitt starf vort í báðar áttir. Þér getið
ímyndað yður hvernig mér var innan
brjósts þegar ég varð að segja honum að
vér værum svo fáliðaðir að það yrði
nokkur tími áður en vér gætum gjört það.
Á leið minni til baka varð ég að ganga
stíginn, sem hermennirnir notuðu árið
1942. Þegar ég heimsótti trúsystkini vor á
Owen Stanley hæðunum, fann ég enn
aftur til þess hve mjög vér þörfnuðumst
þess að hafa innlenda starfsmenn. Þó það
séu aðeins 50 mílur með flugvél frá
Moresby til Kokoda, þá tekur það nærri
viku að komast þá leið gangandi, það er
yfir svo margar hæðir og lægðir að fara.
En starf vort hefir gengið fljótt og vel í
þessu plássi. Vegna þess hvað landslagið
er hrjóstrugt, þá koma þangað fáir í heim-
sókn. En fólkið tekur fagnandi móti starfs-
mönnum vorum.
Fyrst eftir að starf vort byrjaði hér
gekk það seint, en nú fleygir því áfram,
svo beiðni eftir beiðni er send til vor um
að fá kennara og prédikara. Vér verðum
að biðja fólkið að bíða. Vér lofum að senda
því kennara svo fljótt sem unt er. í sum-
um þorpum hafa þeir þegar beðið í tvö ár
eftir að fá kennara til að leiða þá á
lífsins veg.
Það sem er mest áríðandi er að undirbúa
innfædda starfsmenn, en til þess að geta
það verðum vér að stofna fleiri skóla. f
dag höfum vér tækifæri til að starfa fyrir.
þetta fólk. Dyrnar geta orðið lokaðar á
morgun. „Vinnum meðan dagur er, nóttin
kemur þá enginn getur unnið“.
—ORMOND L. SPECK
-----------Á------------
Læknið sjúka
Þegar trúboðaskipið sneri fyrir tangann
sáum vér litla Aðventista þorpið Tautu;
það var sjáanlega nýlega bygt þorp. Þegar
ég fór í land spurði ég um sögu þess.
Mörgum árum áður kom drengur úr ná-
grannaþorpi til vor á skólann í Atchin.
Eftir nokkur ár sneri hann heim aftur og
við höfðum nær því gleymt honum. En
hann hafði ekki gleymt því, sem hann
hafði lært. Þegar hann var orðinn fullorð-
inn maður bað hann okkur um kennara
til að kenna sér og vinum sínum. Sam-
kvæmt venju Aðventista í Melanesia
fluttu þessir menn með fjölskyldur sínar
og bygðu sér þetta nýja þorp. Þá kunnu
þeir ekki að lesa, en nú eru þeir að læra
það svo þeir geti lesið Biblíuna sína. Nú
höfum vér þarna 20 meðlimi af því einn
unglingsdrengur hafði gengið á skóla vorn.
Þetta er eitt af mörgum dæmum upp á
það hve mikla þýðingu skólar vorir hafa
haft fyrir útbreiðslu kristindómsins í Nýju
Hebrida eyjunum.
Þegar Parker og aðrir trúboðar fóru
til eyjanna fyrir 40 árum, þá stofnuðu
þeir skóla. Sama aðferð hefir verið notuð
ávalt síðan, alt frá Big Bay á norður-
strönd eyjarinnar Tanna og þaðan 350
mílur suður á öllum helztu eyjunum
höfum vér stofnað skóla. Öðrum megin við
skólann sér þú hóp af fjörugum,- glöðum
börnum með skínandi augu. Þau vaxa upp
sem Aðventistar. Hinum megin eru full-
orðnir menn, sem nýlega hafa snúist til
Kristni, þeir eru nú að berjast við að læra
lexíurnar sínar.
Frá þessum 22 barnaskólum fara ungl-
ingarnir á þrjá hærri skóla, og skólanámið
þar eru beztu meðmælin til að fá inn-
göngu á trúboðsskólann í Aore. Alls eru
um 700 innritaðir á þessa 26 skóla.
Hver er svo árangurinn af þessu skóla-
námi? Áhugamál nemendanna er að vinna
fyrir Guðs ríki, jafnvel þó þeir geti fengið
meira kaup ef þeir gefa sig að annari
vinnu. Auðvitað getum vér tekið aðeins
fáa sem launaða starfsmenn. En hvaða
vinnu sem þeir stunda eru þeir einlægir
og áhugasamir með að flýta fyrir komu
frelsarans og gjöra alt sem þeir geta til að
styðja starfið meðan þeir eru að bíða komu
hans. Mentunin hefir haft góðan árangur.
Þegar ég hef heimsótt skólana hef ég
líka séð hvernig veikindi eiga sér stað alt
umhverfis. Kennararnir hreinsa sár og
binda um þau. Trúboðarnir gefa innspraut-
ingar við sumum kvillum. Konur þeirra
líta eftir þeim, sem koma á trúboðsstöðv-
arnar. Þetta hefir orðið til mikillar hjálp-
ar, en hversu miklu meira væri hægt að
gjöra ef vér hefðum lærðan læknir og
nauðsynleg læknisáhöld.