Stjarnan - 01.07.1956, Síða 6

Stjarnan - 01.07.1956, Síða 6
54 STJARNAN Mér kemur í hug einn af nemendum vorum, Mica, á skólanum í Aore. Hann hafði tæringu. Vér gátum ekkert fyrir hann gjört. Hann fór heim til að deyja. Þegar báturinn, sem hann fór á var úr augsýn datt mér í hug, hvort vér mund- um ekki hafa getað bjargað honum, hefðum vér haft hús og áhöld sem til þess þurfti. Alls konar sjúkdómar þjá fólkið á Nýju Hebridaeyjunum, en þar skortir alla læknishjálp. Það er lífs nauðsyn að byggja þar sjúkrahús og fá þangað læknir og hjúkrunarfólk. Árið sem leið fór ég með ýmsum fleiri mönnum til að hjálpa fólki í borginni Maitland, þar sem flóð hafði geysað yfir. Þegar við fórum til baka sagði einn þess- ara manna við mig: „Þegar þú kemur þangað finst þér þú getir aldrei gjört nógu mikið til að hjálpa fólkinu.“ Samskonar tilfinningar mundu hreyfa sér hjá þér, ef þú sæir með eigin augum þörf og neyð fólksins á Nýju Hebrida eyjunum. —M. P. COZENS ------------☆----------- Sönn mikilmenska Meðal mikilmenna fornaldarinnar stend- ur nafn Alexanders mikla. Hann lagði heiminn undir sig og sagt er að hann hafi grátið þegar ekki voru fleiri lönd til að sigra. Þremur öldum eftir að Alexander dó af ofdrykkju fæddist Jesús frá Nazaret í þorpinu Betlehem á Gyðmgalandi. Jesús er heimsfrægur. Hans nafn er ógleyman- legt. En hvílíkur mismunur er á lífi þess- ara tveggja manna. Jesús fæddist og lifði meðal almúgans. Þegar hann náði þroska- aldri varð hann umferða prédikari, og kendi mönnum það sem tilheyrir Guðs ríki. Alexander var hershöfðingi yfir fjöl- mennum her. Jesús hafði aðeins 12 menn, sem fylgdu honum stöðugt. Konungsríki skelfdust fyrir Alexander. Jesús sagði: „Leyfið börunum til mín að koma“, hann laðaði þau að sér. Jesús var fyrirlitinn af hinum leiðandi mönnum í Júdeu. Enginn þekti hann í höfuðborg heimsins, Róm. Flestir sam- tíðamenn hans hefðu hlegið ef einhver hefði sagt, að Jesús yrði miðpunktur mannkynssögunnar. Jafnvel lærisveinar hans hefðu ef til vill hugsað að það gengi of langt að vænta þess. Þegar Jesús fótr gangandi ferðaðist úr einum stað í annan hafði hann hvergi höfði sínu að að halla. Hann var heimilislaus. Að lokum var hann krossfestur milli tveggja glæpamanna. Aldur Jesú og Alexanders mikla í þessum heimi var 33 ár. Báðir voru mikil- menni, en hvor á sinn hátt. Nú er Alex- ander lítt kunnur nema í bókum veraldar- sögunnar. Aftur á móti eru fáir, sem ekki hafa heyrt um Jesúm. Bæði Jesús og Alexander voru framúr- skarandi menn. En hvílíkur mismunur á lífi þeirra. Alexander hugsaði aðeins um sjálfan sig, að vinna sér fr’ægð. Jesús lifði aðeins fyrir aðra. Áhugamál hans var sáluhjálp þeirra. Æfisaga Alexanders sýnist lítils virði ef hún er borin saman við líf Krists. Þegar Alexander dó var starfi hans lokið. En þegar Jesús var krossfestur og reis upp aftur frá duaðum, þá gjörðist hann frelsari og vinur miljóna manna gegn um alla eilífð. Ef vér viljum keppa eftir mikilmennsku þá fetum í fótspor göfuga, hógværa mannsins frá Nazaret. —AURELIA D. SMITH -----------☆----------- Launið ilt með góðu Fyrir fleiri árum síðan fékk innlendur höfðingi á \ eyjunni Pentecost vitrun frá Guði um að trúboði mundi koma þangað frá kirkjufélagi, sem stofnað hefði verið í Ameríku, hann mundi kenna fólkinu sann- leikann. Þessi höfðingi, Daniel að nafni, undirbjó fólk sitt; svo þegar trúboðar vorir komu nokkrum árum seinna þá tók það með fögnuði móti boðskapnum. Síðan Daniel dó hefir fólkið mætt mikilli mótspyrnu frá sunnudagatrúboði, sem vinnur í nágrenninu. Starfsmaður vor Jóel að nafni, þar innlendur maður, bygði kirkju, en kennari frá nágranna trúboðinu kom með fólk sitt að nóttu til og reif niður kirkjuna. Stjórnin heimtaði, að þeir

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.