Stjarnan - 01.07.1956, Qupperneq 7

Stjarnan - 01.07.1956, Qupperneq 7
STJARNAN 55 sem höfðu gjört þetta skyldu bor'ga Jóel háa peninga upphæð. En fólk þetta er fátækt. Næsta sunnudag fór Jóel til kennarans og fólksins, sem hafði eyðilagt kirkjuna, og sagðist fyrirgefa þeim og þeir þyrftu ekki að borga honum. Þetta kom svo flatt upp á fólkið og var svo óvænt, að honum var boðið að halda næstu ræðu í þeirra kirkju. Hann tók þessu boði, sýndi myndir og talaði bæði um endurkomu Krists og hvíldardaginn. Þetta hafði svo mikil áhrif að eftir samkomuna sagði kennarinn, sem áður hafði ofsótt hann, að honum fyndist að sitt fólk ætti líka að halda Guðs hvíldardag. Síðan þetta kom fyrir hefir Jóel bygt aðra kirkju, og þegar hún var vígð voru 300 manns utan vors safnaðar viðstaddir. Jóel hefir starfað trú- lega og hjá honum eru 6 manns að búa sig undir skírn. Önnur smásaga kemur frá eyjunni Ambrim. Nýlega báðu foreldrar, sem til- heyra öðru trúboði um leyfi til að senda börn sín á vorn skóla. Alt gekk vel þangað til yfirkennari þess trúboðs sagði evróp- iska trúboðanum 'Jrá þessu. Mótmæli hans leiddu til þess að einn af vorum mönnum, Símon að nafni, heimsótti trúboðann. Þeir áttu samræður meðal annars um hvíldar- daginn. Trúboði sunnudagaskólans gat ekki staðist þetta, svo hann reiddist við Símon, lagði hendur á hann og ætlaði að kasta honum út úlr trúboðsstöð sinni. Símon bar sig ekkert á móti, en sagði að- eins, að ef trúboðinn væri kristinn maður þá mundi hann ekki reiðast. Maðurinn fyrirvarð sig og bað afsökunar. Símon greip hönd hans og kvaddi vingjarnlega. Seinna fann þessi sami trúboði að eina kenslubókin, sem notuð var í einum af skólum hans, var hvíldardagaskólalexí- urnar, sem Símon hafði útvegað þeim. Seinna fréttist að yfirkennarinn á þessu trúboði hefði hvatt fólk sitt til að vinna sér inn peninga til að hjálpa Aðventistum til að býggja sjúkrahús. Vér biðjum og vonum að góður árangur verði af starfinu í þessu héraði. Guði er ant um að frelsa þetta fólk. Hinir trúuðu gjöra alt sem þeir geta fyrir sáluhjálp bræðra sinna. Ég gleymi aldrei konu ,sem kom á samkomur vorar. Andlit hennar hafði ótal ör og var afmyndað, en hún bað um að sungið væri: „Ég er á ferð hér. Himininn er heimili mitt.“ Bros lék um varir hennar, er hún söng: „ Þar verð ég með frelsara mínum. Himininn er heimili mitt.“ —B. L. CRABTREE ----------☆------------ Hlýðni og hugrekki Þetta var á herskipi. Ungur drengur skemmti sér við að klifra upp og niður reiðann. Einn dag hepnaðist honum að klifra upp á pall, sem bygður hafði verið kring um mastrið, en hann var ekki fær um að komast niður aftur. Skipið ruggaði til beggja hliða og það var erfitt fyrir drenginn að halda sér föstum þar sem hann var. Hættan var að hann félli niður á þilfarið og rotaðist. Faðirinn sá hættuna og kallaði til drengsins að kasta sér í sjó- inn. Þegar drengurinn hlýddi ekki strax, heimtaði faðir hans byssu, miðaði henni á drenginn og sagðist mundi skjóta, ef hann kastaði sér ekki í sjóinn. Faðirinn var yfirmaður í hernum og drengurinn vissi að menn urðu að hlýða skipunum hans, svo þegar skipið hallaðist á hliðina, þá stökk drengurinn út í sjóinn og skips- mennirnir björguðu honum. Enn meira hugrekki þurfti maður, sem hafði sigið niður fyrir björg til að ná í eitthvað sem hann sá á klettastalli. Hann komst þangað niður á færi, en það fór einhvern veginn svo að hann misti af kaðlinum, sem sveiflaðist burt frá honum. Nú þurfti hann að vera fljótur að hugsa. Hann vissi að kaðallinn mundi ekki sveifl- ast alveg til hans aftur, þegar hann sveifl- aðist til baka, en hann vissi líka, að líf hans væri að líkindum undir því komið, að hann næði í kaðalinn. En ef það mis- heppnaðist var dauðinn vís á klettunum fyrir neðan. Hann réð af að eiga þetta á hættu og beið aðeins þar til kaðallinn sveiflaðist í áttina til hans þá stökk hann, náði í kaðalinn og var dreginn upp. Þessu líkt' á sér stað hjá fjölda af fólki. Þegar það á í miklum erfiðleikum, þá er erfitt að sýna frelsandi trú á Guði og hans fyrirheitum. Þeim virðist það só eins og að kasta sér út í myrkrið. En trúin

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.