Fréttablaðið - 05.02.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.02.2019, Blaðsíða 32
Roma (spanish w/eng sub) .................... 17:30 Tryggð // The Deposit (eng sub) .. 18:00 Þýskir kvikmyndadagar-German Film Days * Transit (german w/eng sub) ................. 18:00 * Mack the Knife (german w/eng sub) 20:00 *Sýndar á þýsku með enskum texta* Shoplifters//Búðaþjófar (ice sub) . 20:00 Damsel (english-no sub) ..................... 20:00 Shoplifters//Búðaþjófar (eng sub) .22:15 First Reformed (english-no sub) ....22:20 One Cut of the Dead (ice sub) ........22:30 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 5. FEBRÚAR 2019 Hvað? Mannfækkun af manna- völdum Hvenær? 12.00 Hvar? Þjóðminjasafn Íslands Siðaskiptin mörkuðu upphaf áður óþekktrar hrinu dauðarefsinga í N-Evrópu en þá færðist vald til refsinga frá kirkjulegum yfirvöld- um til veraldlegra valdhafa. Hvers kyns samfélagslegar umbætur voru samhliða settar á oddinn. Tekið var af mikilli hörku á siðferðisbrotum en einnig því sem skilgreint var sem leti og flakk með tilheyrandi þjófnaði. Samtals var nærri 240 dauðadómum framfylgt í fimm brotaflokkum hérlendis frá 1550 til 1830, þ.e. fyrir morð, dulsmál, blóð- skömm, galdra og loks þjófnað. Dauðarefsingum var þó tiltölu- lega sjaldan beitt hérlendis fyrr en undir lok 16. aldar og urðu aftökur eftir það nær árlegur viðburður í tvær aldir. Áberandi margir eru dauðadómar fyrir þjófnað en allt í allt voru 75 þjófar teknir af lífi á Íslandi á aðeins á 174 árum, sá fyrsti árið 1584 en síðasti árið 1758. Í fyrirlestrinum verða kynntar fyrstu niðurstöður nýhafinnar forn- leifarannsóknar á dauðadómum og aftökum hérlendis á árnýöld. Lögð verður sérstök áhersla á að rýna í stöðu dauðadæmdra og vanmátt þeirra gagnvart yfirvöldum. Hvað? Bob og Job. Fræðslufebrúar í Vídalínskirkju Hvenær? 19.30 Hvar? Vídalínskirkja Sr. Sigfinnur Þorleifsson fjallar um Jobsbók. Bókin er eitt spekirita Gamla testamentisins og tekst á við spurninguna um þjáninguna í heiminum. Sr. Henning Emil Magnússon fjallar síðan um hvern- ig Bob Dylan tekst á við eigin sorg Fréttablaðið mælir með BÓKIN THE THREE BODY-PROBLEM eftir Liu Cixin Random House Þríagnavandinn, eða „The Three Body-Problem“ eins og hún heitir í enskri útgáfu, er fyrsta skáldsagan í geimóperu-þríleik kínverska rithöfundarins Liu Cixin. Skáldsagan fjallar um þá ógn sem steðjar að jörðinni þegar framandi menning hótar mannkyni útrýmingu. En ógnin er ekki aðeins bundin við geim- verur, heldur er hún einnig til staðar á Jörðu niðri þar sem hópur vísindamanna telur mannkynið ekkert eiga betra skilið en útrýmingu. Þríleikur Cixin er skyldulesning fyrir þá sem hafa áhuga á raunsæjum og ígrunduðum vísindaskáldskap. PLATAN REMIND ME TOMORROW eftir Sharon Van Etten Jagjaguwar Sharon Van Etten er fyrir löngu orðin einn áhrifamesti lagahöf- undur sinnar kyn- slóðar. Hún heldur uppteknum hætti á fimmtu plötu sinnu, Remind me Tomorr- ow, og töfrar fram ódauðlega hljóma og lagatexta sem eru í raun andstæða þess tíðaranda sem fagnar mínímalisma og einföldun. Van Etten hefur engan áhuga á að smætta daglegt líf sitt niður í hilluvæna kassa. Lífið er flókið, ljótt, undurfagurt og á köflum hræðilegt. SERÍAN TRUE DETECTIVE 3. þáttaröð HBO Eftir sorglega mis- heppnaða aðra þáttaröð hefur höfundateymið á bak við True Detect- ive tekið sig til og framleitt afar vel heppnaða seríu. Efnistökunum svipar til fyrstu þátta- raðarinnar, sem sló eftirminnilega í gegn, þar sem flókið og óhugnanlegt saka- mál er rannsakað af breyskum rannsóknarlögreglumönnum. Fyrst og fremst er það stórgóð frammistaða Mahershala Ali sem vekur athygli, en umgjörð, sögusvið og handrit eru eins og best gerist. með því að nota Jobsbók og önnur spekirit úr Gamla testamentinu á plötu sinni Time out of Mind. Fríða Dís og Smári Guðmundsbörn flytja tvö lög af plötunni. Þetta verður mjög blúsað kvöld! Hvað? Ungfrú Ísland á Bókmennta- kvöldi Hvenær? 19.30 Hvar? Bókasafn Seltjarnarness Auður Ava Ólafsdóttir ríður á vaðið á nýju ári og les upp úr bók sinni Ungfrú Ísland. Sögusviðið er Reykjavík árið 1963. Ung skáld- fram kvartett bandaríska saxó- fónleikarans Phil Doyle. Tómas Jónsson leikur á hljómborð, Pálmi Gunnarsson á bassa og Einar Scheving á trommur. Tón- listin hefst kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Kex hostel er á Skúlagötu 28. Hvað? Opinn fundur í Hafnarfirði með Lilju D. Alfreðsdóttur Hvenær? 20.00 Hvar? Reykjavíkurvegur 66 Opinn fundur í Hafnarfirði með Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og vara- formanni Framsóknar. Heitt á könnunni og allir velkomnir. Hvað? Fundur með Katrínu á Selfossi Hvenær? 20.00 Hvar? Tryggvaskáli, Selfossi VG í Árnessýslu stendur fyrir opnum fundi með Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra. Tekið verður við spurningum fundar- manna. Við hvetjum ykkur öll til að mæta og taka þátt í lifandi þjóð- málaumræðu. kona flytur vestan úr Dölum með nokkur handrit í fórum sínum, á tímum þegar karlmenn fæddust skáld en ungum konum var boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppni Fegrunarfélags Reykjavíkur. Ungfrú Ísland hefur heillað marga lesendur upp úr skónum enda sögð afar vönduð og falleg bók. Hvað? Hugleiðsla með Tolla Hvenær? 20.15 Hvar? Skipholt 50c Fjögur kvöld með Tolla þar sem við skoðum þrjú grunnatriði í hug- leiðslu og núvitund. Reynum að glöggva okkur á því hvers vegna kærleikurinn er svona mikilvægur þegar við erum að iðka hugleiðslu til þess að vaxa í. Fyrir byrjendur og lengra komna því þeir eru alltaf byrjendur. Hvað? KexJazz - Kvartett Phil Doyle Hvenær? 20.30 Hvar? Kex hostel Á næsta jazzkvöldi Kex hostels þriðjudaginn 5. febrúar kemur 5 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 C -D A 7 0 2 2 3 C -D 9 3 4 2 2 3 C -D 7 F 8 2 2 3 C -D 6 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 4 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.