Fréttablaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 38
Stefna á að fá 1-2 milljarða í fjárfestingu
Svipmynd
Andri Kristinsson
Nám:
MBA-gráða frá Stanford-háskóla.
B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði
frá Háskóla Íslands.
Störf:
Stofnandi og framkvæmdastjóri
Travelade. Þróunarstjóri hjá Linked In
í San Francisco. Stofnandi og fram-
kvæmdastjóri Icelandic Startups.
Fjölskylduhagir:
Í sambúð með Erlu Ósk Ásgeirs-
dóttur, forstöðumanni hjá Ice-
landair hótelum. Saman eigum við
tvo drengi; Huga Snæ, 6 mánaða,
og Baltasar Mána, 8 ára son Erlu.
„Ég hef í auknum mæli verið að snúa mér að langhlaupum í náttúrunni sem endurnærir bæði sál og líkama,“ segir Andri Kristinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Andri Kristinsson, framkvæmdastjóri Travelade, segir að ef árangur síðasta árs gefi fyrirheit um það sem framtíðin beri í
skauti sér, sé ljóst að fyrirtækið þurfi
að sækja um 1-2 milljarða króna í
erlenda fjárfestingu til að styðja við
frekari sókn.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég hef mjög gaman af hvers kyns
útivist, gönguferðum í góðra vina
hópi og fjallaklifri. Ég hef einn-
ig gaman af því að hlaupa og hef í
auknum mæli verið að snúa mér
að langhlaupum í náttúrunni sem
endurnærir bæði sál og líkama. Þá
er ég einnig í karlakórnum Esjunni
í sérlega góðum félagsskap.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Þá daga sem ég er ekki á ferða-
lögum þá er fasti punkturinn sá
að ég fæ mér sopa af lýsi, espresso
og morgunkorn til að koma mér af
stað. Að öðru leyti eru morgnarnir
(og stundum næturnar) yfirleitt
fjölbreyttir enda líf og fjör á heim-
ilinu með einn 6 mánaða gutta sem
ákveður oftar en ekki upp á sitt ein-
dæmi að breyta morgunrútínu for-
eldranna.
Hvaða ráðstefnu eða fyrirlestur
sóttirðu síðast?
Síðasta ráðstefna sem ég sótti var
á vegum Íslenska ferðaklasans sem
stóð nýlega fyrir mjög vel heppn-
uðum fundi um stafræna framtíð
ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ég var
þar í góðum hópi meðal fyrirlesara
og fjallaði um hvaða lærdóm íslensk
fyrirtæki í ferðaþjónustu gætu dreg-
ið af fyrirtækjum í Kísildalnum á
borð við AirBnB, Uber og LinkedIn.
Hvaða bók ertu að lesa eða last
síðast?
Í síðustu flugferð lauk ég loks við
eina af jólabókunum, Þorpið eftir
Ragnar Jónsson, sem var fínasta
afþreying. Næst á leslistanum er
síðan mjög áhugaverð bók sem ég
fékk í bóndadagsgjöf í síðustu viku
og var að byrja á, 21 Lessons for the
21st Century eftir Yuval Noah Har-
ari, höfund Sapiens.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
starfinu?
Það eru ótalmargar áskoranir við
að byggja upp lítið fyrirtæki í jafn
hröðum alþjóðlegum vexti og Travel-
ade er, það má í raun segja að við blasi
ný áskorun í hverjum mánuði. Efst á
baugi hjá mér þennan mánuðinn er
markaðssetning og dreifing á nýrri
vöru sem við settum í loftið á dögun-
um og kallast „Wander guide“. Þetta er
nýstárleg veflausn sem gerir hverjum
sem er kleift að búa til rafræna ferða-
handbók á netinu á aðeins örfáum
mínútum til að deila með ferða-
mönnum og selja afþreyingarferðir.
Þessi lausn hefur fengið frábærar við-
tökur undanfarið enda trúum við því
að á næstu árum muni ferðamenn í
auknum mæli nýta gagnvirkar og per-
sónulegar ferðahandbækur á netinu
til að bóka afþreyingu á ferðalögum
í stað þess að nota hefðbundnar
ferðaskrifstofur, prentaða bæklinga
og bækur á borð við „Lonely Planet“.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
rekstrarumhverfinu?
Helsta áskorun íslenskrar ferða-
þjónustu – og reyndar allra þekk-
ingar- og útflutningsfyrirtækja – eru
sveiflur í gengi íslensku krónunnar.
Það er mjög samkeppnishamlandi
að reka fyrirtæki í umhverfi þar
sem gengissveiflur eru jafn miklar
og háar og raun ber vitni. Ég tel að
eina vitið sé að Ísland verði hluti af
stærra mynthagkerfi sem fyrst.
Hvaða breytingar sérðu fyrir þér
hjá Travelade á næstu árum?
Ef árangur síðasta árs er einhver
fyrirboði þess sem framtíðin ber í
skauti sér er ljóst að Travelade mun
fara í gegnum umtalsverðan vöxt,
með tilheyrandi vaxtarverkjum, á
næstu árum. Til að ná þeim árangri
sem við stefnum á þarf bæði að
margfalda starfsmannafjölda hjá
okkur á næstu árum og líklega
sækja um 1-2 milljarða í erlenda
fjárfestingu til að styðja við frek-
ari sókn. Þetta mun kalla á mikla
áherslu hjá mér á að ráða inn rétta
fólkið á hverjum tíma og opna skrif-
stofur í nokkrum öðrum löndum
til að styðja við sölu- og markaðs-
setningu.
Ef þú þyrftir að velja allt annan
starfsframa, hver yrði hann?
Ég hef mjög gaman af því að elda
góðan mat og hef stundum sagt í
gríni við vini og fjölskyldu að ef allt
annað myndi klikka þá myndi ég
líklega opna hágæða veitingastað
einhvers staðar uppi á fjöllum og
ná þannig að sameina áhuga minn á
mat og fjallamennsku. Er þó alls ekki
viss um að þetta væri góð viðskipta-
hugmynd, en hver veit!
Hvar sérðu þig eftir tíu ár?
Eftir tíu ár vonast ég til að vera
enn við stýrið hjá Travelade sem þá
verður orðið alþjóðlegt stórfyrirtæki
sem ég get verið stoltur af að hafa
byggt upp frá grunni á Íslandi. Það er
langhlaup að byggja upp fyrirtæki og
ef ég líki því við maraþonhlaup, þá
erum við sennilega bara rétt komin
fram hjá fyrstu drykkjarstöðinni í
dag. Ég mun sömuleiðis enn njóta
þess að ferðast mikið og eiga gæða-
stundir með fjölskyldunni.
Ég hef mjög gaman
af því að elda góðan
mat og hef stundum sagt í
gríni við vini og fjölskyldu
að ef allt annað myndi
klikka þá myndi ég líklega
opna hágæða veitingastað
einhvers staðar uppi á
fjöllum og ná þannig að
sameina áhuga minn á mat
og fjallamennsku.
Viðurkenningarhátíð FKA verður haldin 31. janúar í Gamla bíói klukkan 16.30.
Þar heiðrum við þrjár konur sem allar
hafa skarað fram úr í atvinnulífinu.
Þessari hátíð hefur FKA staðið fyrir
frá árinu 1999, að árinu 2001 undan-
skildu. Fyrsta konan til að hljóta FKA
Karlmenn efla líka tengslanetið við konur
Rakel
Sveinsdóttir
formaður FKA
viðurkenninguna var Hillary Rodham
Clinton. Síðan þá hafa hátt í sjötíu
konur verið heiðraðar fyrir þeirra
framlag í þágu íslensks atvinnulífs,
einstaka aðilar reyndar inn á milli.
Á þessa hátíð fjölmennum við FKA-
konur í hundraða tali og stundum
hef ég verið spurð að því hvort karl-
menn megi ekki mæta líka. Svarið er
auðvitað: Jú, endilega! Sumum karl-
mönnum þykir mæting á hátíðina
reyndar mjög sérstök upplifun. Það
skýrist af því að þar eru kynjahlut-
föllin öfug við þau sem við eigum að
venjast á viðburðum í atvinnulífinu.
Ég man til dæmis eftir einum karl-
kyns gesti á hátíðinni okkar í fyrra.
Hann er ónefndur forstjóri í Kaup-
hallarfyrirtæki. Þessi maður kom á
hlaupum inn, glaður í bragði, heils-
aði með virktum en snarstansaði
síðan í anddyrinu og hvíslaði að mér:
,,Rakel, er ég eini karlmaðurinn sem
er hérna?“ Ég hló og hughreysti hann
með því að benda honum á hvaða
karlmenn væru nú þegar komnir
inn í sal. Þar hitti ég hann stundu
síðar í hrókasamræðum við hóp
FKA-kvenna og auðvitað skemmti
hann sér konunglega. Nokkrum
vikum síðar hitti ég þennan mann á
fjölmennri ráðstefnu SA. Þar voru að
venju mun fleiri karlmenn en konur.
Við rifjuðum upp þetta litla atvik
úr anddyrinu og ég benti honum á
að oft líður konum í atvinnulífinu
nákvæmlega eins og honum leið
þetta umrædda augnablik. Sérstak-
lega á fundum.
Ég nefni sem dæmi að 78% fram-
kvæmdastjórnenda Kauphallar-
fyrirtækja eru karlmenn. Sem er
mikil synd því rannsóknir sýna að
meiri líkur eru á betri árangri með
blönduðum teymum. Ég hvet því
forystumenn í atvinnulífinu til að
nýta Viður kenningarhátíð FKA
sem tækifæri til að efla tengslanet
sitt við konur í atvinnulífinu. Þarna
fjölmennum við á okkar stærstu
hátíð ársins og að okkar mati er það
bara jákvætt að sem flestir fagni
með okkur. Sjáumst í Gamla bíói á
fimmtudag.
Ég nefni sem dæmi
að 78% fram-
kvæmdastjórnenda Kaup-
hallarfyrirtækja eru karl-
menn. Sem er mikil synd því
rannsóknir sýna að meiri
líkur eru á betri árangri með
blönduðum teymum.
3 0 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN
3
0
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
2
E
-4
E
5
4
2
2
2
E
-4
D
1
8
2
2
2
E
-4
B
D
C
2
2
2
E
-4
A
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K